Logi lýsir sig fullkomlega ósammála Mette Birgir Olgeirsson skrifar 7. febrúar 2018 13:12 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, og Mette Frederiksen, formaður danska jafnaðarmannaflokksins. Vísir/EPA/Getty Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, er fullkomlega ósammála formanni systurflokks Samfylkingarinnar í Danmörku þegar kemur flóttamannamálum. Danskir jafnaðarmenn kynntu nýjar tillögur í útlendingamálum síðastliðinn mánudag þar sem þeir segjast leitast við að skapa breiða sátt um málaflokkinn. Á meðal þess sem Mette Frederiksen boðar er að þeir sem fá hæli í Danmörku þurfi að vinna að minnsta 37 klukkustundir á viku. Tillögurnar kveða einnig á um að flóttamenn hafi ekki lengur möguleika á að sækja tafarlaust um hæli við komuna til Danmerkur. Vill danski jafnaðarmannaflokkurinn þess í stað senda flóttamenn á danska stofnun sem rekin verður í ótilgreindu landi í Norður Afríku þar sem mál þeirra verður tekið fyrir. Logi segir að þessi stefna virðist því miður eiga að snúast um ómannúðlega nálgun á forsendum þeirra flokka sem jafnaðarmenn hafa gagnrýnt harðlega, og nefnir Logi þar danska þjóðarflokkinn sem dæmi.Danskir jafnaðarmenn vilja senda alla flóttamenn sem ætla að sækja um hæli Danmörku til Norður Afríku þar sem mál þeirra verða tekin til meðferðar.Vísir/GettyLogi segist hafa fengið kynningu á þessari stefnu frá Mette Fredriksen, formanni danska jafnaðarmannaflokksins, á formannafundi norrænu jafnaðarmannaflokkanna í gær. „Hún sló mig um margt afar illa og lét hana vita mjög skýrt um mína afstöðu,“ segir Logi. Hann segist vona að aðrir jafnaðarflokkar á Norðurlöndum feti ekki í spor danska systurflokksins og ætlar Logi að beita sér hart fyrir því að Samfylkingin standi fast í lappirnar og gefi aldrei afslátt á mannúð. „Að flokkurinn beiti sér fyrir því að við öxlum okkar ábyrgð, með hana að leiðarljósi, í víðtæku samstarfi við aðrar þjóðir.“ Logi segist trúa því að það sé rétta leiðin til að takast á við þær hræðilegu aðstæður sem fólk á flótta frá stríði og ömurlegum aðstæðum býr við. „Það er mikilvægt að til séu skýrar reglur um þessi mál, sem gerir okkur kleyft að búa nýjum landsmönnum góðar aðstæður. Gefa þeim möguleika á að aðlagast okkar samfélagi og gildum; þannig munum við njóta ríkulega ávaxta þeirra þeirra.,“ segir Logi. Hann segir það klárlega ekki réttu leiðina að reisa múra um Vesturlönd og búa til fyrsta og annars flokks þjóðfélagsþegna eða ala á ótta og tortryggni. „Danskir jafnaðarmenn tala um að þetta sé uppgjör við það hvað það er að vera húmanisti en nýja stefnan talar því miður öðru máli.“ Flóttamenn Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Fleiri fréttir Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni Sjá meira
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, er fullkomlega ósammála formanni systurflokks Samfylkingarinnar í Danmörku þegar kemur flóttamannamálum. Danskir jafnaðarmenn kynntu nýjar tillögur í útlendingamálum síðastliðinn mánudag þar sem þeir segjast leitast við að skapa breiða sátt um málaflokkinn. Á meðal þess sem Mette Frederiksen boðar er að þeir sem fá hæli í Danmörku þurfi að vinna að minnsta 37 klukkustundir á viku. Tillögurnar kveða einnig á um að flóttamenn hafi ekki lengur möguleika á að sækja tafarlaust um hæli við komuna til Danmerkur. Vill danski jafnaðarmannaflokkurinn þess í stað senda flóttamenn á danska stofnun sem rekin verður í ótilgreindu landi í Norður Afríku þar sem mál þeirra verður tekið fyrir. Logi segir að þessi stefna virðist því miður eiga að snúast um ómannúðlega nálgun á forsendum þeirra flokka sem jafnaðarmenn hafa gagnrýnt harðlega, og nefnir Logi þar danska þjóðarflokkinn sem dæmi.Danskir jafnaðarmenn vilja senda alla flóttamenn sem ætla að sækja um hæli Danmörku til Norður Afríku þar sem mál þeirra verða tekin til meðferðar.Vísir/GettyLogi segist hafa fengið kynningu á þessari stefnu frá Mette Fredriksen, formanni danska jafnaðarmannaflokksins, á formannafundi norrænu jafnaðarmannaflokkanna í gær. „Hún sló mig um margt afar illa og lét hana vita mjög skýrt um mína afstöðu,“ segir Logi. Hann segist vona að aðrir jafnaðarflokkar á Norðurlöndum feti ekki í spor danska systurflokksins og ætlar Logi að beita sér hart fyrir því að Samfylkingin standi fast í lappirnar og gefi aldrei afslátt á mannúð. „Að flokkurinn beiti sér fyrir því að við öxlum okkar ábyrgð, með hana að leiðarljósi, í víðtæku samstarfi við aðrar þjóðir.“ Logi segist trúa því að það sé rétta leiðin til að takast á við þær hræðilegu aðstæður sem fólk á flótta frá stríði og ömurlegum aðstæðum býr við. „Það er mikilvægt að til séu skýrar reglur um þessi mál, sem gerir okkur kleyft að búa nýjum landsmönnum góðar aðstæður. Gefa þeim möguleika á að aðlagast okkar samfélagi og gildum; þannig munum við njóta ríkulega ávaxta þeirra þeirra.,“ segir Logi. Hann segir það klárlega ekki réttu leiðina að reisa múra um Vesturlönd og búa til fyrsta og annars flokks þjóðfélagsþegna eða ala á ótta og tortryggni. „Danskir jafnaðarmenn tala um að þetta sé uppgjör við það hvað það er að vera húmanisti en nýja stefnan talar því miður öðru máli.“
Flóttamenn Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Fleiri fréttir Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni Sjá meira