Maurar skriðu út úr farangurshólfinu Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. mars 2018 07:36 Farþegar þurftu að skilja allan farangur eftir í vélinni. VÍSIR/STEINGRÍMUR Flugvél á vegum WOW-air var sett í sóttkví í nokkrar klukkustundir á flugbraut í Montreal í gær eftir að eftirlitsmenn höfðu rekið augun í fjölda maura í vélinni. Vélin hafði verið að fljúga frá Íslandi og eftir um nokkra klukkustunda flug varð uppi fótur og fit að sögn farþega, sem kanadíski miðillinn CBC ræddi við. Maurar tóku að skríða úr farangurshólfinu fyrir ofan eina sætaröðina og olli það nokkru uppnámi í vélinni. Þegar hún svo að lokum lenti í Montreal bað flugstjóri vélarinnar alla um að halda kyrru fyrir í sætum sínum. Eftir um tvær klukkustundir var farþegum svo tilkynnt að þeir þyrftu að skilja allan farangur eftir í vélinni, svo sem yfirhafnir, veski og bakpoka. „Eftir allt ferlið þurftum við að yfirgefa völlinn í stuttermabol,“ er haft eftir farþeganum Marco Lavecchia. „Þau gáfu okkur teppi og vatnsflösku.“ Heilbrigðisyfirvöld í Kanada segja í samtali við kanadíska miðla að þau hafi sett sig í samband við skordýrafræðinga til að fá úr því skorið hvaða maurategund hafði gert sig heimakomna í vélinni. Þau undirstrika að farþegum hafi ekki staðið nein hætta af maurunum og þau vinni nú í því að eyða öllum leifum af þeim úr vélinni. Til þess verði þau að úða eitri um allt farþegarýmið og á allan farangur. WOW-Air segir í samtali við CBC að unnið sé að málinu „eftir hefðbundnum aðferðum.“ Flugfélagið hefur þurft að fella niður flugferð sem fyrirhuguð var frá Montreal með sömu vél. WOW segist nú vinna í því að koma öllum farþegum sem áttu bókaða ferð með vélinni á áfangastað. Fréttir af flugi Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Flugvél á vegum WOW-air var sett í sóttkví í nokkrar klukkustundir á flugbraut í Montreal í gær eftir að eftirlitsmenn höfðu rekið augun í fjölda maura í vélinni. Vélin hafði verið að fljúga frá Íslandi og eftir um nokkra klukkustunda flug varð uppi fótur og fit að sögn farþega, sem kanadíski miðillinn CBC ræddi við. Maurar tóku að skríða úr farangurshólfinu fyrir ofan eina sætaröðina og olli það nokkru uppnámi í vélinni. Þegar hún svo að lokum lenti í Montreal bað flugstjóri vélarinnar alla um að halda kyrru fyrir í sætum sínum. Eftir um tvær klukkustundir var farþegum svo tilkynnt að þeir þyrftu að skilja allan farangur eftir í vélinni, svo sem yfirhafnir, veski og bakpoka. „Eftir allt ferlið þurftum við að yfirgefa völlinn í stuttermabol,“ er haft eftir farþeganum Marco Lavecchia. „Þau gáfu okkur teppi og vatnsflösku.“ Heilbrigðisyfirvöld í Kanada segja í samtali við kanadíska miðla að þau hafi sett sig í samband við skordýrafræðinga til að fá úr því skorið hvaða maurategund hafði gert sig heimakomna í vélinni. Þau undirstrika að farþegum hafi ekki staðið nein hætta af maurunum og þau vinni nú í því að eyða öllum leifum af þeim úr vélinni. Til þess verði þau að úða eitri um allt farþegarýmið og á allan farangur. WOW-Air segir í samtali við CBC að unnið sé að málinu „eftir hefðbundnum aðferðum.“ Flugfélagið hefur þurft að fella niður flugferð sem fyrirhuguð var frá Montreal með sömu vél. WOW segist nú vinna í því að koma öllum farþegum sem áttu bókaða ferð með vélinni á áfangastað.
Fréttir af flugi Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira