Kolbeinn óttaðist um ferilinn: Lærir að meta betur hlutina þegar að allt er tekið frá manni Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. mars 2018 10:00 Kolbeinn Sigþórsson gæti spilað sinn fyrsta landsleik frá því að hann skoraði á móti Frakklandi í átta liða úrslitum á EM 2016 aðfaranótt laugardags þegar að strákarnir okkar mæta Mexíkó í vináttuleik í San Francisco. Kolbeinn spilaði ekki fótbolta frá þeim leik þar til um daginn þegar að hann skoraði tvívegis fyrir varalið Nantes en Heimir Hallgrímsson gat ekki annað en tekið þennan næst markahæsta leikmann íslenska landsliðsins frá upphafi með til Bandaríkjanna til að athuga stöðuna á honum. Framherjinn öflugi gæti átt eina ótrúlegustu endurkomu sögunnar í íslenska landsliðið en síðustu ár hafa eðlilega verið erfið og kom stundum upp í hugann að ferilinn gæti verið búinn. „Auðvitað pældi maður í því. Ég var það lengi frá að sú hugsun kom upp einhvern tímann. En, ég hafði nú oftast trú á því að ég kæmi til baka og ég einbeitti mér að því að vera jákvæður á það að koma til baka,“ segir Kolbeinn. Kolbeinn var í viðtali við Guðmund Benediktsson fyrir þáttinn Fyrir Ísland sem verður sýndur á Stöð 2 í apríl en brot úr viðtalinu má sjá hér að ofan. „Ég finn það að ég er ferskur í líkamanum. Ég er endurnærður. Mér finnst eins og ég sé að byrja núna seinni part ferilsins og vonandi eru bara bjartir tímar framundan,“ segir hann. Þegar að leikmenn eru svona lengi frá og þeir fara að hugsa að ferilinn gæti verið búinn kunna þeir betur að meta þegar að þeir fara aftur að sparka í bolta. „Algjörlega. Ég finn það núna þegar ég er að koma til baka hvað það er gott að vera kominn aftur. Það er eitthvað sem að maður lærir á þessum tíma þegar að allt er tekið frá manni. Maður kann enn þá meira að meta allt þegar maður fær þetta aftur upp í hendurnar,“ segir Kolbeinn. „Þetta er það sem ég hef gert síðan ég var tveggja eða þriggja ára, og það eina sem ég kann í raun og veru. Það er þá eins gott að gera þetta vel og njóta á meðan að maður getur,“ segir Kolbeinn Sigþórsson. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hættur með landsliðið Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Sjá meira
Kolbeinn Sigþórsson gæti spilað sinn fyrsta landsleik frá því að hann skoraði á móti Frakklandi í átta liða úrslitum á EM 2016 aðfaranótt laugardags þegar að strákarnir okkar mæta Mexíkó í vináttuleik í San Francisco. Kolbeinn spilaði ekki fótbolta frá þeim leik þar til um daginn þegar að hann skoraði tvívegis fyrir varalið Nantes en Heimir Hallgrímsson gat ekki annað en tekið þennan næst markahæsta leikmann íslenska landsliðsins frá upphafi með til Bandaríkjanna til að athuga stöðuna á honum. Framherjinn öflugi gæti átt eina ótrúlegustu endurkomu sögunnar í íslenska landsliðið en síðustu ár hafa eðlilega verið erfið og kom stundum upp í hugann að ferilinn gæti verið búinn. „Auðvitað pældi maður í því. Ég var það lengi frá að sú hugsun kom upp einhvern tímann. En, ég hafði nú oftast trú á því að ég kæmi til baka og ég einbeitti mér að því að vera jákvæður á það að koma til baka,“ segir Kolbeinn. Kolbeinn var í viðtali við Guðmund Benediktsson fyrir þáttinn Fyrir Ísland sem verður sýndur á Stöð 2 í apríl en brot úr viðtalinu má sjá hér að ofan. „Ég finn það að ég er ferskur í líkamanum. Ég er endurnærður. Mér finnst eins og ég sé að byrja núna seinni part ferilsins og vonandi eru bara bjartir tímar framundan,“ segir hann. Þegar að leikmenn eru svona lengi frá og þeir fara að hugsa að ferilinn gæti verið búinn kunna þeir betur að meta þegar að þeir fara aftur að sparka í bolta. „Algjörlega. Ég finn það núna þegar ég er að koma til baka hvað það er gott að vera kominn aftur. Það er eitthvað sem að maður lærir á þessum tíma þegar að allt er tekið frá manni. Maður kann enn þá meira að meta allt þegar maður fær þetta aftur upp í hendurnar,“ segir Kolbeinn. „Þetta er það sem ég hef gert síðan ég var tveggja eða þriggja ára, og það eina sem ég kann í raun og veru. Það er þá eins gott að gera þetta vel og njóta á meðan að maður getur,“ segir Kolbeinn Sigþórsson.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hættur með landsliðið Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Sjá meira