Fjarvera samkenndar og hvernig hún birtist í lífinu Magnús Guðmundsson skrifar 3. mars 2018 08:00 Andrey Zvyagintsev, leikstjóri Loveless, segist gera kröfu um nánd í verkum sínum og að slíkt kalli á að gefa sér tíma. Kvikmyndin Loveless eftir rússneska leikstjórann Andrey Zvyagintsev er á meðal fjölmargra spennandi kvikmynda sem verðar sýndar á Stockfish-kvikmyndahátíðinni sem hófst í gær og stendur fram til 11. mars í Bíói Paradís. Loveless hefur hlotið mikið lof víða um heim og þykir jafnvel líkleg til að vinna til Óskarsverðlauna en aðspurður virðist leikstjórinn Andrey Zvyagintsev ekki vera með hugann við þessa upphefð. Fyrir honum er þetta fyrst og síðast spurning um að halda áfram að skapa list. „Það gleður mig þegar vel gengur en núna er hugurinn samt allur við handritsgerð fyrir mína næstu mynd. Mér líður eins og ég blómstri í því sem ég er að gera og ég get ekki séð fyrir mér framtíð án listar, sköpunar og kvikmyndagerðar. Þetta er líf mitt.“ Leikstjórnarferill Andrey Zvyagintsev er í raun ekki ýkja langur. Hann er fæddur árið 1962 og útskrifaðist sem leikari frá leiklistarskólanum í Novosibirsk aðeins tvítugur að aldri og fluttist til Moskvu nokkru síðar þar sem hann starfaði sem leikari án þess að ferill hans næði miklum hæðum. Árið 2000 tók Zvyagintsev svo að sér að leikstýra þremur þáttum í vinsælli sjónvarpsþáttaseríu. Það reyndist eiga einstaklega vel við hann og eftir það sneri hann sér alfarið að leikstjórninni. Hann leikstýrði sinni fyrstu mynd í fullri lengd þremur árum síðar og hans þekktasta mynd til þessa, Leviathan, var árið 2014 tilnefnd til Óskarsverðlauna.Krafa um nánd Andrey Zvyagintsev segir að bakgrunnur hans sem leikara eigi mikinn þátt í að móta hvernig hann vinnur sem leikstjóri og að í því felist kannski einhver sérstaða og þar með velgengni. „Ég veit ekki hvort það er hægt að segja að myndirnar mínar séu leikaramyndir en ég vona að leikararnir séu sannfærandi og að fólk treysti þeim – trúi á það sem þeir eru að gera. Ég veit hvernig leikarar vinna og ég þekki það sem þeir eru að glíma við. Ég man vel hvernig það var að að koma í prufur, standa fyrir framan myndavélina og finna að leikstjórinn hefur ekki minnsta skilning á því sem maður er að gera og það getur verið erfitt. Ágætt dæmi um þetta er rússneskur leikstjóri frá sjöunda áratugnum sem var spurður að því hvernig hann ynni með leikurum. Svarið var einfalt: Ég vinn ekki með þeim, ég borga þeim peninga. Þetta er auðvitað óraveg frá allri skynsemi því ef maður nálgast leikara út frá því að hjálpa honum eða henni til þess að skapa persónu, þá skilar það árangri. Þar kemur mín reynsla sér vel og fyrir hana er ég þakklátur og fyrir vikið sé ég auðvitað ekki eftir þeim árum í lífinu sem ég varði sem leikari.“ Það er sitthvað við kvikmyndina Loveless sem ber þessu gott vitni. Senurnar fá að lifa lengi og leikararnir fá gott rými til að mynda tengsl við áhorfendur. Andrey Zvyagintsev tekur undir þetta og segist elska þessa nánd hvort sem verið er að skoða leikara í ramma eða landslag og þá líka borgarlandslag. „Nánd gerir kröfu til þess að maður gefi sér tíma. Leyfi senum að anda. Í kvikmynd er sagan ekki einvörðungu sögð með samtölum heldur þarf meira til. Það þarf að hugsa um heildina og hleypa áhorfendum inn í þessa veröld. Leyfa þeim að dvelja þar um stund og mynda tengsl við það sem þar á sér stað.“Fjarvera samkenndar Loveless segir sögu óhamingjusamra hjóna sem hafa tekið ákvörðun um að þau verði að skilja. Eiginkonan er í sambandi með öðrum manni en eiginmaðurinn er meira hikandi þar sem skilnaður getur kostað hann gott starf hjá íhaldssömu fyrirtæki. Saman eiga þau einn son sem verður vitni að rifrildi þeirra á milli og hverfur daginn eftir. Foreldrarnir fá litla hjálp frá lögreglunni og leita því til sjálfboðaliðasveitar sem sérhæfir sig í að finna týnd börn. Þó svo grunnsagan sé einföld þá er Loveless gríðarlega áhrifarík mynd sem ýtir við áhorfendum á mörgum plönum. En skyldi það hafa verið eitthvað ákveðið sem varð til þess að Andrey Zvyagintsev ákvað að segja þessa tilteknu sögu? „Nei, í rauninni ekki. Þetta er ekki sönn saga en þetta eru engu að síður raunverulegar aðstæður. Barn hverfur í rússneskri borg og það er litla hjálp að fá frá lögreglunni. Eina hjálpin er í þessum samtökum sem eru raunveruleg og reyna að hjálpa þeim að finna drenginn.“ Er þetta þá spurning um kerfið annars vegar og manneskjur hins vegar? „Já, í Loveless er það tilfellið að einhverju leyti enda er Rússland í miklum umbrotum. Það eitt að þessar aðstæður eru raunverulegar þó svo sagan sé skálduð segir okkur eitthvað. En það er ekkert nýtt að við Rússar séum að takast á við kerfið í okkar skáldskap – takast á við valdið með einum eða öðrum hætti. Í Loveless eru fleiri slík minni á borð við einsemdina í stórborginni.“ Zvyagintsev leggur þó einnig áherslu á að þetta sé ekki pólitísk kvikmynd í þeim skilningi heldur fjalli hún mun fremur um manneskjuna sem slíka. „Þetta er kvikmynd um samkennd eða kannski öllu heldur skort á henni. Þessi skortur eða jafnvel algjöra fjarvera á samkennd er eitt elsta einkenni mannlegs eðlis. Hann birtist með ýmsum hætti í lífinu og nær líka inn í stjórnmálin og kemur þar fram í viðhorfum valdsins til mannslífa.“Skellum skuldinni Í Loveless birtist samfélag sem er um margt svipað því sem við þekkjum á Vesturlöndum þar sem samfélagsmiðlar eru nánast þungamiðjan í lífi fólks. Á sama tíma sjáum við einnig nánast dystopískt vald afturhaldssamra stórfyrirtækja sem virðast hafa tögl og hagldir í lífi starfsmanna sinna. Andrey Zvyagintsev segir Loveless endurspegla rússneskan veruleika og hvað varðar samfélagsmiðla og annað sem fólk þekkir vel þá sé það normið. „En hvað varðar aðstæður eiginmannsins í sínu starfi þá er það vissulega undantekning frá reglunni en engu að síður byggt á ákveðnum veruleika þó hann sé ekki lýsandi fyrir rússneskt samfélag. Þessi veruleiki er sóttur í þekktan vinnuveitanda í litlum bæ rétt utan við Moskvu sem varð frægur fyrir að skikka alla sína starfsmenn til þess að vera kvæntir og það þurftu allir að hafa gengið í hjónaband í kirkju. Ef starfsfólkið vildi ekki hlíta þessu þá beið bara eftir því uppsagnarbréf. Þetta var auðvitað galið og það var mikið grín gert að honum í fjölmiðlum. En ég nýti þessa sögu og þessa hugmynd til þess að sýna breytingarnar í samfélaginu og ótta föðurins við valdið en það er eitthvað sem er óneitanlega sterkt í Rússum.“ Zvyagintsev bendir á að það séu fleiri slík atriði innan sögunnar sem þjóni þeim tilgangi að skerpa á ákveðnum hugmyndum og eiginleikum sem eru ríkjandi innan samfélagsins. Ágætt dæmi sé ömurlegt samband móðurinnar við sína eigin móður sem virðist ekki vilja hafa neitt með hana að gera eða þær hvor aðra. „Það sem við erum og það sem við gerum er oft eins konar endurómur af okkar eigin æsku. Það er líka svo auðvelt að skella skuldinni á foreldra sína og segja: Ég er eins og ég er út af foreldrum mínum og hvernig þau lifðu sínu lífi. En það er óábyrgt. Við verðum sjálf að taka ábyrgð á okkar eigin lífi. Eigum ekkert með að skella skuldinni af okkar eigin mistökum á aðra. Fullorðið fólk á ekkert með að skella skuldinni á foreldra sína fremur en að samfélag geti réttlætt sig með sinni sögu.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið „Það er bara þreytt ef einhver gæi í Húsasmiðjunni er með konunni þinni“ Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Kvikmyndin Loveless eftir rússneska leikstjórann Andrey Zvyagintsev er á meðal fjölmargra spennandi kvikmynda sem verðar sýndar á Stockfish-kvikmyndahátíðinni sem hófst í gær og stendur fram til 11. mars í Bíói Paradís. Loveless hefur hlotið mikið lof víða um heim og þykir jafnvel líkleg til að vinna til Óskarsverðlauna en aðspurður virðist leikstjórinn Andrey Zvyagintsev ekki vera með hugann við þessa upphefð. Fyrir honum er þetta fyrst og síðast spurning um að halda áfram að skapa list. „Það gleður mig þegar vel gengur en núna er hugurinn samt allur við handritsgerð fyrir mína næstu mynd. Mér líður eins og ég blómstri í því sem ég er að gera og ég get ekki séð fyrir mér framtíð án listar, sköpunar og kvikmyndagerðar. Þetta er líf mitt.“ Leikstjórnarferill Andrey Zvyagintsev er í raun ekki ýkja langur. Hann er fæddur árið 1962 og útskrifaðist sem leikari frá leiklistarskólanum í Novosibirsk aðeins tvítugur að aldri og fluttist til Moskvu nokkru síðar þar sem hann starfaði sem leikari án þess að ferill hans næði miklum hæðum. Árið 2000 tók Zvyagintsev svo að sér að leikstýra þremur þáttum í vinsælli sjónvarpsþáttaseríu. Það reyndist eiga einstaklega vel við hann og eftir það sneri hann sér alfarið að leikstjórninni. Hann leikstýrði sinni fyrstu mynd í fullri lengd þremur árum síðar og hans þekktasta mynd til þessa, Leviathan, var árið 2014 tilnefnd til Óskarsverðlauna.Krafa um nánd Andrey Zvyagintsev segir að bakgrunnur hans sem leikara eigi mikinn þátt í að móta hvernig hann vinnur sem leikstjóri og að í því felist kannski einhver sérstaða og þar með velgengni. „Ég veit ekki hvort það er hægt að segja að myndirnar mínar séu leikaramyndir en ég vona að leikararnir séu sannfærandi og að fólk treysti þeim – trúi á það sem þeir eru að gera. Ég veit hvernig leikarar vinna og ég þekki það sem þeir eru að glíma við. Ég man vel hvernig það var að að koma í prufur, standa fyrir framan myndavélina og finna að leikstjórinn hefur ekki minnsta skilning á því sem maður er að gera og það getur verið erfitt. Ágætt dæmi um þetta er rússneskur leikstjóri frá sjöunda áratugnum sem var spurður að því hvernig hann ynni með leikurum. Svarið var einfalt: Ég vinn ekki með þeim, ég borga þeim peninga. Þetta er auðvitað óraveg frá allri skynsemi því ef maður nálgast leikara út frá því að hjálpa honum eða henni til þess að skapa persónu, þá skilar það árangri. Þar kemur mín reynsla sér vel og fyrir hana er ég þakklátur og fyrir vikið sé ég auðvitað ekki eftir þeim árum í lífinu sem ég varði sem leikari.“ Það er sitthvað við kvikmyndina Loveless sem ber þessu gott vitni. Senurnar fá að lifa lengi og leikararnir fá gott rými til að mynda tengsl við áhorfendur. Andrey Zvyagintsev tekur undir þetta og segist elska þessa nánd hvort sem verið er að skoða leikara í ramma eða landslag og þá líka borgarlandslag. „Nánd gerir kröfu til þess að maður gefi sér tíma. Leyfi senum að anda. Í kvikmynd er sagan ekki einvörðungu sögð með samtölum heldur þarf meira til. Það þarf að hugsa um heildina og hleypa áhorfendum inn í þessa veröld. Leyfa þeim að dvelja þar um stund og mynda tengsl við það sem þar á sér stað.“Fjarvera samkenndar Loveless segir sögu óhamingjusamra hjóna sem hafa tekið ákvörðun um að þau verði að skilja. Eiginkonan er í sambandi með öðrum manni en eiginmaðurinn er meira hikandi þar sem skilnaður getur kostað hann gott starf hjá íhaldssömu fyrirtæki. Saman eiga þau einn son sem verður vitni að rifrildi þeirra á milli og hverfur daginn eftir. Foreldrarnir fá litla hjálp frá lögreglunni og leita því til sjálfboðaliðasveitar sem sérhæfir sig í að finna týnd börn. Þó svo grunnsagan sé einföld þá er Loveless gríðarlega áhrifarík mynd sem ýtir við áhorfendum á mörgum plönum. En skyldi það hafa verið eitthvað ákveðið sem varð til þess að Andrey Zvyagintsev ákvað að segja þessa tilteknu sögu? „Nei, í rauninni ekki. Þetta er ekki sönn saga en þetta eru engu að síður raunverulegar aðstæður. Barn hverfur í rússneskri borg og það er litla hjálp að fá frá lögreglunni. Eina hjálpin er í þessum samtökum sem eru raunveruleg og reyna að hjálpa þeim að finna drenginn.“ Er þetta þá spurning um kerfið annars vegar og manneskjur hins vegar? „Já, í Loveless er það tilfellið að einhverju leyti enda er Rússland í miklum umbrotum. Það eitt að þessar aðstæður eru raunverulegar þó svo sagan sé skálduð segir okkur eitthvað. En það er ekkert nýtt að við Rússar séum að takast á við kerfið í okkar skáldskap – takast á við valdið með einum eða öðrum hætti. Í Loveless eru fleiri slík minni á borð við einsemdina í stórborginni.“ Zvyagintsev leggur þó einnig áherslu á að þetta sé ekki pólitísk kvikmynd í þeim skilningi heldur fjalli hún mun fremur um manneskjuna sem slíka. „Þetta er kvikmynd um samkennd eða kannski öllu heldur skort á henni. Þessi skortur eða jafnvel algjöra fjarvera á samkennd er eitt elsta einkenni mannlegs eðlis. Hann birtist með ýmsum hætti í lífinu og nær líka inn í stjórnmálin og kemur þar fram í viðhorfum valdsins til mannslífa.“Skellum skuldinni Í Loveless birtist samfélag sem er um margt svipað því sem við þekkjum á Vesturlöndum þar sem samfélagsmiðlar eru nánast þungamiðjan í lífi fólks. Á sama tíma sjáum við einnig nánast dystopískt vald afturhaldssamra stórfyrirtækja sem virðast hafa tögl og hagldir í lífi starfsmanna sinna. Andrey Zvyagintsev segir Loveless endurspegla rússneskan veruleika og hvað varðar samfélagsmiðla og annað sem fólk þekkir vel þá sé það normið. „En hvað varðar aðstæður eiginmannsins í sínu starfi þá er það vissulega undantekning frá reglunni en engu að síður byggt á ákveðnum veruleika þó hann sé ekki lýsandi fyrir rússneskt samfélag. Þessi veruleiki er sóttur í þekktan vinnuveitanda í litlum bæ rétt utan við Moskvu sem varð frægur fyrir að skikka alla sína starfsmenn til þess að vera kvæntir og það þurftu allir að hafa gengið í hjónaband í kirkju. Ef starfsfólkið vildi ekki hlíta þessu þá beið bara eftir því uppsagnarbréf. Þetta var auðvitað galið og það var mikið grín gert að honum í fjölmiðlum. En ég nýti þessa sögu og þessa hugmynd til þess að sýna breytingarnar í samfélaginu og ótta föðurins við valdið en það er eitthvað sem er óneitanlega sterkt í Rússum.“ Zvyagintsev bendir á að það séu fleiri slík atriði innan sögunnar sem þjóni þeim tilgangi að skerpa á ákveðnum hugmyndum og eiginleikum sem eru ríkjandi innan samfélagsins. Ágætt dæmi sé ömurlegt samband móðurinnar við sína eigin móður sem virðist ekki vilja hafa neitt með hana að gera eða þær hvor aðra. „Það sem við erum og það sem við gerum er oft eins konar endurómur af okkar eigin æsku. Það er líka svo auðvelt að skella skuldinni á foreldra sína og segja: Ég er eins og ég er út af foreldrum mínum og hvernig þau lifðu sínu lífi. En það er óábyrgt. Við verðum sjálf að taka ábyrgð á okkar eigin lífi. Eigum ekkert með að skella skuldinni af okkar eigin mistökum á aðra. Fullorðið fólk á ekkert með að skella skuldinni á foreldra sína fremur en að samfélag geti réttlætt sig með sinni sögu.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið „Það er bara þreytt ef einhver gæi í Húsasmiðjunni er með konunni þinni“ Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira