560 dagar síðan að Kolbeinn var síðast í íslenska landsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. mars 2018 14:45 Kolbeinn Sigþórsson fagnar sigurmarki sínu á móti Englandi á EM 2016. Vísir/EPA Kolbeinn Sigþórsson var í dag valinn aftur í íslenska landsliðið í fótbolta en þessa dagana eru liðnir tæpir nítján mánuðir síðan að einn mesti markaskorari landsliðsins frá upphafi var síðast valinn í landsliðshóp. 2. september 2016 er sögulegri dagur en margur heldur. Þennan dag var íslenska fótboltlandsliðið statt í Frankfurt í Þýskalandi að undirbúa sig fyrir fyrsta leikinn sinn í undankeppni HM 2018. Þennan dag kom frétt inn á heimasíðu KSÍ þar sem var sagt frá því að framherjinn Kolbeinn Sigþórsson yrði ekki með íslenska landsliðinu í leiknum á móti Úkraínu sem fór fram í Kiev 5. september 2016. Kolbeinn hafði verið allt í öllu í nýloknu EM-ævintýri íslenska landsliðsins í Frakklandi og skoraði í tveimur síðustu leikjum sínum þar af sigurmarkið á móti Englandi í sextán liða úrslitunum. Kolbeinn hefur alls skorað 22 mörk í 44 landsleikjum og vantar fjögur mörk í að jafna markamet Eiðs Smára Guðjohnsen sem skoraði 26 mörk í 88 landsleikjum fyrir Ísland. Landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson hafði valið Kolbein í hópinn fyrir Úkraínuleikinn í september 2016 og hann hafði verið í meðhöndlun hjá sjúkraþjálfurum og lækni landsliðsins í Frankfurt, þar sem liðið var við æfingar. „Nú hefur verið ákveðið að tefla Kolbeini ekki fram í leiknum á mánudag. Ákvörðunin er tekin í fullu samráði leikmannsins sjálfs, þjálfara íslenska liðsins og sjúkrateymis. Kolbeinn heldur nú til Tyrklands þar sem hann fer í frekari skoðun og meðferð hjá læknateymi Galatasaray,“ sagði í fréttinni á heimasíðu KSÍ. Kolbeinn missti ekki aðeins af þessum leik á móti Úkraínu í september 2016 heldur öllum leikjum íslenska liðsins í undankeppninni. Í dag rann svo loksins upp dagurinn þegar Kolbeinn var aftur valinn í íslenska landsliðið. Hann er í hóp Heimis Hallgrímssonar sem er á leiðinni til Bandaríkjanna þar sem liðið mætir Mexíkó og Perú í vináttulandsleikjum. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hættur með landsliðið Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Sjá meira
Kolbeinn Sigþórsson var í dag valinn aftur í íslenska landsliðið í fótbolta en þessa dagana eru liðnir tæpir nítján mánuðir síðan að einn mesti markaskorari landsliðsins frá upphafi var síðast valinn í landsliðshóp. 2. september 2016 er sögulegri dagur en margur heldur. Þennan dag var íslenska fótboltlandsliðið statt í Frankfurt í Þýskalandi að undirbúa sig fyrir fyrsta leikinn sinn í undankeppni HM 2018. Þennan dag kom frétt inn á heimasíðu KSÍ þar sem var sagt frá því að framherjinn Kolbeinn Sigþórsson yrði ekki með íslenska landsliðinu í leiknum á móti Úkraínu sem fór fram í Kiev 5. september 2016. Kolbeinn hafði verið allt í öllu í nýloknu EM-ævintýri íslenska landsliðsins í Frakklandi og skoraði í tveimur síðustu leikjum sínum þar af sigurmarkið á móti Englandi í sextán liða úrslitunum. Kolbeinn hefur alls skorað 22 mörk í 44 landsleikjum og vantar fjögur mörk í að jafna markamet Eiðs Smára Guðjohnsen sem skoraði 26 mörk í 88 landsleikjum fyrir Ísland. Landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson hafði valið Kolbein í hópinn fyrir Úkraínuleikinn í september 2016 og hann hafði verið í meðhöndlun hjá sjúkraþjálfurum og lækni landsliðsins í Frankfurt, þar sem liðið var við æfingar. „Nú hefur verið ákveðið að tefla Kolbeini ekki fram í leiknum á mánudag. Ákvörðunin er tekin í fullu samráði leikmannsins sjálfs, þjálfara íslenska liðsins og sjúkrateymis. Kolbeinn heldur nú til Tyrklands þar sem hann fer í frekari skoðun og meðferð hjá læknateymi Galatasaray,“ sagði í fréttinni á heimasíðu KSÍ. Kolbeinn missti ekki aðeins af þessum leik á móti Úkraínu í september 2016 heldur öllum leikjum íslenska liðsins í undankeppninni. Í dag rann svo loksins upp dagurinn þegar Kolbeinn var aftur valinn í íslenska landsliðið. Hann er í hóp Heimis Hallgrímssonar sem er á leiðinni til Bandaríkjanna þar sem liðið mætir Mexíkó og Perú í vináttulandsleikjum.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hættur með landsliðið Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Sjá meira