Forlagið opnar streymisþjónustu fyrir hljóðbækur Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. apríl 2018 14:51 Það eru spennandi tímar framundan í íslenskri bókaútgáfu. Forlagið opnaði í dag streymisþjónustu fyrir hljóðbækur. Vísir/anton Brink „Loksins, betra seint en aldrei,“ segir Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins í samtali við Vísi um nýtt smáforrit fyrir hljóðbækur sem Forlagið opnaði formlega í dag. Lestrarhestar hafa um langt skeið beðið eftir því að geta hlustað á íslenskar hljóðbækur í gegnum snjalltækin sín. Í febrúar birtist til að mynda grein á Hugrás þar sem kallað var eftir slíkri streymisþjónustu undir yfirskriftinni „Á ég að lesa fyrir bróður minn?“ og getur greinarhöfundur tekið gleði sína á ný í ljósi tíðinda dagsins. „Við erum að svara eftirspurn eftir hljóðbókum sem hefur ekki bara aukist hérlendis heldur líka erlendis. Sala á hljóðbókum er það sem er í mestum vexti í bóksölu erlendis en Íslendingar hafa ekki getað spilað hljóðbækurnar sínar í snjalltækjunum þannig að við ákváðum að ráðast í þessa app-gerð,“ segir Egill um nýjustu tíðindin úr bókabransanum. Egill segir að streymisþjónustan sé búin að vera í undirbúningi í rúmt ár. Þegar hafi komið honum á óvart bæði hversu kostnaðarsöm og tímafrek framleiðsla á hljóðbókum sé. Hún hafi reynst heilmikil fjárfesting. „Ég hefði sannarlega viljað vera kominn með þetta á markað fyrir löngu síðan og ég geri ráð fyrir að þúsundir eða tugþúsundir Íslendinga séu nú þegar áskrifendur að ensku hljóðbókaveitunni Audible. Loksins, betra seint en aldrei,“ segir Egill glaður í bragði með áfangann.Smáforrit Forlagsins er með þeim hætti að kaupunum fylgja engar skuldbindingar, ekki satt? „Engar skuldbindingar. Fólk kaupir stakar hljóðbækur og getur átt þær og getur streymt þeim í hvaða snjalltæki og tölvu sem er nettengd þannig að það eru engar kvaðir aðrar. Við ákváðum að fara af stað með hljóðbækurnar eins ódýrar og við treystum okkur, til þess að fólk geti átt kost á því að kynnast hljóðbókinni. Ein bók kostar bara 990 krónur stykkið út maí. Verðið er ekki síst hugsað til þess að fólk prófi og kynnist heimi hljóðbókanna.“Geta hljóðbækurnar ekki hjálpað þeim sem eru lesblindir eða eiga af einhverjum ástæðum erfitt með lestur? „Ég held þetta gjörbreyti stöðunni fyrir þá sem eiga erfitt með að sitja við og lesa texta af blaði. Það hefur sýnt sig að það að hlusta á hljóðbók getur gjörbreytt þessari upplifun til hins betra.“ Egill segir að framtíðarstefna Forlagsins sé sú að bækur komi alltaf samhliða út á prenti, hljóð-og rafbók. „Það má til dæmis nefna að eftir örfáa daga kemur út ný bók Einars Kárasonar og við stefnum að því að gefa hana út, líklega í fyrsta skiptið á Íslandi, samtímis í þremur útgáfuformum; prent, hljóð og raf. Þetta er reyndar bók sem búið er að selja til fjölda erlendra útgefenda áður en hún kemur út, sem líka er nánast fáheyrt í íslenskri útgáfu.“Eru spennandi tímar fram undan í íslenskri bókaútgáfu?„Virkilega. Útgefendur eru í auknum mæli að nýta sér tæknina og þetta er gott dæmi um það.“Fyrir þá sem hafa ekki vanist því að hlusta á hljóðbækur, er einhver betri leið en önnur til að nota þær eða staðir sem gott er að vera á til að hlusta? „Sjálfum finnst mér yndislegt að fara út í göngutúr og hlusta á hljóðbækur en svo veit ég að fólk hlustar mikið í bílum í umferðinni og á meðan það sinnir hinum ýmsu heimilisstörfum. Það er hægt að hlusta á hljóðbók í rauninni við hvaða iðju sem er.“ Hægt er að streyma hljóðbókunum í gegnum vafra í tölvunni eða í gegnum appið Forlagið – hljóðbók í síma eða snjalltæki. Appið er bæði fyrir IOS stýrikerfið (Iphone og Ipad) og Android. Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu Forlagsins. Mest lesið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
„Loksins, betra seint en aldrei,“ segir Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins í samtali við Vísi um nýtt smáforrit fyrir hljóðbækur sem Forlagið opnaði formlega í dag. Lestrarhestar hafa um langt skeið beðið eftir því að geta hlustað á íslenskar hljóðbækur í gegnum snjalltækin sín. Í febrúar birtist til að mynda grein á Hugrás þar sem kallað var eftir slíkri streymisþjónustu undir yfirskriftinni „Á ég að lesa fyrir bróður minn?“ og getur greinarhöfundur tekið gleði sína á ný í ljósi tíðinda dagsins. „Við erum að svara eftirspurn eftir hljóðbókum sem hefur ekki bara aukist hérlendis heldur líka erlendis. Sala á hljóðbókum er það sem er í mestum vexti í bóksölu erlendis en Íslendingar hafa ekki getað spilað hljóðbækurnar sínar í snjalltækjunum þannig að við ákváðum að ráðast í þessa app-gerð,“ segir Egill um nýjustu tíðindin úr bókabransanum. Egill segir að streymisþjónustan sé búin að vera í undirbúningi í rúmt ár. Þegar hafi komið honum á óvart bæði hversu kostnaðarsöm og tímafrek framleiðsla á hljóðbókum sé. Hún hafi reynst heilmikil fjárfesting. „Ég hefði sannarlega viljað vera kominn með þetta á markað fyrir löngu síðan og ég geri ráð fyrir að þúsundir eða tugþúsundir Íslendinga séu nú þegar áskrifendur að ensku hljóðbókaveitunni Audible. Loksins, betra seint en aldrei,“ segir Egill glaður í bragði með áfangann.Smáforrit Forlagsins er með þeim hætti að kaupunum fylgja engar skuldbindingar, ekki satt? „Engar skuldbindingar. Fólk kaupir stakar hljóðbækur og getur átt þær og getur streymt þeim í hvaða snjalltæki og tölvu sem er nettengd þannig að það eru engar kvaðir aðrar. Við ákváðum að fara af stað með hljóðbækurnar eins ódýrar og við treystum okkur, til þess að fólk geti átt kost á því að kynnast hljóðbókinni. Ein bók kostar bara 990 krónur stykkið út maí. Verðið er ekki síst hugsað til þess að fólk prófi og kynnist heimi hljóðbókanna.“Geta hljóðbækurnar ekki hjálpað þeim sem eru lesblindir eða eiga af einhverjum ástæðum erfitt með lestur? „Ég held þetta gjörbreyti stöðunni fyrir þá sem eiga erfitt með að sitja við og lesa texta af blaði. Það hefur sýnt sig að það að hlusta á hljóðbók getur gjörbreytt þessari upplifun til hins betra.“ Egill segir að framtíðarstefna Forlagsins sé sú að bækur komi alltaf samhliða út á prenti, hljóð-og rafbók. „Það má til dæmis nefna að eftir örfáa daga kemur út ný bók Einars Kárasonar og við stefnum að því að gefa hana út, líklega í fyrsta skiptið á Íslandi, samtímis í þremur útgáfuformum; prent, hljóð og raf. Þetta er reyndar bók sem búið er að selja til fjölda erlendra útgefenda áður en hún kemur út, sem líka er nánast fáheyrt í íslenskri útgáfu.“Eru spennandi tímar fram undan í íslenskri bókaútgáfu?„Virkilega. Útgefendur eru í auknum mæli að nýta sér tæknina og þetta er gott dæmi um það.“Fyrir þá sem hafa ekki vanist því að hlusta á hljóðbækur, er einhver betri leið en önnur til að nota þær eða staðir sem gott er að vera á til að hlusta? „Sjálfum finnst mér yndislegt að fara út í göngutúr og hlusta á hljóðbækur en svo veit ég að fólk hlustar mikið í bílum í umferðinni og á meðan það sinnir hinum ýmsu heimilisstörfum. Það er hægt að hlusta á hljóðbók í rauninni við hvaða iðju sem er.“ Hægt er að streyma hljóðbókunum í gegnum vafra í tölvunni eða í gegnum appið Forlagið – hljóðbók í síma eða snjalltæki. Appið er bæði fyrir IOS stýrikerfið (Iphone og Ipad) og Android. Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu Forlagsins.
Mest lesið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira