Sigmundur Davíð segir vogunarsjóðina aftur hafa tekið völdin Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 16. febrúar 2018 12:41 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir kaldhæðnislegt að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hafi með sölunni hjálpað Vinstri Grænum að klára fjármálagjörninga úr tíð Vinstristjórnarinnar árið 2009. Vísir/stefán Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að verðið fyrir hlut ríkisins á Arion banka blikni við hliðina á því tækifæri sem ríkið hafi misst af við að endurskipuleggja fjármálakerfið. Hann segir það kaldhæðnislegt að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hafi með þessu hjálpað Vinstri Grænum að klára fjármálagjörninga úr tíð Vinstristjórnarinnar árið 2009. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að að 23,4 milljarðar króna fyrir 13 prósenta hlut ríkisins í Arion banka sé viðunandi ávöxtun á því fé sem ríkið setti inn í bankann við fjármögnun hans árið 2009. Kaupskil, dótturfélag Kaupþings, virkjaði í gær kauprétt á hlutnum.Vogunarsjóðirnir hafa tekið völdin Sigmundur Davíð segir þetta mikil vonbrigði en hann hefur ítrekað varað við því að ríkið selji frá sér hlut sinn í bankanum en hann hefur sagt Arion banka lykilinn í því að endurskipuleggja fjármálakerfið. Hann segir kaupverðið ekki nóg til að réttlæta sölu ríkisins á eignarhlutnum. „Fjármálaráðherra telur þetta ágætis ávöxtun og er þá að miða við það sem gert var 2009. Mér finnst það undarleg nálgun. Í fyrsta lagi er þetta um 80 prósent af bókfærðu virði eigna bankans þannig aðþetta nær ekki einu sinni bókfærðu virði eigna, en látum það liggja á milli hluta. Verðið er ekki aðalatriðið í þessu finnst mér, heldur sú staðreynd að stjórnvöld eru þarna búin að missa tök á atburðarásinni. Að því er virðist endanlega missa tækifærið til að endurskipuleggja fjármálakerfið, til þess að klára það sem lagt var upp með 2013 og hafði skilað ótrúlegum árangri. Vogunarsjóðirnar hafa aftur tekið völdin og má má segja að kaldhæðni málsins sé sú að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn séu að hjálpa Vinstri grænum að klára samningana frá 2009, segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Salan á Arion banka Tengdar fréttir Bjarni segir verð fyrir hlut í Arion banka fela í sér viðunandi ávöxtun Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir að 23,4 milljarðar króna fyrir 13 prósenta hlut ríkisins í Arion banka sé viðunandi ávöxtun á því fé sem ríkið setti inn í bankann við fjármögnun hans árið 2009. Kaupskil, dótturfélag Kaupþings, hefur virkjað kauprétt á hlutnum og fundaði ráðherranefnd um efnahagsmál um málið síðdegis í dag. 15. febrúar 2018 19:15 Ætla að nýta kauprétt á hlut ríkisins í Arion banka Kaupskil, dótturfélag Kaupþings ehf, hefur tilkynnt Bankasýslu ríkisins um að félagið hyggist nýta sér kauprétt á kauprétt á þrettán prósent hlut ríkisins í Arion banka hf. Kaupverðið er 23,4 milljarðar króna. 15. febrúar 2018 10:29 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Fleiri fréttir Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að verðið fyrir hlut ríkisins á Arion banka blikni við hliðina á því tækifæri sem ríkið hafi misst af við að endurskipuleggja fjármálakerfið. Hann segir það kaldhæðnislegt að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hafi með þessu hjálpað Vinstri Grænum að klára fjármálagjörninga úr tíð Vinstristjórnarinnar árið 2009. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að að 23,4 milljarðar króna fyrir 13 prósenta hlut ríkisins í Arion banka sé viðunandi ávöxtun á því fé sem ríkið setti inn í bankann við fjármögnun hans árið 2009. Kaupskil, dótturfélag Kaupþings, virkjaði í gær kauprétt á hlutnum.Vogunarsjóðirnir hafa tekið völdin Sigmundur Davíð segir þetta mikil vonbrigði en hann hefur ítrekað varað við því að ríkið selji frá sér hlut sinn í bankanum en hann hefur sagt Arion banka lykilinn í því að endurskipuleggja fjármálakerfið. Hann segir kaupverðið ekki nóg til að réttlæta sölu ríkisins á eignarhlutnum. „Fjármálaráðherra telur þetta ágætis ávöxtun og er þá að miða við það sem gert var 2009. Mér finnst það undarleg nálgun. Í fyrsta lagi er þetta um 80 prósent af bókfærðu virði eigna bankans þannig aðþetta nær ekki einu sinni bókfærðu virði eigna, en látum það liggja á milli hluta. Verðið er ekki aðalatriðið í þessu finnst mér, heldur sú staðreynd að stjórnvöld eru þarna búin að missa tök á atburðarásinni. Að því er virðist endanlega missa tækifærið til að endurskipuleggja fjármálakerfið, til þess að klára það sem lagt var upp með 2013 og hafði skilað ótrúlegum árangri. Vogunarsjóðirnar hafa aftur tekið völdin og má má segja að kaldhæðni málsins sé sú að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn séu að hjálpa Vinstri grænum að klára samningana frá 2009, segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Salan á Arion banka Tengdar fréttir Bjarni segir verð fyrir hlut í Arion banka fela í sér viðunandi ávöxtun Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir að 23,4 milljarðar króna fyrir 13 prósenta hlut ríkisins í Arion banka sé viðunandi ávöxtun á því fé sem ríkið setti inn í bankann við fjármögnun hans árið 2009. Kaupskil, dótturfélag Kaupþings, hefur virkjað kauprétt á hlutnum og fundaði ráðherranefnd um efnahagsmál um málið síðdegis í dag. 15. febrúar 2018 19:15 Ætla að nýta kauprétt á hlut ríkisins í Arion banka Kaupskil, dótturfélag Kaupþings ehf, hefur tilkynnt Bankasýslu ríkisins um að félagið hyggist nýta sér kauprétt á kauprétt á þrettán prósent hlut ríkisins í Arion banka hf. Kaupverðið er 23,4 milljarðar króna. 15. febrúar 2018 10:29 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Fleiri fréttir Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni Sjá meira
Bjarni segir verð fyrir hlut í Arion banka fela í sér viðunandi ávöxtun Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir að 23,4 milljarðar króna fyrir 13 prósenta hlut ríkisins í Arion banka sé viðunandi ávöxtun á því fé sem ríkið setti inn í bankann við fjármögnun hans árið 2009. Kaupskil, dótturfélag Kaupþings, hefur virkjað kauprétt á hlutnum og fundaði ráðherranefnd um efnahagsmál um málið síðdegis í dag. 15. febrúar 2018 19:15
Ætla að nýta kauprétt á hlut ríkisins í Arion banka Kaupskil, dótturfélag Kaupþings ehf, hefur tilkynnt Bankasýslu ríkisins um að félagið hyggist nýta sér kauprétt á kauprétt á þrettán prósent hlut ríkisins í Arion banka hf. Kaupverðið er 23,4 milljarðar króna. 15. febrúar 2018 10:29