Peter Madsen dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið á Kim Wall Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. apríl 2018 11:00 Danski uppfinningamaðurinn Peter Madsen. VÍSIR/AFP Danski uppfinningamaðurinn Peter Madsen var í dag dæmdur í fangelsi fyrir lífstíð fyrir morðið á sænsku blaðakonunni Kim Wall. Í beinni textalýsingu danska ríkisútvarpsins, DR, úr dómsal kemur fram að allir þrír dómararnir sem dæmdu í málinu við dómstólinn í Kaupmannahöfn hafi verið sammála um að dæma skyldi Madsen í fangelsi fyrir lífstíð. Um er að ræða þyngstu refsinguna í danska dómskerfinu en ekki er algengt að menn séu dæmdir í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Danmörku. Madsen var viðstaddur dómsuppkvaðninguna og starði hann niður á borðið fyrir framan sig þegar dómsorðið var lesið upp. Wall fór með Madsen um borð í kafbát hans þann 10. ágúst 2017. Var hún að vinna að blaðagrein um Madsen og var ferðin í kafbátinn hluti af því verkefni. Madsen var handtekinn daginn eftir en kafbáturinn hafði þá sokkið og Wall var horfin. Telja að Madsen hafi skipulagt morðið Í janúar síðastliðnum var Madsen síðan ákærður fyrir að hafa orðið Wall að bana. Hann neitaði sök í málinu og sagði Wall hafa látist um borð í kafbát hans vegna koltvísýringseitrunar. Hann var einnig ákærður fyrir illa meðferð á líki en Madsen játaði að hafa bútað lík Wall niður. Hann neitaði hins vegar fyrir dómi að lýsa því hvernig hann hefði gert það. Þá var hann einnig ákærður fyrir kynferðisbrot. Var Madsen einnig dæmdur fyrir bæði þessi brot. Fram kom í réttarhöldunum yfir Madsen að hann eigi að hafa stungið Wall með oddhvössum hlut meðan hún var enn á lífi. Það væri þó ekki hægt að fullyrða um dánarorsök Wall en mögulegt væri að hún hefði verið skorin á háls eða pyntuð. Dómararnir þrír komast að þeirri niðurstöðu í málinu að Madsen hafi ekki gefið trúverðuga skýringu á því hvers vegna hann hafði ýmsa hluti í kafbátnum sem dómurinn telur að hann hafi notað til að búta lík Wall í sundur. Þar af leiðandi telur dómurinn ástæðu til að ætla að hann hafi skipulagt morðið. Þá leggur dómurinn áherslu á það að Madsen hafi ítrekað breytt framburði sínum í málinu og lýsingum á því sem gerðist. Þannig hafi hann í fyrstu sagt að Wall hafi fengið lúgu í höfuðið en sá framburður breyttist síðar. Verjandi Madsen, Betina Hald Engmark, tilkynnti í dómsal í dag að hann muni áfrýja dómnum. Hann mun áfram sitja í fangelsi á meðan málið er til meðferðar hjá dómstólum og áfram hlýta takmörkunum á því hverjir geta heimsótt hann og sent honum bréf. Engmark mótmælti þessum takmörkunum og sagði að umbjóðandi sinn hefði setið í fangelsi síðan í ágúst og fengið leyfi fyrir fáum heimsóknum. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 11:50. Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir „Ég fór út og ældi og hugsaði ekki um þetta í tíu ár“ Vitni, sem yfirheyrð hafa verið í réttarhöldunum yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen í dag, sögðu Madsen hafa haft myndbönd sem sýna fólk deyja í fórum sínum. 26. mars 2018 12:17 „Tvö sigldu af stað, aðeins einn kom til baka“ Saksóknari fer fram á lífstíðarfangelsi yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen og segir engan vafa leika á því að hann hafi myrt sænsku blaðakonuna Kim Wall á hryllilegan hátt. 23. apríl 2018 11:45 Vildi ekki leggja á veröldina að upplýsa um skelfilegan dauðdaga Kim Wall Peter Madsen hefur svarað spurningum saksóknara og lögmanna í réttarhöldum í Kaupmannahöfn í dag. 8. mars 2018 12:55 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Danski uppfinningamaðurinn Peter Madsen var í dag dæmdur í fangelsi fyrir lífstíð fyrir morðið á sænsku blaðakonunni Kim Wall. Í beinni textalýsingu danska ríkisútvarpsins, DR, úr dómsal kemur fram að allir þrír dómararnir sem dæmdu í málinu við dómstólinn í Kaupmannahöfn hafi verið sammála um að dæma skyldi Madsen í fangelsi fyrir lífstíð. Um er að ræða þyngstu refsinguna í danska dómskerfinu en ekki er algengt að menn séu dæmdir í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Danmörku. Madsen var viðstaddur dómsuppkvaðninguna og starði hann niður á borðið fyrir framan sig þegar dómsorðið var lesið upp. Wall fór með Madsen um borð í kafbát hans þann 10. ágúst 2017. Var hún að vinna að blaðagrein um Madsen og var ferðin í kafbátinn hluti af því verkefni. Madsen var handtekinn daginn eftir en kafbáturinn hafði þá sokkið og Wall var horfin. Telja að Madsen hafi skipulagt morðið Í janúar síðastliðnum var Madsen síðan ákærður fyrir að hafa orðið Wall að bana. Hann neitaði sök í málinu og sagði Wall hafa látist um borð í kafbát hans vegna koltvísýringseitrunar. Hann var einnig ákærður fyrir illa meðferð á líki en Madsen játaði að hafa bútað lík Wall niður. Hann neitaði hins vegar fyrir dómi að lýsa því hvernig hann hefði gert það. Þá var hann einnig ákærður fyrir kynferðisbrot. Var Madsen einnig dæmdur fyrir bæði þessi brot. Fram kom í réttarhöldunum yfir Madsen að hann eigi að hafa stungið Wall með oddhvössum hlut meðan hún var enn á lífi. Það væri þó ekki hægt að fullyrða um dánarorsök Wall en mögulegt væri að hún hefði verið skorin á háls eða pyntuð. Dómararnir þrír komast að þeirri niðurstöðu í málinu að Madsen hafi ekki gefið trúverðuga skýringu á því hvers vegna hann hafði ýmsa hluti í kafbátnum sem dómurinn telur að hann hafi notað til að búta lík Wall í sundur. Þar af leiðandi telur dómurinn ástæðu til að ætla að hann hafi skipulagt morðið. Þá leggur dómurinn áherslu á það að Madsen hafi ítrekað breytt framburði sínum í málinu og lýsingum á því sem gerðist. Þannig hafi hann í fyrstu sagt að Wall hafi fengið lúgu í höfuðið en sá framburður breyttist síðar. Verjandi Madsen, Betina Hald Engmark, tilkynnti í dómsal í dag að hann muni áfrýja dómnum. Hann mun áfram sitja í fangelsi á meðan málið er til meðferðar hjá dómstólum og áfram hlýta takmörkunum á því hverjir geta heimsótt hann og sent honum bréf. Engmark mótmælti þessum takmörkunum og sagði að umbjóðandi sinn hefði setið í fangelsi síðan í ágúst og fengið leyfi fyrir fáum heimsóknum. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 11:50.
Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir „Ég fór út og ældi og hugsaði ekki um þetta í tíu ár“ Vitni, sem yfirheyrð hafa verið í réttarhöldunum yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen í dag, sögðu Madsen hafa haft myndbönd sem sýna fólk deyja í fórum sínum. 26. mars 2018 12:17 „Tvö sigldu af stað, aðeins einn kom til baka“ Saksóknari fer fram á lífstíðarfangelsi yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen og segir engan vafa leika á því að hann hafi myrt sænsku blaðakonuna Kim Wall á hryllilegan hátt. 23. apríl 2018 11:45 Vildi ekki leggja á veröldina að upplýsa um skelfilegan dauðdaga Kim Wall Peter Madsen hefur svarað spurningum saksóknara og lögmanna í réttarhöldum í Kaupmannahöfn í dag. 8. mars 2018 12:55 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
„Ég fór út og ældi og hugsaði ekki um þetta í tíu ár“ Vitni, sem yfirheyrð hafa verið í réttarhöldunum yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen í dag, sögðu Madsen hafa haft myndbönd sem sýna fólk deyja í fórum sínum. 26. mars 2018 12:17
„Tvö sigldu af stað, aðeins einn kom til baka“ Saksóknari fer fram á lífstíðarfangelsi yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen og segir engan vafa leika á því að hann hafi myrt sænsku blaðakonuna Kim Wall á hryllilegan hátt. 23. apríl 2018 11:45
Vildi ekki leggja á veröldina að upplýsa um skelfilegan dauðdaga Kim Wall Peter Madsen hefur svarað spurningum saksóknara og lögmanna í réttarhöldum í Kaupmannahöfn í dag. 8. mars 2018 12:55