Tilkomumikið sjónarspil hjá kraftmikilli Björk Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. apríl 2018 15:00 Björk ásamt íslensku flautuleikurunum á sviðinu í gær. Santiago Felipe Það voru fuglahljóð og einhvers konar skordýrahljóð sem tóku á móti tónleikagestum Bjarkar Guðmundsdóttur í stóra sal Háskólabíó í gærkvöldi. Þá minnti sviðsmyndin á frumskóg þar sem sjá mátti laufblöð, gróður og blóm. Manni varð strax hugsað til Afríku og Suður-Ameríku en þessi heimur sem maður labbaði inn í kallast á við hljóðheim Utopiu, nýjustu plötu Bjarkar, en þar eru fuglahljóð og flautuleikur mjög áberandi. Tónleikarnir voru þeir fyrri af tveimur sem tónlistarkonan heldur hér heima áður en hún fer á tónleikaferðalag um heiminn en um er að ræða eins konar generalprufur. Ef marka má gærkvöldið eiga aðdáendur Bjarkar um allan heim von á góðu. Þeir ættu reyndar kannski að hafa í huga að Björk er ekki sú eina af tónlistarfólkinu sem koma fram sem skartar grímu heldur gera flautleikararnir sjö það einnig sem og hörpuleikarinn.Björk ásamt hörpuleikaranum Katie Buckley og Bergi Þórissyni.Santiago FelipeEkki Björk heldur hörpuleikarinn Það var nefnilega alls ekkert vandræðalegt eða fyndið þegar hörpuleikarinn kom á sviðið, með grímu og í afar flottum kjól, en flestir tónleikagestir héldu að þar færi Björk sjálf, þar á meðal undirrituð. Það var því klappað vel fyrir henni en svo settist hún við hörpuna. Ég vissi ekki alveg hvað væri í gangi en hugsaði auðvitað „Vá, er hún að fara að spila á hörpu? Hún er ótrúleg!“ Svo var reyndar ekki, þó að Björk sé vissulega hæfileikaríkur listamaður, því það var auðvitað hörpuleikarinn sjálfur sem settist við hörpuna. Björk birtist skömmu seinna og renndi sér beint í fyrsta lagið af Utopiu, Arisen My Senses. Hún var íklædd rauðum kjól sem minnti bæði á fugl og fiðrildi og var með grímu, líkt og á seinasta tónleikaferðalagi, en kjóllinn, líkt og sviðsmyndin, var þannig einnig vísun í hljóðheim plötunnar. Fyrir aftan hana var síðan risatjald þar sem varpað var upp grafík út alla tónleikana; myndum af blómum, gróðri og dýralífi sem og myndum og grafík úr myndböndum sem gerð hafa verið við lög Bjarkar.Það var magnað að sjá flautuleikarana í viibru spila og dansa á sama tíma og það nánast í hverju einasta lagi tónleikanna.Santiago FelipeMagnaðir flautuleikarar sem spila og dansa Prógrammið sem Björk er að fara með af stað núna hefur hún kallað „festival-sjóv.“ Það þarf því kannski ekki að koma á óvart að það var gríðarlegur kraftur í henni en að einhverju leyti kom það samt á óvart hversu kraftmikil hún var, ekki síst í ljósi þessu hversu brothætt og lágstemmd hún var á tónleikum sínum í Hörpu í nóvember 2016. Þá var Björk með brotið hjarta vegna skilnaðarins við Matthew Barney en núna er hún með „attitude“, ákveðni og afl. Flautuleikararnir sjö, allt íslenskar konur, komu í ljós á sviðinu í Arisen My Senses þegar hluti af sviðsmyndinni snerist og þær birtust í tröppum þar. Þær áttu síðan sviðið í næsta lagi, titillagi Utopiu, því þó að Björk sjálf hafi auðvitað sungið þá var einfaldlega magnað að fylgjast með flautuleikurunum spila og dansa á sama tíma. Það gerðu þær einnig í næsta lagi, The Gate, sem er þriðja lag Utopiu en rödd Bjarkar naut sín sérstaklega vel. Fjórða lag tónleikanna var síðan Blissing Me, einnig af Utopiu, og þar var harpan í aðalhlutverki í fallegum flutningi á sérstöku ástarlagi. Í fimmta lagi tónleikanna var svo komið að fyrsta laginu sem ekki er á Utopiu. Tók Björk lagið Thunderbolt af Biophiliu sem kom út árið 2011. Krafturinn leystist þá einhvern veginn enn meira úr læðingi og í næsta lagi á eftir, Courtship af Utopiu, var hið mikla sjónarspil tónleikanna svo undirstrikað með einlægum dansi Bjarkar og flautuleikaranna og svo myndunum og grafíkinni sem varpað var upp á tjaldið.Björk klæddist rauðum kjól sem minnti á fugl eða fiðrildi og bar grímu líkt og hún hefur gert undanfarin ár þegar hún hefur komið fram.Santiago FelipeKraftur, einlægni og „attitude“ Næstu þrjú lög voru einnig af Utopiu, Features Creatures, Tabula Rasa og Saint. Í Tabula Rasa mátti kannski helst sjá þá brothættu Björk sem birtist á tónleikunum í Hörpu 2016 en í laginu virðist hún syngja til barnanna sinna og vísa í fyrrverandi sambýlismanninn, Barney:We are all swollenFrom hiding his affairsLet's put it all on the tableLet it all outIt is timeHe mustn't steal our lightTabula rasa for my childrenNot repeating the fuckups of the fathers Tíunda lag tónleikanna var svo af plötunni Medúlla, The Pleasure is All Mine. Flutningurinn var lágstemmdur en í næstu þremur lögum var krafturinn aftur keyrður upp. Þannig var áhrifamikið að sjá „attitude-ið“ hjá Björk þegar hún flutti lagið Sue Me af Utopiu og bæði kraftinn og einlægnina í síðasta lagi tónleikanna, Notget, af Vulnicuru. Að því loknu hurfu Björk og hljóðfæraleikararnir af sviðinu en í uppklappinu komu flautuleikararnir og slagverksleikarinn aftur á svið og léku Paradisia af Utopiu.Sviðsmyndin sem Heimir Sverrisson hannaði minnti á frumskóg.Santiago FelipeÞakkaði fyrir þolinmæði áhorfenda Björk kom síðan aftur á svið við mikinn fögnuð áhorfenda og kynnti listafólkið sem var með henni á sviðinu og þakkaði þeim sem og öðrum í teyminu hennar. Þá þakkaði hún áhorfendum einnig fyrir að sýna þolinmæðina á generalprufunni. Flautuleikararnir sjö eru þær Melkorka Ólafsdóttir, Áshildur Haraldsdóttir, Berglind María Tómasdóttir, Steinunn Vala Pálsdóttir, Björg Brjánsdóttir, Þuríður Jónsdóttir og Emilía Rós Sigfúsdóttir og kallast septett þeirra viibra. Þá sá Bergur Þórisson um raftónlistina og lék á básúnu og Manu Delago sá um trommur og önnur ásláttarhljóðfæri en Margrét Bjarnadóttir er danshöfundur. Katie Buckley er síðan hörpuleikarinn sem einhverjir héldu að væri Björk í byrjun tónleikanna. Seinna uppklappslag tónleikanna var svo Anchor Song sem Björk flutti á íslensku, mér til mikillar gleði, en á tónleikunum í Hörpu saknaði ég þess lags sérstaklega í uppklappinu og hafði orð á því í gagnrýni minni þá. Flutningur lagsins var fumlaus og einstaklega fallegur með flautuleikurunum sjö en svo var festival-sjóvið búið og Björk kvaddi.Dúndrandi góðir tónleikar „Takk, kæra Ísland, takk,“ sagði hún. Tónleikagestir stóðu upp og klöppuðu í nokkrar mínútur eftir að ljósin höfðu verið kveikt í bíóinu, væntanlega með þá von í brjósti að Björk birtist aftur á sviðinu. En hún kom ekki fram aftur heldur sagði þetta gott. Á heildina litið voru þetta dúndrandi góðir tónleikar hjá þessari stórmerkilegu listakonu. Vissulega mátti greina einstaka hnökra, enda um generalprufu að ræða, en þeir voru minniháttar og sneru aðallega að staðsetningum flautuleikaranna á sviðinu. Festival-sjóv Bjarkar mun svo sannarlega standa undir nafninu „sjóv“ á komandi mánuðum. Það sker sig úr öðrum „sjóvum“ í tónlistarbransanum þar sem Björk er ekki með tíu dansara með sér og annað eins af bakröddum til að styðja við sig, en þess þá heldur ber hún enn að mörgu leyti af, 25 árum eftir að hún gaf út sína fyrstu sólóplötu, Debut. Tónlist Tengdar fréttir Finnst hún þurfa að bera ábyrgð Nýjasta plata Bjarkar Guðmundsdóttur sem kemur út í næstu viku fjallar um tímamót af ýmsu tagi. Á plötunni kemur Björk inn á þau mál sem eru henni hugleikin, svo sem umhverfismál, jafnrétti og femínisma. Hún segir að með nýju plötunnni hafi hún þá fundið tilefni til að opna sig um áreitni sem hún sjálf varð fyrir. 18. nóvember 2017 09:00 Björk syngur um ástina í Blissing Me Björk gefur í dag út nýtt myndband við annað lagið sem kemur út af nýrri plötu hennar Utopia sem væntanleg er þann 24. nóvember næstkomandi. 16. nóvember 2017 11:45 Björk með tónleika í Háskólabíó í apríl Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir mun halda tónleika hér á landi þann 12. apríl næstkomandi. 15. mars 2018 08:32 Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Ragnhildur og Hanna Katrín kveðja Búseta Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Það voru fuglahljóð og einhvers konar skordýrahljóð sem tóku á móti tónleikagestum Bjarkar Guðmundsdóttur í stóra sal Háskólabíó í gærkvöldi. Þá minnti sviðsmyndin á frumskóg þar sem sjá mátti laufblöð, gróður og blóm. Manni varð strax hugsað til Afríku og Suður-Ameríku en þessi heimur sem maður labbaði inn í kallast á við hljóðheim Utopiu, nýjustu plötu Bjarkar, en þar eru fuglahljóð og flautuleikur mjög áberandi. Tónleikarnir voru þeir fyrri af tveimur sem tónlistarkonan heldur hér heima áður en hún fer á tónleikaferðalag um heiminn en um er að ræða eins konar generalprufur. Ef marka má gærkvöldið eiga aðdáendur Bjarkar um allan heim von á góðu. Þeir ættu reyndar kannski að hafa í huga að Björk er ekki sú eina af tónlistarfólkinu sem koma fram sem skartar grímu heldur gera flautleikararnir sjö það einnig sem og hörpuleikarinn.Björk ásamt hörpuleikaranum Katie Buckley og Bergi Þórissyni.Santiago FelipeEkki Björk heldur hörpuleikarinn Það var nefnilega alls ekkert vandræðalegt eða fyndið þegar hörpuleikarinn kom á sviðið, með grímu og í afar flottum kjól, en flestir tónleikagestir héldu að þar færi Björk sjálf, þar á meðal undirrituð. Það var því klappað vel fyrir henni en svo settist hún við hörpuna. Ég vissi ekki alveg hvað væri í gangi en hugsaði auðvitað „Vá, er hún að fara að spila á hörpu? Hún er ótrúleg!“ Svo var reyndar ekki, þó að Björk sé vissulega hæfileikaríkur listamaður, því það var auðvitað hörpuleikarinn sjálfur sem settist við hörpuna. Björk birtist skömmu seinna og renndi sér beint í fyrsta lagið af Utopiu, Arisen My Senses. Hún var íklædd rauðum kjól sem minnti bæði á fugl og fiðrildi og var með grímu, líkt og á seinasta tónleikaferðalagi, en kjóllinn, líkt og sviðsmyndin, var þannig einnig vísun í hljóðheim plötunnar. Fyrir aftan hana var síðan risatjald þar sem varpað var upp grafík út alla tónleikana; myndum af blómum, gróðri og dýralífi sem og myndum og grafík úr myndböndum sem gerð hafa verið við lög Bjarkar.Það var magnað að sjá flautuleikarana í viibru spila og dansa á sama tíma og það nánast í hverju einasta lagi tónleikanna.Santiago FelipeMagnaðir flautuleikarar sem spila og dansa Prógrammið sem Björk er að fara með af stað núna hefur hún kallað „festival-sjóv.“ Það þarf því kannski ekki að koma á óvart að það var gríðarlegur kraftur í henni en að einhverju leyti kom það samt á óvart hversu kraftmikil hún var, ekki síst í ljósi þessu hversu brothætt og lágstemmd hún var á tónleikum sínum í Hörpu í nóvember 2016. Þá var Björk með brotið hjarta vegna skilnaðarins við Matthew Barney en núna er hún með „attitude“, ákveðni og afl. Flautuleikararnir sjö, allt íslenskar konur, komu í ljós á sviðinu í Arisen My Senses þegar hluti af sviðsmyndinni snerist og þær birtust í tröppum þar. Þær áttu síðan sviðið í næsta lagi, titillagi Utopiu, því þó að Björk sjálf hafi auðvitað sungið þá var einfaldlega magnað að fylgjast með flautuleikurunum spila og dansa á sama tíma. Það gerðu þær einnig í næsta lagi, The Gate, sem er þriðja lag Utopiu en rödd Bjarkar naut sín sérstaklega vel. Fjórða lag tónleikanna var síðan Blissing Me, einnig af Utopiu, og þar var harpan í aðalhlutverki í fallegum flutningi á sérstöku ástarlagi. Í fimmta lagi tónleikanna var svo komið að fyrsta laginu sem ekki er á Utopiu. Tók Björk lagið Thunderbolt af Biophiliu sem kom út árið 2011. Krafturinn leystist þá einhvern veginn enn meira úr læðingi og í næsta lagi á eftir, Courtship af Utopiu, var hið mikla sjónarspil tónleikanna svo undirstrikað með einlægum dansi Bjarkar og flautuleikaranna og svo myndunum og grafíkinni sem varpað var upp á tjaldið.Björk klæddist rauðum kjól sem minnti á fugl eða fiðrildi og bar grímu líkt og hún hefur gert undanfarin ár þegar hún hefur komið fram.Santiago FelipeKraftur, einlægni og „attitude“ Næstu þrjú lög voru einnig af Utopiu, Features Creatures, Tabula Rasa og Saint. Í Tabula Rasa mátti kannski helst sjá þá brothættu Björk sem birtist á tónleikunum í Hörpu 2016 en í laginu virðist hún syngja til barnanna sinna og vísa í fyrrverandi sambýlismanninn, Barney:We are all swollenFrom hiding his affairsLet's put it all on the tableLet it all outIt is timeHe mustn't steal our lightTabula rasa for my childrenNot repeating the fuckups of the fathers Tíunda lag tónleikanna var svo af plötunni Medúlla, The Pleasure is All Mine. Flutningurinn var lágstemmdur en í næstu þremur lögum var krafturinn aftur keyrður upp. Þannig var áhrifamikið að sjá „attitude-ið“ hjá Björk þegar hún flutti lagið Sue Me af Utopiu og bæði kraftinn og einlægnina í síðasta lagi tónleikanna, Notget, af Vulnicuru. Að því loknu hurfu Björk og hljóðfæraleikararnir af sviðinu en í uppklappinu komu flautuleikararnir og slagverksleikarinn aftur á svið og léku Paradisia af Utopiu.Sviðsmyndin sem Heimir Sverrisson hannaði minnti á frumskóg.Santiago FelipeÞakkaði fyrir þolinmæði áhorfenda Björk kom síðan aftur á svið við mikinn fögnuð áhorfenda og kynnti listafólkið sem var með henni á sviðinu og þakkaði þeim sem og öðrum í teyminu hennar. Þá þakkaði hún áhorfendum einnig fyrir að sýna þolinmæðina á generalprufunni. Flautuleikararnir sjö eru þær Melkorka Ólafsdóttir, Áshildur Haraldsdóttir, Berglind María Tómasdóttir, Steinunn Vala Pálsdóttir, Björg Brjánsdóttir, Þuríður Jónsdóttir og Emilía Rós Sigfúsdóttir og kallast septett þeirra viibra. Þá sá Bergur Þórisson um raftónlistina og lék á básúnu og Manu Delago sá um trommur og önnur ásláttarhljóðfæri en Margrét Bjarnadóttir er danshöfundur. Katie Buckley er síðan hörpuleikarinn sem einhverjir héldu að væri Björk í byrjun tónleikanna. Seinna uppklappslag tónleikanna var svo Anchor Song sem Björk flutti á íslensku, mér til mikillar gleði, en á tónleikunum í Hörpu saknaði ég þess lags sérstaklega í uppklappinu og hafði orð á því í gagnrýni minni þá. Flutningur lagsins var fumlaus og einstaklega fallegur með flautuleikurunum sjö en svo var festival-sjóvið búið og Björk kvaddi.Dúndrandi góðir tónleikar „Takk, kæra Ísland, takk,“ sagði hún. Tónleikagestir stóðu upp og klöppuðu í nokkrar mínútur eftir að ljósin höfðu verið kveikt í bíóinu, væntanlega með þá von í brjósti að Björk birtist aftur á sviðinu. En hún kom ekki fram aftur heldur sagði þetta gott. Á heildina litið voru þetta dúndrandi góðir tónleikar hjá þessari stórmerkilegu listakonu. Vissulega mátti greina einstaka hnökra, enda um generalprufu að ræða, en þeir voru minniháttar og sneru aðallega að staðsetningum flautuleikaranna á sviðinu. Festival-sjóv Bjarkar mun svo sannarlega standa undir nafninu „sjóv“ á komandi mánuðum. Það sker sig úr öðrum „sjóvum“ í tónlistarbransanum þar sem Björk er ekki með tíu dansara með sér og annað eins af bakröddum til að styðja við sig, en þess þá heldur ber hún enn að mörgu leyti af, 25 árum eftir að hún gaf út sína fyrstu sólóplötu, Debut.
Tónlist Tengdar fréttir Finnst hún þurfa að bera ábyrgð Nýjasta plata Bjarkar Guðmundsdóttur sem kemur út í næstu viku fjallar um tímamót af ýmsu tagi. Á plötunni kemur Björk inn á þau mál sem eru henni hugleikin, svo sem umhverfismál, jafnrétti og femínisma. Hún segir að með nýju plötunnni hafi hún þá fundið tilefni til að opna sig um áreitni sem hún sjálf varð fyrir. 18. nóvember 2017 09:00 Björk syngur um ástina í Blissing Me Björk gefur í dag út nýtt myndband við annað lagið sem kemur út af nýrri plötu hennar Utopia sem væntanleg er þann 24. nóvember næstkomandi. 16. nóvember 2017 11:45 Björk með tónleika í Háskólabíó í apríl Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir mun halda tónleika hér á landi þann 12. apríl næstkomandi. 15. mars 2018 08:32 Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Ragnhildur og Hanna Katrín kveðja Búseta Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Finnst hún þurfa að bera ábyrgð Nýjasta plata Bjarkar Guðmundsdóttur sem kemur út í næstu viku fjallar um tímamót af ýmsu tagi. Á plötunni kemur Björk inn á þau mál sem eru henni hugleikin, svo sem umhverfismál, jafnrétti og femínisma. Hún segir að með nýju plötunnni hafi hún þá fundið tilefni til að opna sig um áreitni sem hún sjálf varð fyrir. 18. nóvember 2017 09:00
Björk syngur um ástina í Blissing Me Björk gefur í dag út nýtt myndband við annað lagið sem kemur út af nýrri plötu hennar Utopia sem væntanleg er þann 24. nóvember næstkomandi. 16. nóvember 2017 11:45
Björk með tónleika í Háskólabíó í apríl Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir mun halda tónleika hér á landi þann 12. apríl næstkomandi. 15. mars 2018 08:32