Býr til nýtt umhverfi, betra líf og nýja von Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 1. febrúar 2018 10:45 Katrín við eitt verkið í bjargvættarseríunni þar sem sonur hennar situr fyrir. Vísir/Stefán Segja má að verkin á sýningunni skiptist í tvö skaut, annars vegar virðingu fyrir lífshlaupi sérhverrar persónu, hins vegar áhyggjur af framtíðinni,“ segir Katrín Matthíasdóttir listmálari um inntak sýningarinnar Hið augljósa sem verður opnuð í Galleríi Fold við Rauðarárstíg klukkan 18 á morgun, föstudag. Katrín er hugsjónakona og verk hennar endurspegla það. „Auðvitað geta áhorfendur túlkað verkin á sinn hátt, þannig á það að vera,“ segir hún. „Ég sá að verk eftir Leonardo da Vinci seldist í lok síðasta árs á 46 milljarða króna, sem er auðvitað klikkun. Verkið á að sýna bjargvætt heimsins, sem í augum Da Vincis er Jesú. Í mínum augum er það mannkynið sjálft því við þurfum öll að leggja okkar af mörkum til að leysa þau vandamál sem steðja að okkur. Ég setti son minn í stellingar þar sem hann er að blessa heiminn með annarri hendi og í hinni heldur hann á kúlu sem er jörðin.“Maðurinn með jörðina í hendi sér.Katrín segir myndirnar raðast upp í seríur. „Ég set minn bjargvætt meðal annars fyrir framan blokk. Það táknar að við erum orðin aðþrengd en jörðin er okkar eina athvarf og við megum ekki ganga of hratt á auðlindir hennar því fleiri koma á eftir okkur. Svo eru barnsaugu sem minna okkur á að vinna að brýnum málum. Við erum með lausnirnar og verðum að setja fókus á þær.“ Synir Katrínar, þrír að tölu, koma fyrir í mörgum verkum hennar. Skyldu þeir hafa mikla þolinmæði til að sitja fyrir? „Ég tek helling af ljósmyndum af þeim en annar tvíburinn minn, sem er sextán ára, gat nú alveg setið kyrr í nokkurn tíma um daginn!“Mynd úr seríunni Augnablik í alheiminum.Svo eru níu vatnslitaverk. „Ég strekki pappírinn á blindramma og þar mála ég börn sem ég finn myndir af í mannheimum, netheimum, oft börn sem hafa séð hluti sem þau eiga ekki að hafa upplifað, og bý til nýtt umhverfi, betra líf og nýja von,“ lýsir listakonan. Þess utan er hún með fjögur verk sem túlka lífsskeiðin fjögur, bernsku, ungdóm, fullorðinsár og elli. „Bara til að undirstrika að öll göngum við í gegnum það sama, ef við fáum að lifa, berum sömu tilfinningar og væntingar,“ segir Katrín. „Því þurfum við að jafna möguleikana milli fólks.“ Menning Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Segja má að verkin á sýningunni skiptist í tvö skaut, annars vegar virðingu fyrir lífshlaupi sérhverrar persónu, hins vegar áhyggjur af framtíðinni,“ segir Katrín Matthíasdóttir listmálari um inntak sýningarinnar Hið augljósa sem verður opnuð í Galleríi Fold við Rauðarárstíg klukkan 18 á morgun, föstudag. Katrín er hugsjónakona og verk hennar endurspegla það. „Auðvitað geta áhorfendur túlkað verkin á sinn hátt, þannig á það að vera,“ segir hún. „Ég sá að verk eftir Leonardo da Vinci seldist í lok síðasta árs á 46 milljarða króna, sem er auðvitað klikkun. Verkið á að sýna bjargvætt heimsins, sem í augum Da Vincis er Jesú. Í mínum augum er það mannkynið sjálft því við þurfum öll að leggja okkar af mörkum til að leysa þau vandamál sem steðja að okkur. Ég setti son minn í stellingar þar sem hann er að blessa heiminn með annarri hendi og í hinni heldur hann á kúlu sem er jörðin.“Maðurinn með jörðina í hendi sér.Katrín segir myndirnar raðast upp í seríur. „Ég set minn bjargvætt meðal annars fyrir framan blokk. Það táknar að við erum orðin aðþrengd en jörðin er okkar eina athvarf og við megum ekki ganga of hratt á auðlindir hennar því fleiri koma á eftir okkur. Svo eru barnsaugu sem minna okkur á að vinna að brýnum málum. Við erum með lausnirnar og verðum að setja fókus á þær.“ Synir Katrínar, þrír að tölu, koma fyrir í mörgum verkum hennar. Skyldu þeir hafa mikla þolinmæði til að sitja fyrir? „Ég tek helling af ljósmyndum af þeim en annar tvíburinn minn, sem er sextán ára, gat nú alveg setið kyrr í nokkurn tíma um daginn!“Mynd úr seríunni Augnablik í alheiminum.Svo eru níu vatnslitaverk. „Ég strekki pappírinn á blindramma og þar mála ég börn sem ég finn myndir af í mannheimum, netheimum, oft börn sem hafa séð hluti sem þau eiga ekki að hafa upplifað, og bý til nýtt umhverfi, betra líf og nýja von,“ lýsir listakonan. Þess utan er hún með fjögur verk sem túlka lífsskeiðin fjögur, bernsku, ungdóm, fullorðinsár og elli. „Bara til að undirstrika að öll göngum við í gegnum það sama, ef við fáum að lifa, berum sömu tilfinningar og væntingar,“ segir Katrín. „Því þurfum við að jafna möguleikana milli fólks.“
Menning Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira