Allir hjá félaginu þurfa núna að spýta í lófana Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. apríl 2018 08:00 Rúnar fylgist með á hliðarlínunni er hann stýrði Balingen í Þýskalandi. vísir/getty Undanfarin sex ár hefur Rúnar Sigtryggsson verið búsettur í Þýskalandi og starfað þar við þjálfun. Hann stýrði Aue í fjögur ár og var svo ráðinn þjálfari úrvalsdeildarliðsins Balingen-Weilstetten. Rúnar stýrði liðinu í tæpt eitt og hálft ár en var látinn fara þaðan í október. Hann er nú á heimleið og tekur við karlaliði Stjörnunnar. Rúnar gerði þriggja ára samning við Garðabæjarliðið í gær en hann tekur við liðinu af Einari Jónssyni sem kom liðinu upp í Olís-deildina í fyrra og í úrslitakeppnina á fyrsta ári í efstu deild. „Ég átti í viðræðum við úrvalsdeildarlið en eftir að það datt upp fyrir var stefnan að fara heim. Ég er búinn að vera lengi í fríi, hálft ár,“ segir Rúnar í samtali við Fréttablaðið. „Þegar það var ekkert meira spennandi en maður var búinn að gera hérna var það okkar skref að fara heim. Það var svo mjög ánægjulegt þegar Stjarnan hafði samband.“ Stjörnumenn enduðu í 7. sæti Olís-deildarinnar í vetur og féllu úr leik fyrir Selfyssingum í 8-liða úrslitum úrslitakeppninnar. „Menn vilja gera betur og sumum finnst að þeir hefðu átt að gera betur í vetur. En taflan lýgur ekkert, maður er ekkert betri en hún sýnir. Það þurfa allir að spýta í lófana.“ Hjá Stjörnunni hittir hann fyrir tvo leikmenn sem spiluðu undir hans stjórn hjá Aue; Bjarka Má Gunnarsson og Sveinbjörn Pétursson. „Bjarki er einn besti varnarmaður sem ég hef unnið með og það gekk mjög vel síðast. Svo eru þarna mjög efnilegir leikmenn sem maður hefur fylgst með eins og Aron Dagur [Pálsson] og Egill [Magnússon],“ segir Rúnar. Metnaðurinn er mikill í Garðabænum og Rúnar vonast til að geta komið Stjörnunni nær bestu liðum landsins. „Forráðamennirnir stefna hærra og ég held að leikmennirnir vilji það líka. Það er mikilvægt að allir gangi í takt. Við þurfum að leggja aðeins meira á okkur,“ segir Rúnar. Akureyringurinn hefur fylgst með deildinni hér heima og er, eins og flestir, á því að hún sé sífellt að styrkjast. „Ég hef séð nokkra leiki í vetur og ég held að það sé rétt að það eru meiri gæði í henni en oft áður og þetta er allt á réttri leið,“ segir Rúnar sem kemur til landsins á næstu dögum og hittir verðandi lærisveina sína. Í sumar er svo komið að því að flytja heim til Íslands á ný. [email protected] Olís-deild karla Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Sjá meira
Undanfarin sex ár hefur Rúnar Sigtryggsson verið búsettur í Þýskalandi og starfað þar við þjálfun. Hann stýrði Aue í fjögur ár og var svo ráðinn þjálfari úrvalsdeildarliðsins Balingen-Weilstetten. Rúnar stýrði liðinu í tæpt eitt og hálft ár en var látinn fara þaðan í október. Hann er nú á heimleið og tekur við karlaliði Stjörnunnar. Rúnar gerði þriggja ára samning við Garðabæjarliðið í gær en hann tekur við liðinu af Einari Jónssyni sem kom liðinu upp í Olís-deildina í fyrra og í úrslitakeppnina á fyrsta ári í efstu deild. „Ég átti í viðræðum við úrvalsdeildarlið en eftir að það datt upp fyrir var stefnan að fara heim. Ég er búinn að vera lengi í fríi, hálft ár,“ segir Rúnar í samtali við Fréttablaðið. „Þegar það var ekkert meira spennandi en maður var búinn að gera hérna var það okkar skref að fara heim. Það var svo mjög ánægjulegt þegar Stjarnan hafði samband.“ Stjörnumenn enduðu í 7. sæti Olís-deildarinnar í vetur og féllu úr leik fyrir Selfyssingum í 8-liða úrslitum úrslitakeppninnar. „Menn vilja gera betur og sumum finnst að þeir hefðu átt að gera betur í vetur. En taflan lýgur ekkert, maður er ekkert betri en hún sýnir. Það þurfa allir að spýta í lófana.“ Hjá Stjörnunni hittir hann fyrir tvo leikmenn sem spiluðu undir hans stjórn hjá Aue; Bjarka Má Gunnarsson og Sveinbjörn Pétursson. „Bjarki er einn besti varnarmaður sem ég hef unnið með og það gekk mjög vel síðast. Svo eru þarna mjög efnilegir leikmenn sem maður hefur fylgst með eins og Aron Dagur [Pálsson] og Egill [Magnússon],“ segir Rúnar. Metnaðurinn er mikill í Garðabænum og Rúnar vonast til að geta komið Stjörnunni nær bestu liðum landsins. „Forráðamennirnir stefna hærra og ég held að leikmennirnir vilji það líka. Það er mikilvægt að allir gangi í takt. Við þurfum að leggja aðeins meira á okkur,“ segir Rúnar. Akureyringurinn hefur fylgst með deildinni hér heima og er, eins og flestir, á því að hún sé sífellt að styrkjast. „Ég hef séð nokkra leiki í vetur og ég held að það sé rétt að það eru meiri gæði í henni en oft áður og þetta er allt á réttri leið,“ segir Rúnar sem kemur til landsins á næstu dögum og hittir verðandi lærisveina sína. Í sumar er svo komið að því að flytja heim til Íslands á ný. [email protected]
Olís-deild karla Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Sjá meira