Lék í fræga 1-1 jafnteflinu á Íslandi 1998 og mætir nú með HM-styttuna til Íslands Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. mars 2018 08:00 Christian Karembeu með HM-styttuna. Instagram/trophytour Haustið 1998 mættu nýkrýndir heimsmeistarar Frakka á Laugardalsvöllinn og náðu bara 1-1 jafntefli á móti litla Íslandi. Nú mætir einn af byrjunarliðsmönnum liðsins aftur til Íslands. Þann 25. mars næstkomandi mun hinn eina sanna HM-stytta koma til Íslands í boði Coca-Cola en íslenska keppir í fyrsta sinn um hana á HM í Rússlandi í sumar. KSÍ segir frá. HM-styttan fór í þaulskipulagt ferðalag til yfir 50 landa og er þetta í fjórða skiptið sem bikarinn fer í slíka reisu í aðdraganda heimsmeistaramóts. Íslenskir aðdáendur fá því tækifæri til að virða fyrir sér eftirsóttasta verðlaunagrip knattspyrnunnar. Með í för er fyrrum franski landsliðsmaðurinn Christian Karembeu sem lék 53 landsleiki fyrir Frakka og var í liði Frakka sem hampaði títtnefndum bikar árið 1998 sem og varð Evrópumeistari árið 2000. Karembau verður ásamt bikarnum í Smáralindinni, sunnudaginn 25. mars á milli kl. 14 - 18. Name a better date. Happy Valentine’s Day! A post shared by Trophy Tour (@trophytour) on Feb 14, 2018 at 10:41am PST Karembau er ekki að koma í fyrsta sinn til Íslands á vegum fótboltans. Hann var líka hér á landi vegna sögulegs leiks Íslands og Frakklands fyrir tæpum tveimur áratugum síðan. Leikur franska landsliðsins á móti Íslandi 5. september 1998 var fyrsti leikur Frakka og Íslendinga í undankeppni EM 2000 og fyrsti keppnisleikur Frakka eftir að þeir unnu sinn fyrsta og eina heimsmeistaratitil sumarið 1998. Karembeu var í byrjunarliði Frakka í 3-0 sigri á Brasilíu í úrslitaleiknum á Stade de France 12. júlí 1998 og hann var líka í byrjunarliðinu tæpum tveimur mánuðum síðar. Christian Karembeu var þarna leikmaður Real Madrid og spilaði allan leikinn á móti Íslandi. Hann var nálægt þegar Ríkharður Daðason stakk sér framfyrir markvörðinn Fabien Barthez á 32. mínútu og skallaði boltann í markið. Christophe Dugarry náði að jafna metin fyrir Frakka fjórum mínútum síðar en lengra komust þeir ekki. Íslenska þjóðin fagnaði eins og um sigur hafði verið að ræða og í seinni leiknum út í Frakklandi ári seinna þá þurftu Frakkar að hafa mikið fyrir 3-2 sigri. Frakkar fóru hinsvegar á EM 2000 og unnu annað stórmótið í röð. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Sjá meira
Haustið 1998 mættu nýkrýndir heimsmeistarar Frakka á Laugardalsvöllinn og náðu bara 1-1 jafntefli á móti litla Íslandi. Nú mætir einn af byrjunarliðsmönnum liðsins aftur til Íslands. Þann 25. mars næstkomandi mun hinn eina sanna HM-stytta koma til Íslands í boði Coca-Cola en íslenska keppir í fyrsta sinn um hana á HM í Rússlandi í sumar. KSÍ segir frá. HM-styttan fór í þaulskipulagt ferðalag til yfir 50 landa og er þetta í fjórða skiptið sem bikarinn fer í slíka reisu í aðdraganda heimsmeistaramóts. Íslenskir aðdáendur fá því tækifæri til að virða fyrir sér eftirsóttasta verðlaunagrip knattspyrnunnar. Með í för er fyrrum franski landsliðsmaðurinn Christian Karembeu sem lék 53 landsleiki fyrir Frakka og var í liði Frakka sem hampaði títtnefndum bikar árið 1998 sem og varð Evrópumeistari árið 2000. Karembau verður ásamt bikarnum í Smáralindinni, sunnudaginn 25. mars á milli kl. 14 - 18. Name a better date. Happy Valentine’s Day! A post shared by Trophy Tour (@trophytour) on Feb 14, 2018 at 10:41am PST Karembau er ekki að koma í fyrsta sinn til Íslands á vegum fótboltans. Hann var líka hér á landi vegna sögulegs leiks Íslands og Frakklands fyrir tæpum tveimur áratugum síðan. Leikur franska landsliðsins á móti Íslandi 5. september 1998 var fyrsti leikur Frakka og Íslendinga í undankeppni EM 2000 og fyrsti keppnisleikur Frakka eftir að þeir unnu sinn fyrsta og eina heimsmeistaratitil sumarið 1998. Karembeu var í byrjunarliði Frakka í 3-0 sigri á Brasilíu í úrslitaleiknum á Stade de France 12. júlí 1998 og hann var líka í byrjunarliðinu tæpum tveimur mánuðum síðar. Christian Karembeu var þarna leikmaður Real Madrid og spilaði allan leikinn á móti Íslandi. Hann var nálægt þegar Ríkharður Daðason stakk sér framfyrir markvörðinn Fabien Barthez á 32. mínútu og skallaði boltann í markið. Christophe Dugarry náði að jafna metin fyrir Frakka fjórum mínútum síðar en lengra komust þeir ekki. Íslenska þjóðin fagnaði eins og um sigur hafði verið að ræða og í seinni leiknum út í Frakklandi ári seinna þá þurftu Frakkar að hafa mikið fyrir 3-2 sigri. Frakkar fóru hinsvegar á EM 2000 og unnu annað stórmótið í röð.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Sjá meira