Óánægju gætir meðal árrisulla sundlaugargesta Grétar Þór Sigurðsson skrifar 30. apríl 2018 06:00 Gunnar Axel Axelsson Óánægja er meðal starfsfólks sundlauga í Hafnarfirði sem og fastagesta vegna nýrra sumaropnunartíma að sögn Gunnars Axels Axelssonar, bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar. Breyta á opnunartímanum þannig að laugin verður opnuð seinna um helgar. Gunnar segir opnunartímana hafa verið samþykkta í góðri trú í desember við umræðu um fjárhagsáætlun. „Síðan berast mér upplýsingar um að það séu átök við starfsmenn sundlauganna. Þá fer ég að skoða málið betur,“ segir Gunnar. Hann segist hafa haft samband við starfsfólk sundlauganna sem hafi staðfest breytingar á vaktafyrirkomulaginu og það taki gildi 1. maí samhliða nýjum opnunartímum. Þá þýði breytingarnar að starfsfólk þurfi að taka á sig kjaraskerðingu. „Þeir sem ég hef talað við staðfesta að starfsfólk muni lækka um um það bil 20 þúsund krónur á mánuði.“ Þá hafi Gunnari ofboðið minnisblað sem inniheldur tillögurnar en var ekki birt með fundargerð af fundi fræðsluráðs þar sem málið var afgreitt. Þar er sagt að „fáeinir árrisulir fastakúnnar gætu verið ósáttir“, og tekið fram að meðalaldur fólksins í hópi fastakúnna sé nokkuð hár. „Mér vitandi hefur ekki verið gerð nein sérstök könnun á aldri sundlaugargesta og í raun sé ég ekki hvaða máli hann skiptir,“ segir Gunnar sem telur ástæðuna fyrir því að opnunartímarnir skuli ekki fá að halda sér á morgnana vera sparnað. Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri vill ekki tjá sig um málið en bendir á næsta bæjarstjórnarfund. Birtist í Fréttablaðinu Sundlaugar Sveitarstjórnarmál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Sjá meira
Óánægja er meðal starfsfólks sundlauga í Hafnarfirði sem og fastagesta vegna nýrra sumaropnunartíma að sögn Gunnars Axels Axelssonar, bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar. Breyta á opnunartímanum þannig að laugin verður opnuð seinna um helgar. Gunnar segir opnunartímana hafa verið samþykkta í góðri trú í desember við umræðu um fjárhagsáætlun. „Síðan berast mér upplýsingar um að það séu átök við starfsmenn sundlauganna. Þá fer ég að skoða málið betur,“ segir Gunnar. Hann segist hafa haft samband við starfsfólk sundlauganna sem hafi staðfest breytingar á vaktafyrirkomulaginu og það taki gildi 1. maí samhliða nýjum opnunartímum. Þá þýði breytingarnar að starfsfólk þurfi að taka á sig kjaraskerðingu. „Þeir sem ég hef talað við staðfesta að starfsfólk muni lækka um um það bil 20 þúsund krónur á mánuði.“ Þá hafi Gunnari ofboðið minnisblað sem inniheldur tillögurnar en var ekki birt með fundargerð af fundi fræðsluráðs þar sem málið var afgreitt. Þar er sagt að „fáeinir árrisulir fastakúnnar gætu verið ósáttir“, og tekið fram að meðalaldur fólksins í hópi fastakúnna sé nokkuð hár. „Mér vitandi hefur ekki verið gerð nein sérstök könnun á aldri sundlaugargesta og í raun sé ég ekki hvaða máli hann skiptir,“ segir Gunnar sem telur ástæðuna fyrir því að opnunartímarnir skuli ekki fá að halda sér á morgnana vera sparnað. Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri vill ekki tjá sig um málið en bendir á næsta bæjarstjórnarfund.
Birtist í Fréttablaðinu Sundlaugar Sveitarstjórnarmál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Sjá meira