Verkalýðsleiðtogi um milljóna launahækkun forstjóra N1: „Þetta var kornið sem stútfyllti mælinn“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. mars 2018 09:57 Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, boðar áður óséð átök verkafólks á íslenskum vinnumarkaði. vísir/anton brink Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsleiðtogi á Akranesi, vandar forstjóra og eigendum N1 ekki kveðjurnar í færslu á Facebook-síðu sinni í morgun. Hann boðar jafnframt átök á vinnumarkaði sem ekki hafa sést áður. Tilefnið er frétt Fréttablaðsins þar sem greint var frá því að Eggert Þór Kristófersson, forstjóri N1, hefði hækkað í launum á liðnu ári um sem nemur rúmlega einni milljón króna á mánuði. Upplýsingarnar eru fengnar úr ársreikningi N1 þar sem kemur fram að laun og hlunnindi Eggerts Þórs hafi á síðasta ári numið nærri 70,5 milljónum króna eða um 5,9 milljónum króna á mánuði. Árið áður, 2016, voru árslaun hans og hlunnindi 58,4 milljónir króna, eða sem nemur 4,8 milljónum króna á mánuði. Launahækkun hans á milli ára er því í heildina 12,1 milljón króna eða rúm milljón á mánuði. Vilhjálmur segir að þetta sýni að sjálftaka og græðgi stjórnenda íslenskra fyrirtækja haldi áfram eins og enginn sé morgundagurinn. Þá lætur hann þess getið að lífeyrissjóðir launafólks eigi upp undir helming í N1. „[...] það það er líka rétt að geta þess að það þarf 22 afgreiðslumenn á launatöxtum sem gilda fyrir afgreiðslufólk á bensínstöðvum til að ná mánðarlaunum forstjórans. Ég vil tala tæpitungulast við fulltrúa Samtaka atvinnulífsins, stjórnvalda og forsvarsmenn lífeyrissjóðanna: þið skulið búa ykkur undir átök verkafólks sem ekki hefur sést á íslenskum vinnumarkaði áður. Þetta var kornið sem stútfyllti mælinn! Að gefnu tilefni bið ég alla um að skammast ekki í afgreiðslufólkinu hjá N1 því þau geta alls ekkert gert að þessu og þeim er líka misboðið yfir þessari skefjalausu græðgi forstjórans og lykilstjórenda eins og öðrum í þessu þjóðfélagi,“ segir Vilhjálmur á Facebook-síðu sinni. Kjaramál Tengdar fréttir Forysta ASÍ boðar átök á vinnumarkaði í haust Forseti Alþýðusambandsins segir mikla óánægju krauma undir meðal félagsmanna sambandsins og búast megi við hörðum átökum við gerð næstu kjarasamninga undir lok ársins. 28. febrúar 2018 18:30 Stjórnvöld enn á „gulu ljósi“ að mati Gylfa Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ segir að stjórnvöld séu enn á „gulu ljósi“ þrátt fyrir niðurstöðu atkvæðagreiðslu formannsfundar aðildarfélaga ASÍ á miðvikudag. 3. mars 2018 18:45 Ragnar segir niðurstöðuna skrifast á Gylfa Arnbjörnsson Formaður VR skýtur fast á forseta ASÍ í kjölfar niðurstöðu formannafundar í gær um að fella tillögu um að segja upp kjarasamningum. Niðurstaðan sé vantraust á forsetann sem hafi viljað sjá samninga halda þrátt fyrir atkvæði hans um 1. mars 2018 07:00 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsleiðtogi á Akranesi, vandar forstjóra og eigendum N1 ekki kveðjurnar í færslu á Facebook-síðu sinni í morgun. Hann boðar jafnframt átök á vinnumarkaði sem ekki hafa sést áður. Tilefnið er frétt Fréttablaðsins þar sem greint var frá því að Eggert Þór Kristófersson, forstjóri N1, hefði hækkað í launum á liðnu ári um sem nemur rúmlega einni milljón króna á mánuði. Upplýsingarnar eru fengnar úr ársreikningi N1 þar sem kemur fram að laun og hlunnindi Eggerts Þórs hafi á síðasta ári numið nærri 70,5 milljónum króna eða um 5,9 milljónum króna á mánuði. Árið áður, 2016, voru árslaun hans og hlunnindi 58,4 milljónir króna, eða sem nemur 4,8 milljónum króna á mánuði. Launahækkun hans á milli ára er því í heildina 12,1 milljón króna eða rúm milljón á mánuði. Vilhjálmur segir að þetta sýni að sjálftaka og græðgi stjórnenda íslenskra fyrirtækja haldi áfram eins og enginn sé morgundagurinn. Þá lætur hann þess getið að lífeyrissjóðir launafólks eigi upp undir helming í N1. „[...] það það er líka rétt að geta þess að það þarf 22 afgreiðslumenn á launatöxtum sem gilda fyrir afgreiðslufólk á bensínstöðvum til að ná mánðarlaunum forstjórans. Ég vil tala tæpitungulast við fulltrúa Samtaka atvinnulífsins, stjórnvalda og forsvarsmenn lífeyrissjóðanna: þið skulið búa ykkur undir átök verkafólks sem ekki hefur sést á íslenskum vinnumarkaði áður. Þetta var kornið sem stútfyllti mælinn! Að gefnu tilefni bið ég alla um að skammast ekki í afgreiðslufólkinu hjá N1 því þau geta alls ekkert gert að þessu og þeim er líka misboðið yfir þessari skefjalausu græðgi forstjórans og lykilstjórenda eins og öðrum í þessu þjóðfélagi,“ segir Vilhjálmur á Facebook-síðu sinni.
Kjaramál Tengdar fréttir Forysta ASÍ boðar átök á vinnumarkaði í haust Forseti Alþýðusambandsins segir mikla óánægju krauma undir meðal félagsmanna sambandsins og búast megi við hörðum átökum við gerð næstu kjarasamninga undir lok ársins. 28. febrúar 2018 18:30 Stjórnvöld enn á „gulu ljósi“ að mati Gylfa Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ segir að stjórnvöld séu enn á „gulu ljósi“ þrátt fyrir niðurstöðu atkvæðagreiðslu formannsfundar aðildarfélaga ASÍ á miðvikudag. 3. mars 2018 18:45 Ragnar segir niðurstöðuna skrifast á Gylfa Arnbjörnsson Formaður VR skýtur fast á forseta ASÍ í kjölfar niðurstöðu formannafundar í gær um að fella tillögu um að segja upp kjarasamningum. Niðurstaðan sé vantraust á forsetann sem hafi viljað sjá samninga halda þrátt fyrir atkvæði hans um 1. mars 2018 07:00 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Forysta ASÍ boðar átök á vinnumarkaði í haust Forseti Alþýðusambandsins segir mikla óánægju krauma undir meðal félagsmanna sambandsins og búast megi við hörðum átökum við gerð næstu kjarasamninga undir lok ársins. 28. febrúar 2018 18:30
Stjórnvöld enn á „gulu ljósi“ að mati Gylfa Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ segir að stjórnvöld séu enn á „gulu ljósi“ þrátt fyrir niðurstöðu atkvæðagreiðslu formannsfundar aðildarfélaga ASÍ á miðvikudag. 3. mars 2018 18:45
Ragnar segir niðurstöðuna skrifast á Gylfa Arnbjörnsson Formaður VR skýtur fast á forseta ASÍ í kjölfar niðurstöðu formannafundar í gær um að fella tillögu um að segja upp kjarasamningum. Niðurstaðan sé vantraust á forsetann sem hafi viljað sjá samninga halda þrátt fyrir atkvæði hans um 1. mars 2018 07:00