Atvinnulaus eftir að hún hætti á vinnustað vegna áreitni yfirmanns Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 2. febrúar 2018 09:00 Brenda Asiimire segir að vinir hafi sagt henni að skipta um nafn til þess að auka líkurnar á því að hún fái nýja vinnu. Vísir/Getty Brenda Asiimire flutti til Íslands frá Úganda fyrir 14 árum síðan. Hún kom til landsins til þess að vera Au-pair fyrir íslenska fjölskyldu og var það erfið reynsla. Hún hefur síðan þá starfað á hóteli, á veitingastað, sem ritari og fleira. Nú er hún atvinnulaus af því að hún hætti á síðasta vinnustað vegna kynferðislegrar áreitni yfirmanns. „Mér fannst ég svo vanmáttug og ég vil aldrei upplifa þá tilfinningu,“ segir Brenda um líðan sína þegar yfirmaðurinn byrjaði að vera óviðeigandi við hana. Hann reyndi að fá hana á stefnumót með sér, boð sem hún hafnaði samstundis. „Við vorum að tala saman um vinnuna þegar hann spyr hvort ég vilji fara með sér á stefnumót. Ég sagði nei og hélt að sem fullorðinn einstaklingur gæti hann borið virðingu fyrir því svari. Ég sagði honum að ég væri að vinna fyrir hann svo ég vildi það ekki.“ Yfirmaðurinn tók þessu ekki vel og gerði það hennar vinnuaðstæður mjög óþægilegar. „Aðstæðurnar voru að versna og ég vissi ekki hvað ég ætti að gera, mér fannst ég valdlaus og var reið,“ segir Brenda. Hún íhugaði að hafa samband við stéttarfélagið sitt en hætti svo við það, þar sem hún vissi ekki hvort það myndi gera gagn. „Ég vissi ekki hvað myndi gerast. Það hefði getað gert vinnuaðstæður mínar enn verri.“Sér eftir að hafa hættHún hafði fyrir áreitnina nefnt við yfirmanninn að hún gæti þurft að fara að leita sér að annarri vinnu eftir að vöktunum hennar var breytt. Hún hafði þó ekki sagt upp eða byrjað að leita að annarri vinnu. „Vaktirnar mínar voru þá til átta á kvöldin. Ég þurfti að fara klukkan fjögur og sækja börnin, koma þeim fyrir og fara svo aftur í vinnuna.“ Eftir að hún hafnaði honum, notaði yfirmaðurinn þá tækifærið og réð aðra samstundis og ætlaði að láta Brendu byrja að þjálfa þennan nýja starfsmann. Brenda hætti og hafði yfirmaðurinn þá strax samband daginn eftir og reyndi að fá hana til þess að hitta sig. „Hann var augljóslega skíthæll. En hefði hann komið svona fram við íslenskan starfsmann? Kannski var þetta ekki besta ákvörðunin, að hætta. Kannski hefði ég getað fengið aðstoð einhvers staðar frá, en ég vissi ekki hvert ég ætti að leita.“ „Ég var svo reið. En ef ég hefði vitað að ég yrði atvinnulaus í marga mánuði þá hefði ég ekki hætt.“Við heyrum margar sögur af alls konar ofbeldi gegn erlendum konum. Rúmlega helmingur dvalarkvenna á ári er af erlendum uppruna, sagði Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, eftir að konur af erlendum uppruna stigu fram með sínar sögur.vísir/stefánNauðsynlegt að fræða fólk beturBrenda segir að innflytjendur fái ekki næga fræðslu um sín réttindi. Ef að þau væru meðvituð um þau, og vinnuveitendur og aðrir vissu af því, væri kannski minna um misbeitingu valds, áreitni og annað slíkt á vinnustöðum. „Til dæmis ef stéttarfélagið myndi boða þig á fund strax og þeir móttaka fyrstu greiðsluna frá þér. Ef þú fengir fund þar sem þér væri sagt í eigin persónu hvað stéttarfélagið aðstoðar með, þá myndi það hjálpa.“ Að hennar mati þarf að hafa aðgengilegri upplýsingar fyrir konur af erlendum uppruna hvaða möguleika þær hafa ef þær skilja við manninn sinn eftir að hafa fengið dvalarleyfi vegna hans. Brenda telur líka að það þurfi að bjóða alltaf upp á túlkaþjónustu, sérstaklega í skilnaðarmálum. Hún veit um konur sem hafa afsalað sér forræði, tekið yfir lán og fleira einfaldlega bara af því að þær vissu ekki hvað þær voru að skrifa undir. „Þetta er ekki rétt. Af hverju áttu að þurfa að treysta manninum sem þú ert að skilja við? Sumar konur eru brotnar þegar þær skilja og þær eru ekki að hugsa skýrt. Þá þurfa þær einhvern með sér í liði og í þessu tilfelli á það að vera hið opinbera.“Tengir við þennan óttaBrenda segir að þegar hún hafi lesið sögur kvenna af erlendum uppruna í MeToo hópnum hafi hún hugsað að þetta hafi hún séð þau ár sem hún hefur dvalið hér á landi. „Þetta gerist aftur og aftur. Mismunandi einstaklingar en sömu hlutirnir. Ég hef verið svo pirruð yfir því að sjá aðrar konur af erlendum uppruna ganga í gegnum þetta og geta ekkert gert.“ Brenda segir að það hafi verið fallegt að sjá konurnar treysta hver annarri og deila sínum reynslusögum. Málstaðurinn sé góður og augljóslega hefðu margar verið að halda inni sínum sársauka og fundið létti við að segja frá. Sjálf tengdi hún við margar af sögunum. „Ég hugsaði bara þegar ég las þessar sögur, af hverju eru konurnar enn í þessari stöðu? Af hverju leyfðu þær sér að lenda í þessum aðstæðum? Eina svarið sem mér dettur í hug er ótti. Ég tengi við þennan ótta. Ég var kannski ekki lamin eða mér nauðgað en ég hef verið í aðstæðum þar sem ótti hélt mér fastri.“ Konur óttast að missa dvalarleyfið ef þær hætta í vinnunni. Hún þekkir líka mörg dæmi um hjónabönd íslenskra karla og kvenna af erlendum uppruna þar sem maðurinn hótar að taka barnið eða börnin af konunni ef hún talar um að fara eða ákveður að skilja. „Svo segja þeir að þeir muni sjá til þess að þeim verði vísað úr landi. Þeir hóta að taka barnið og henda þér út. Eftir að hafa verið hér í mörg ár þá veit ég að þetta er ekki rétt, það eru leiðir í kringum það. En þegar þú ert í þessum aðstæðum þá veistu það ekki og þú vilt ekki taka þá áhættu. Ef það viðkemur barninu þínu, þorir þú ekki að taka áhættuna. Konurnar verða fastar og það sem gerist er að þær verða brotnar.“ Brenda segir að margar af þessum konum eigi ekki tengslanet hér á landi nema kannski fjölskyldu eiginmannsins og helmingur þeirra þori aldrei að stíga fram eða leita sér aðstoðar. Karlar leyfi sér að brjóta á þeim í vinnu eða í hjónabandinu af því að þeir vita að þær halda að þær séu fastar í aðstæðunum.Brenda á tvö börn með íslenskum mönnum og segir að þau fái betra líf á Íslandi en í Úganda. vísir/VilhelmMenntunin ekki metinÞegar Brenda ákvað að flytja til Íslands vonaði hún að það væri til framtíðar. Hún vildi eignast fjölskyldu án þess að hafa áhyggjur af börnunum sínum, fá vinnu sem borgaði nóg svo hún gæti sent peninga til fjölskyldu sinnar í Úganda. Hún vildi geta gengið um borgina sína seint á kvöldin án þess að þurfa að hafa áhyggjur af því að vera nauðgað eða myrt og búa í landi sem væri ekki eins spillt og Úganda. Brenda á tvö börn sem hún deilir forræði yfir með sínum fyrrverandi. Hún er ánægð með að börnin sín fái þau tækifæri sem bjóðast hér og að þau séu betri en myndu bjóðast þeim í Úganda. „Það er öruggara hér og þau eiga rétt á menntun, burtséð frá mínum tekjum. Þetta er betra tækifæri fyrir börn. Ef ég ætti ekki börn væri ég flutt héðan.“ Hún nefnir þá England og bendir á að þar fái innflytjendur frekar vinnu og laun tengt sinni menntun. Brenda lærði blaðamennsku í Úganda og starfaði sem blaðamaður áður en hún flutti til Íslands. Hún fékk sína menntun ekki metna hér á landi, hvorki í atvinnuleit eða þegar hún vildi mennta sig meira. „Ég barðist við Menntamálaráðuneytið í þrjú ár til þess að fá námið mitt metið svo ég gæti farið í háskólanám hér á landi“ Á endanum gekk þetta upp eftir mikið vesen og fór Brenda í BA-nám í ensku og útskrifaðist með háskólagráðu sem hún hélt að yrði metin hér á landi. „Ég átti börn þegar ég var í námi og gat ekki verið í fullu starfi svo ég þurfti að taka námslán. En gráðan mín er ekki metin neitt, í síðasta starfi hafði það engin áhrif á launin mín.“ Hún sér þó ekki eftir því að hafa farið í nám. „Af því að ég kem frá Afríku þá halda sumir að ég sé vitlaus, að ég komi úr frumskóginum. Þetta er leiðinlegt en þetta er raunveruleikinn. Ég gerði þetta til að verða hluti af samfélaginu.“Ætlar ekki að skipta um nafnBrenda hefur upplifað fordóma í ýmsum útgáfum þessi ár sem hún hefur búið hér á landi. „Þetta er sorglegt. Til dæmis er ég núna búin að leita að vinnu í nokkra mánuði og íslenskir vinir mínir, góðir vinir sem vilja mér vel, hafa stungið upp á því að ég breyti um nafn. Þegar margir sækja um störfin sé auðveldara að velja einhvers-dóttir.“ Hún viðurkennir að það sé auðvitað erfitt að vera án atvinnu og að hún sé hrædd. Brenda ætlar þó ekki að skipta um nafn eða sleppa að setja mynd á ferilskrána til þess að auka líkur sínar á að einhver lesi hana eða bjóði henni atvinnuviðtal. „Við töpum okkur sjálfum þegar við flytjum til annars lands. Við töpum hluta af okkur og reynum að halda fast í hitt. Að breyta nafninu mínu væri fyrir mig að tapa meiru af sjálfri mér. Nafnið mitt er það eina sem skilgreinir mig sem konu frá Úganda, sem sýnir að ég er frá Afriku. Ég tala íslensku, ég er með kennitölu, ég er með vegabréf. Nafnið mitt er mikilvægt fyrir mig.“ MeToo Tengdar fréttir Okkur er sagt að „drullast aftur heim til okkar“ Elín Kristjánsdóttir segir að mörgum konum af erlendum uppruna sé ógnað af mönnum sem nýta sér þekkingarleysi þeirra og berskjaldaða stöðu. 30. janúar 2018 10:30 Hótað að börnin verði tekin af þeim og þær svo sendar úr landi Formaður Samtaka kvenna af erlendum uppruna telur að konurnar þori oft ekki að flýja aðstæður þar sem þær verða fyrir áreitni eða ofbeldi, af ótta við hvaða afleiðingar það hafi. 1. febrúar 2018 09:15 Þingkona með æluna í hálsinum eftir sögur erlendra kvenna Þingkonur klæddust svörtu og lýstu yfir stuðningi við metoo-byltinguna á þingi í dag. 31. janúar 2018 16:05 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Brenda Asiimire flutti til Íslands frá Úganda fyrir 14 árum síðan. Hún kom til landsins til þess að vera Au-pair fyrir íslenska fjölskyldu og var það erfið reynsla. Hún hefur síðan þá starfað á hóteli, á veitingastað, sem ritari og fleira. Nú er hún atvinnulaus af því að hún hætti á síðasta vinnustað vegna kynferðislegrar áreitni yfirmanns. „Mér fannst ég svo vanmáttug og ég vil aldrei upplifa þá tilfinningu,“ segir Brenda um líðan sína þegar yfirmaðurinn byrjaði að vera óviðeigandi við hana. Hann reyndi að fá hana á stefnumót með sér, boð sem hún hafnaði samstundis. „Við vorum að tala saman um vinnuna þegar hann spyr hvort ég vilji fara með sér á stefnumót. Ég sagði nei og hélt að sem fullorðinn einstaklingur gæti hann borið virðingu fyrir því svari. Ég sagði honum að ég væri að vinna fyrir hann svo ég vildi það ekki.“ Yfirmaðurinn tók þessu ekki vel og gerði það hennar vinnuaðstæður mjög óþægilegar. „Aðstæðurnar voru að versna og ég vissi ekki hvað ég ætti að gera, mér fannst ég valdlaus og var reið,“ segir Brenda. Hún íhugaði að hafa samband við stéttarfélagið sitt en hætti svo við það, þar sem hún vissi ekki hvort það myndi gera gagn. „Ég vissi ekki hvað myndi gerast. Það hefði getað gert vinnuaðstæður mínar enn verri.“Sér eftir að hafa hættHún hafði fyrir áreitnina nefnt við yfirmanninn að hún gæti þurft að fara að leita sér að annarri vinnu eftir að vöktunum hennar var breytt. Hún hafði þó ekki sagt upp eða byrjað að leita að annarri vinnu. „Vaktirnar mínar voru þá til átta á kvöldin. Ég þurfti að fara klukkan fjögur og sækja börnin, koma þeim fyrir og fara svo aftur í vinnuna.“ Eftir að hún hafnaði honum, notaði yfirmaðurinn þá tækifærið og réð aðra samstundis og ætlaði að láta Brendu byrja að þjálfa þennan nýja starfsmann. Brenda hætti og hafði yfirmaðurinn þá strax samband daginn eftir og reyndi að fá hana til þess að hitta sig. „Hann var augljóslega skíthæll. En hefði hann komið svona fram við íslenskan starfsmann? Kannski var þetta ekki besta ákvörðunin, að hætta. Kannski hefði ég getað fengið aðstoð einhvers staðar frá, en ég vissi ekki hvert ég ætti að leita.“ „Ég var svo reið. En ef ég hefði vitað að ég yrði atvinnulaus í marga mánuði þá hefði ég ekki hætt.“Við heyrum margar sögur af alls konar ofbeldi gegn erlendum konum. Rúmlega helmingur dvalarkvenna á ári er af erlendum uppruna, sagði Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, eftir að konur af erlendum uppruna stigu fram með sínar sögur.vísir/stefánNauðsynlegt að fræða fólk beturBrenda segir að innflytjendur fái ekki næga fræðslu um sín réttindi. Ef að þau væru meðvituð um þau, og vinnuveitendur og aðrir vissu af því, væri kannski minna um misbeitingu valds, áreitni og annað slíkt á vinnustöðum. „Til dæmis ef stéttarfélagið myndi boða þig á fund strax og þeir móttaka fyrstu greiðsluna frá þér. Ef þú fengir fund þar sem þér væri sagt í eigin persónu hvað stéttarfélagið aðstoðar með, þá myndi það hjálpa.“ Að hennar mati þarf að hafa aðgengilegri upplýsingar fyrir konur af erlendum uppruna hvaða möguleika þær hafa ef þær skilja við manninn sinn eftir að hafa fengið dvalarleyfi vegna hans. Brenda telur líka að það þurfi að bjóða alltaf upp á túlkaþjónustu, sérstaklega í skilnaðarmálum. Hún veit um konur sem hafa afsalað sér forræði, tekið yfir lán og fleira einfaldlega bara af því að þær vissu ekki hvað þær voru að skrifa undir. „Þetta er ekki rétt. Af hverju áttu að þurfa að treysta manninum sem þú ert að skilja við? Sumar konur eru brotnar þegar þær skilja og þær eru ekki að hugsa skýrt. Þá þurfa þær einhvern með sér í liði og í þessu tilfelli á það að vera hið opinbera.“Tengir við þennan óttaBrenda segir að þegar hún hafi lesið sögur kvenna af erlendum uppruna í MeToo hópnum hafi hún hugsað að þetta hafi hún séð þau ár sem hún hefur dvalið hér á landi. „Þetta gerist aftur og aftur. Mismunandi einstaklingar en sömu hlutirnir. Ég hef verið svo pirruð yfir því að sjá aðrar konur af erlendum uppruna ganga í gegnum þetta og geta ekkert gert.“ Brenda segir að það hafi verið fallegt að sjá konurnar treysta hver annarri og deila sínum reynslusögum. Málstaðurinn sé góður og augljóslega hefðu margar verið að halda inni sínum sársauka og fundið létti við að segja frá. Sjálf tengdi hún við margar af sögunum. „Ég hugsaði bara þegar ég las þessar sögur, af hverju eru konurnar enn í þessari stöðu? Af hverju leyfðu þær sér að lenda í þessum aðstæðum? Eina svarið sem mér dettur í hug er ótti. Ég tengi við þennan ótta. Ég var kannski ekki lamin eða mér nauðgað en ég hef verið í aðstæðum þar sem ótti hélt mér fastri.“ Konur óttast að missa dvalarleyfið ef þær hætta í vinnunni. Hún þekkir líka mörg dæmi um hjónabönd íslenskra karla og kvenna af erlendum uppruna þar sem maðurinn hótar að taka barnið eða börnin af konunni ef hún talar um að fara eða ákveður að skilja. „Svo segja þeir að þeir muni sjá til þess að þeim verði vísað úr landi. Þeir hóta að taka barnið og henda þér út. Eftir að hafa verið hér í mörg ár þá veit ég að þetta er ekki rétt, það eru leiðir í kringum það. En þegar þú ert í þessum aðstæðum þá veistu það ekki og þú vilt ekki taka þá áhættu. Ef það viðkemur barninu þínu, þorir þú ekki að taka áhættuna. Konurnar verða fastar og það sem gerist er að þær verða brotnar.“ Brenda segir að margar af þessum konum eigi ekki tengslanet hér á landi nema kannski fjölskyldu eiginmannsins og helmingur þeirra þori aldrei að stíga fram eða leita sér aðstoðar. Karlar leyfi sér að brjóta á þeim í vinnu eða í hjónabandinu af því að þeir vita að þær halda að þær séu fastar í aðstæðunum.Brenda á tvö börn með íslenskum mönnum og segir að þau fái betra líf á Íslandi en í Úganda. vísir/VilhelmMenntunin ekki metinÞegar Brenda ákvað að flytja til Íslands vonaði hún að það væri til framtíðar. Hún vildi eignast fjölskyldu án þess að hafa áhyggjur af börnunum sínum, fá vinnu sem borgaði nóg svo hún gæti sent peninga til fjölskyldu sinnar í Úganda. Hún vildi geta gengið um borgina sína seint á kvöldin án þess að þurfa að hafa áhyggjur af því að vera nauðgað eða myrt og búa í landi sem væri ekki eins spillt og Úganda. Brenda á tvö börn sem hún deilir forræði yfir með sínum fyrrverandi. Hún er ánægð með að börnin sín fái þau tækifæri sem bjóðast hér og að þau séu betri en myndu bjóðast þeim í Úganda. „Það er öruggara hér og þau eiga rétt á menntun, burtséð frá mínum tekjum. Þetta er betra tækifæri fyrir börn. Ef ég ætti ekki börn væri ég flutt héðan.“ Hún nefnir þá England og bendir á að þar fái innflytjendur frekar vinnu og laun tengt sinni menntun. Brenda lærði blaðamennsku í Úganda og starfaði sem blaðamaður áður en hún flutti til Íslands. Hún fékk sína menntun ekki metna hér á landi, hvorki í atvinnuleit eða þegar hún vildi mennta sig meira. „Ég barðist við Menntamálaráðuneytið í þrjú ár til þess að fá námið mitt metið svo ég gæti farið í háskólanám hér á landi“ Á endanum gekk þetta upp eftir mikið vesen og fór Brenda í BA-nám í ensku og útskrifaðist með háskólagráðu sem hún hélt að yrði metin hér á landi. „Ég átti börn þegar ég var í námi og gat ekki verið í fullu starfi svo ég þurfti að taka námslán. En gráðan mín er ekki metin neitt, í síðasta starfi hafði það engin áhrif á launin mín.“ Hún sér þó ekki eftir því að hafa farið í nám. „Af því að ég kem frá Afríku þá halda sumir að ég sé vitlaus, að ég komi úr frumskóginum. Þetta er leiðinlegt en þetta er raunveruleikinn. Ég gerði þetta til að verða hluti af samfélaginu.“Ætlar ekki að skipta um nafnBrenda hefur upplifað fordóma í ýmsum útgáfum þessi ár sem hún hefur búið hér á landi. „Þetta er sorglegt. Til dæmis er ég núna búin að leita að vinnu í nokkra mánuði og íslenskir vinir mínir, góðir vinir sem vilja mér vel, hafa stungið upp á því að ég breyti um nafn. Þegar margir sækja um störfin sé auðveldara að velja einhvers-dóttir.“ Hún viðurkennir að það sé auðvitað erfitt að vera án atvinnu og að hún sé hrædd. Brenda ætlar þó ekki að skipta um nafn eða sleppa að setja mynd á ferilskrána til þess að auka líkur sínar á að einhver lesi hana eða bjóði henni atvinnuviðtal. „Við töpum okkur sjálfum þegar við flytjum til annars lands. Við töpum hluta af okkur og reynum að halda fast í hitt. Að breyta nafninu mínu væri fyrir mig að tapa meiru af sjálfri mér. Nafnið mitt er það eina sem skilgreinir mig sem konu frá Úganda, sem sýnir að ég er frá Afriku. Ég tala íslensku, ég er með kennitölu, ég er með vegabréf. Nafnið mitt er mikilvægt fyrir mig.“
MeToo Tengdar fréttir Okkur er sagt að „drullast aftur heim til okkar“ Elín Kristjánsdóttir segir að mörgum konum af erlendum uppruna sé ógnað af mönnum sem nýta sér þekkingarleysi þeirra og berskjaldaða stöðu. 30. janúar 2018 10:30 Hótað að börnin verði tekin af þeim og þær svo sendar úr landi Formaður Samtaka kvenna af erlendum uppruna telur að konurnar þori oft ekki að flýja aðstæður þar sem þær verða fyrir áreitni eða ofbeldi, af ótta við hvaða afleiðingar það hafi. 1. febrúar 2018 09:15 Þingkona með æluna í hálsinum eftir sögur erlendra kvenna Þingkonur klæddust svörtu og lýstu yfir stuðningi við metoo-byltinguna á þingi í dag. 31. janúar 2018 16:05 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Okkur er sagt að „drullast aftur heim til okkar“ Elín Kristjánsdóttir segir að mörgum konum af erlendum uppruna sé ógnað af mönnum sem nýta sér þekkingarleysi þeirra og berskjaldaða stöðu. 30. janúar 2018 10:30
Hótað að börnin verði tekin af þeim og þær svo sendar úr landi Formaður Samtaka kvenna af erlendum uppruna telur að konurnar þori oft ekki að flýja aðstæður þar sem þær verða fyrir áreitni eða ofbeldi, af ótta við hvaða afleiðingar það hafi. 1. febrúar 2018 09:15
Þingkona með æluna í hálsinum eftir sögur erlendra kvenna Þingkonur klæddust svörtu og lýstu yfir stuðningi við metoo-byltinguna á þingi í dag. 31. janúar 2018 16:05