Vilja að íslensk stjórnvöld standi gegn frekari árásum Kjartan Kjartansson skrifar 15. apríl 2018 07:25 Árásir þriggja vestrænna ríkja beindust að getu Sýrlandsstjórnar til að beita efnavopnum. Vísir/AFP Loftárásir Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands í Sýrlandi grafa undan alþjóðastofnunum sem eiga að leysa úr deilumálum og takmarka útbreiðslu vopna, að mati Samtaka hernaðarandstæðinga. Þau vilja að íslensk stjórnvöld standi gegn frekari árásum. Bandaríkjamenn, Bretar og Frakkar gerðu loftárásir sem beindust að skotmörkum sem þeir telja tengjast efnavopnabúri Sýrlandsstjórnar á aðfaranótt laugardags. Tilefni árásanna var efnavopnaárás í bænum Douma sem hefur verið á valdi uppreisnarmanna og vestræn ríki saka Sýrlandsstjórn um að hafa staðið að. Í ályktun frá Samtökum hernaðarandstæðinga segir að árásirnar hafi verið gerðar án samþykkis Sameinuðu þjóðanna og áður en eftirlitsmenn frá Efnavopnastofnuninni í Haag (OPCW) hafi komið til Douma til að rannsaka fullyrðinga um beitingu efnavopna. Loftárásirnar telja hernaðarandstæðingar aldrei geta orðið til þess að koma á friði heldur auki þær hættuna á átökum við Rússa með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Þá telja samtökin það þversögn að hefna fyrir mannfall óbreyttra borgara með sprengjuárásum sem valdi aðeins frekari dauða og eyðileggingu. „Samtök hernaðarandstæðinga mælast til þess að íslensk stjórnvöld standi gegn frekari árásum aðildarríkja NATÓ á Sýrland og taki þátt í því að fá stríðsaðila að samningaborðinu og binda þannig enda á styrjöldina með friðsamlegum hætti," segir í ályktuninni. Sýrland Tengdar fréttir Bandaríkin, Bretar og Frakkar gera árásir á Sýrland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ákveðið að gera árás á stjórnarher Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, vegna efnavopnaárásarinnar í Douma. 14. apríl 2018 00:45 Segir fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðunni í alþjóðamálum Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tjáði sig um stigvaxandi spennu í alþjóðamálum. 14. apríl 2018 15:27 Pútín fordæmir loftárásirnar harðlega, May segir þær löglegar Forseti Rússlands segir að efnavopnaárásin í Douma hafi verið sett á svið og notuð sem átylla fyrir árásum vestrænna ríkja. 14. apríl 2018 08:36 Öryggisráðið ætlar ekki að fordæma árásirnar Tillaga Rússa var felld á neyðarfundi ráðsins í dag. 14. apríl 2018 18:21 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni Sjá meira
Loftárásir Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands í Sýrlandi grafa undan alþjóðastofnunum sem eiga að leysa úr deilumálum og takmarka útbreiðslu vopna, að mati Samtaka hernaðarandstæðinga. Þau vilja að íslensk stjórnvöld standi gegn frekari árásum. Bandaríkjamenn, Bretar og Frakkar gerðu loftárásir sem beindust að skotmörkum sem þeir telja tengjast efnavopnabúri Sýrlandsstjórnar á aðfaranótt laugardags. Tilefni árásanna var efnavopnaárás í bænum Douma sem hefur verið á valdi uppreisnarmanna og vestræn ríki saka Sýrlandsstjórn um að hafa staðið að. Í ályktun frá Samtökum hernaðarandstæðinga segir að árásirnar hafi verið gerðar án samþykkis Sameinuðu þjóðanna og áður en eftirlitsmenn frá Efnavopnastofnuninni í Haag (OPCW) hafi komið til Douma til að rannsaka fullyrðinga um beitingu efnavopna. Loftárásirnar telja hernaðarandstæðingar aldrei geta orðið til þess að koma á friði heldur auki þær hættuna á átökum við Rússa með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Þá telja samtökin það þversögn að hefna fyrir mannfall óbreyttra borgara með sprengjuárásum sem valdi aðeins frekari dauða og eyðileggingu. „Samtök hernaðarandstæðinga mælast til þess að íslensk stjórnvöld standi gegn frekari árásum aðildarríkja NATÓ á Sýrland og taki þátt í því að fá stríðsaðila að samningaborðinu og binda þannig enda á styrjöldina með friðsamlegum hætti," segir í ályktuninni.
Sýrland Tengdar fréttir Bandaríkin, Bretar og Frakkar gera árásir á Sýrland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ákveðið að gera árás á stjórnarher Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, vegna efnavopnaárásarinnar í Douma. 14. apríl 2018 00:45 Segir fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðunni í alþjóðamálum Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tjáði sig um stigvaxandi spennu í alþjóðamálum. 14. apríl 2018 15:27 Pútín fordæmir loftárásirnar harðlega, May segir þær löglegar Forseti Rússlands segir að efnavopnaárásin í Douma hafi verið sett á svið og notuð sem átylla fyrir árásum vestrænna ríkja. 14. apríl 2018 08:36 Öryggisráðið ætlar ekki að fordæma árásirnar Tillaga Rússa var felld á neyðarfundi ráðsins í dag. 14. apríl 2018 18:21 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni Sjá meira
Bandaríkin, Bretar og Frakkar gera árásir á Sýrland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ákveðið að gera árás á stjórnarher Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, vegna efnavopnaárásarinnar í Douma. 14. apríl 2018 00:45
Segir fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðunni í alþjóðamálum Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tjáði sig um stigvaxandi spennu í alþjóðamálum. 14. apríl 2018 15:27
Pútín fordæmir loftárásirnar harðlega, May segir þær löglegar Forseti Rússlands segir að efnavopnaárásin í Douma hafi verið sett á svið og notuð sem átylla fyrir árásum vestrænna ríkja. 14. apríl 2018 08:36
Öryggisráðið ætlar ekki að fordæma árásirnar Tillaga Rússa var felld á neyðarfundi ráðsins í dag. 14. apríl 2018 18:21