Forseti ASÍ segir tvísýnt um uppsögn samninga í atkvæðagreiðslu Heimir Már Pétursson skrifar 28. febrúar 2018 12:05 Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, við upphaf formannafundarins í morgun. vísir/heimir már Forseti Alþýðusambandsins segir forsendubrest samninga frá því í janúar í fyrra enn vera fyrir hendi. Þá hafi hins vegar verið frestað að taka á honum Hann segir ómögulegt að segja hvernig atkvæðagreiðsla formanna aðildarfélaga sambandsins um framtíð gildandi kjarasamninga fari. Gylfi Arnbjörnsson forseti Alþýðusambandsins sagði tilfinningar hans fyrir niðurstöðu formannafundarsins blendnar rétt áður en hann hélt inn á fundinn. En áður en hann hófst fundaði átta manna samninganefnd ASÍ þar sem tillaga Gylfa um að ákvörðunin um framtíð samninganna muni hvíla á ákvörðun formannafundarins. „Það eru bara átta í samninganefndinni sem er með umboð okkar félagsmanna. Í ljósi þess að það eru skiptar skoðanir um framhaldið fannst mér mikilvægt að formenn okkar aðildarfélaga, þar sem frumumboð til kjarasamninga liggur, hafi mjög beina aðkomu að bæði umræðu um þetta en líka ákvörðun. Það er einróma niðurstaða samninganefndarinnar að leggja þetta þá til inn á formannafundinn,“ sagði Gylfi. Samninganefndin muni því koma saman að loknum formannafundinum þar sem niðurstaða hans verði niðurstaða samninganefndarinnar í viðræðum við Samtök atvinnulífsins. Í atkvæðagreiðslunni á eftir er horft bæði til meirihluta atkvæða formannanna og meirihluta þeirra félagsmanna sem eru að baki þeim. En VR og Efling mynda sameiginlega meirihluta félagsmanna innan ASÍ. „Það er rík krafa hér um samstöðu. Að minnsta kosti þannig að það séu margir sem standi að baki ákvörðuninni og við erum að beita því ákvæði hér í kannski fyrsta sinn. Það er vegna þess að við teljum að það þurfi að vera skulum við segja ríkur vilji í okkar hreyfingu fyrir þeirri niðurstöðu sem verður,“ segir Gylfi.Forsendubrestur frá í fyrra enn til staðar Eftir að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti aðgerðir ríkisstjórnarinnar í tengslum við kjarasamninga í gær, sagði hún augljóst að erfiðara yrði að ræða framhaldið um breytingar á skatta- og bótakerfi ef samningum yrði slitið. En hækkun atvinnuleysisbóta og greiðslna úr tryggingasjóði launa stæðu þó hver sem niðurstaða formannanna yrði. „Það kann vel að vera og þá bæði við stjórnvöld og atvinnurekendur að það að slíta kjarasamningi og fara í nýja samningalotu kunni að leiða til þess. Það breytir því ekki að ábyrgð okkar sameignlega er síðan að ná saman. Þannig að ég í sjálfu sér geri ekkert mikið úr því. Ég taldi og fagnaði því við forsætisráðherra í gær að þessi ákvörðun varðandi atvinnuleysisbætur og ábyrgðasjóð launa er bara einfaldlega réttlætismál,“ segir forseti ASÍ. Í janúar í fyrra voru ASÍ og Samtök atvinnulífsins sammála um að forsendur samninga væru brostnar. Nú telja Samtök atvinnulífsins forsendur hins vegar ekki brostnar. Gylfi segir forsendubrestinn frá í fyrra ekki hafa farið neitt og hann sé enn til staðar. „Það sem við gerðum í fyrra var að fresta viðbragði við þeim forsendubresti. Við teljum einfaldlega að skilyrði þess að heimild okkar til uppsagnar falli niður hafi ekki verið mætt. Þannig að það er í sjálfu sér þá ekki deila um hvort það er nýr forsendubrestur heldur hvort að heimild okkar hafi fallið niður. Um þetta er bara ágreiningur,“ segir Gylfi Arnbjörnsson. Fundi formannanna gæti jafnvel lokið fyrr en áætlað var, það er að segja fyrir klukkan þrjú. Kjaramál Tengdar fréttir Ögurstund runnin upp á vinnumarkaði Kjarasamningar um 100 þúsund manns gætu orðið lausir í dag. Formannafundur ASÍ hefur lokaorðið í þeim efnum. 28. febrúar 2018 07:00 Formannafundur ASÍ hafinn Á fundinum fer fram leynileg rafræn atkvæðagreiðsla um uppsögn kjarasamninga. 28. febrúar 2018 11:30 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Forseti Alþýðusambandsins segir forsendubrest samninga frá því í janúar í fyrra enn vera fyrir hendi. Þá hafi hins vegar verið frestað að taka á honum Hann segir ómögulegt að segja hvernig atkvæðagreiðsla formanna aðildarfélaga sambandsins um framtíð gildandi kjarasamninga fari. Gylfi Arnbjörnsson forseti Alþýðusambandsins sagði tilfinningar hans fyrir niðurstöðu formannafundarsins blendnar rétt áður en hann hélt inn á fundinn. En áður en hann hófst fundaði átta manna samninganefnd ASÍ þar sem tillaga Gylfa um að ákvörðunin um framtíð samninganna muni hvíla á ákvörðun formannafundarins. „Það eru bara átta í samninganefndinni sem er með umboð okkar félagsmanna. Í ljósi þess að það eru skiptar skoðanir um framhaldið fannst mér mikilvægt að formenn okkar aðildarfélaga, þar sem frumumboð til kjarasamninga liggur, hafi mjög beina aðkomu að bæði umræðu um þetta en líka ákvörðun. Það er einróma niðurstaða samninganefndarinnar að leggja þetta þá til inn á formannafundinn,“ sagði Gylfi. Samninganefndin muni því koma saman að loknum formannafundinum þar sem niðurstaða hans verði niðurstaða samninganefndarinnar í viðræðum við Samtök atvinnulífsins. Í atkvæðagreiðslunni á eftir er horft bæði til meirihluta atkvæða formannanna og meirihluta þeirra félagsmanna sem eru að baki þeim. En VR og Efling mynda sameiginlega meirihluta félagsmanna innan ASÍ. „Það er rík krafa hér um samstöðu. Að minnsta kosti þannig að það séu margir sem standi að baki ákvörðuninni og við erum að beita því ákvæði hér í kannski fyrsta sinn. Það er vegna þess að við teljum að það þurfi að vera skulum við segja ríkur vilji í okkar hreyfingu fyrir þeirri niðurstöðu sem verður,“ segir Gylfi.Forsendubrestur frá í fyrra enn til staðar Eftir að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti aðgerðir ríkisstjórnarinnar í tengslum við kjarasamninga í gær, sagði hún augljóst að erfiðara yrði að ræða framhaldið um breytingar á skatta- og bótakerfi ef samningum yrði slitið. En hækkun atvinnuleysisbóta og greiðslna úr tryggingasjóði launa stæðu þó hver sem niðurstaða formannanna yrði. „Það kann vel að vera og þá bæði við stjórnvöld og atvinnurekendur að það að slíta kjarasamningi og fara í nýja samningalotu kunni að leiða til þess. Það breytir því ekki að ábyrgð okkar sameignlega er síðan að ná saman. Þannig að ég í sjálfu sér geri ekkert mikið úr því. Ég taldi og fagnaði því við forsætisráðherra í gær að þessi ákvörðun varðandi atvinnuleysisbætur og ábyrgðasjóð launa er bara einfaldlega réttlætismál,“ segir forseti ASÍ. Í janúar í fyrra voru ASÍ og Samtök atvinnulífsins sammála um að forsendur samninga væru brostnar. Nú telja Samtök atvinnulífsins forsendur hins vegar ekki brostnar. Gylfi segir forsendubrestinn frá í fyrra ekki hafa farið neitt og hann sé enn til staðar. „Það sem við gerðum í fyrra var að fresta viðbragði við þeim forsendubresti. Við teljum einfaldlega að skilyrði þess að heimild okkar til uppsagnar falli niður hafi ekki verið mætt. Þannig að það er í sjálfu sér þá ekki deila um hvort það er nýr forsendubrestur heldur hvort að heimild okkar hafi fallið niður. Um þetta er bara ágreiningur,“ segir Gylfi Arnbjörnsson. Fundi formannanna gæti jafnvel lokið fyrr en áætlað var, það er að segja fyrir klukkan þrjú.
Kjaramál Tengdar fréttir Ögurstund runnin upp á vinnumarkaði Kjarasamningar um 100 þúsund manns gætu orðið lausir í dag. Formannafundur ASÍ hefur lokaorðið í þeim efnum. 28. febrúar 2018 07:00 Formannafundur ASÍ hafinn Á fundinum fer fram leynileg rafræn atkvæðagreiðsla um uppsögn kjarasamninga. 28. febrúar 2018 11:30 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Ögurstund runnin upp á vinnumarkaði Kjarasamningar um 100 þúsund manns gætu orðið lausir í dag. Formannafundur ASÍ hefur lokaorðið í þeim efnum. 28. febrúar 2018 07:00
Formannafundur ASÍ hafinn Á fundinum fer fram leynileg rafræn atkvæðagreiðsla um uppsögn kjarasamninga. 28. febrúar 2018 11:30