Ellen ætlar að sniðganga Hörpu Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. maí 2018 09:00 Ellen Kristjánsdóttir mun ekki stíga fæti á svið í Hörpu fyrr en laun þjónustufulltrúa hafa verið leiðrétt. Söngkonan Ellen Kristjánsdóttir er ein fjölmargra sem lýsa yfir stuðningi við þjónustufulltrúana í Hörpu, sem sögðu upp störfum í gær eftir fund með forstjóranum Svandhildi KonráðsdótturBoðað var til fundarins af forstjóranum eftir að fréttir bárust af því að einn þjónustufulltrúi í húsinu sagði upp störfum þar sem honum ofbuðu fregnir af launahækkun forstjórans, ekki síst í ljósi þess að þjónustufulltrúum var gert að taka á sig launalækkun um síðustu áramót.Sjá einnig: Tuttugu þjónustufulltrúar Hörpu sögðu upp störfum eftir fund með forstjóraEftir fundinn sögðu þeir upp störfum, eins og Vísir greindi frá í gærkvöldi og hafa netverjar keppst við að lýsa yfir stuðningi við þjónustufulltrúana. Þeirra á meðal er fyrrnefnd Ellen, sem skrifaði á Facebook í nótt að hún muni ekki syngja aftur í Hörpu fyrr en „leiðrétting hefur farið fram.“ Meðal annarra sem styðja baráttuna eru Lára Hanna Einarsdóttir, stjórnarmaður Ríkisútvarpsins, Gunnar Smári Egilsson, formaður Sósíalistaflokksins og Þór Saari, fyrrverandi alþingismaður. Þá hefur Greipur Gíslason, fyrrverandi verkefnastjóri hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands sem hefur aðsetur í Hörpu, sömuleiðis vakið athygli á hlutverki þjónustufulltrúanna. Í samtali við RÚV segist Svanhildur ekki ætla að tjá sig frekar um málið fyrr en hún er búin að ræða við stjórnarformann Hörpu og aðra starfsmenn fyrir hádegi.'Það að segja upp starfinu hjá Hörpu er mjög stór ákvörðun enda þykir okkur öllum mjög vænt um starfið okkar, húsið og gesti þess.“ Þjónustufulltrúar í Hörpu eru eru oft einu starfsmenn hússins sem eiga samskipti við gesti þess. #Harpa https://t.co/ad41aady70— Greipur Gíslason (@GreipurGisla) May 7, 2018 Kjaramál Tengdar fréttir Starfsmönnum Hörpu var gert að samþykkja launalækkun Reiði er meðal starfsmanna Hörpu vegna launahækkunar forstjóra í fyrra. Þjónustufulltrúar þurftu að taka á sig verulega launalækkun í lok síðasta árs vegna slæmrar stöðu félagsins. Leituðu til lögfræðinga VR vegna þessa. Þjónustufulltrúinn Örvar Blær Guðmundsson sagði upp í gær eftir að hafa lesið frétt Fréttablaðsins. 3. maí 2018 06:00 Tuttugu þjónustufulltrúar Hörpu sögðu upp störfum eftir fund með forstjóra Tuttugu þjónustufulltrúar sem starfa í tónlistar-og menningarhúsinu Hörpu í Reykjavík sögðu upp störfum í dag eftir að hafa átt fund með Svanhildi Konráðsdóttur, forstjóra hússins. 7. maí 2018 22:16 Stjórn Hörpu svarar fyrir sig Segja laun forstjóra Hörpu ekki hafa hækkað um tuttugu prósent á tveimur mánuðum heldur 16,8 prósent á fjórum árum. 3. maí 2018 18:03 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fleiri fréttir Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Sjá meira
Söngkonan Ellen Kristjánsdóttir er ein fjölmargra sem lýsa yfir stuðningi við þjónustufulltrúana í Hörpu, sem sögðu upp störfum í gær eftir fund með forstjóranum Svandhildi KonráðsdótturBoðað var til fundarins af forstjóranum eftir að fréttir bárust af því að einn þjónustufulltrúi í húsinu sagði upp störfum þar sem honum ofbuðu fregnir af launahækkun forstjórans, ekki síst í ljósi þess að þjónustufulltrúum var gert að taka á sig launalækkun um síðustu áramót.Sjá einnig: Tuttugu þjónustufulltrúar Hörpu sögðu upp störfum eftir fund með forstjóraEftir fundinn sögðu þeir upp störfum, eins og Vísir greindi frá í gærkvöldi og hafa netverjar keppst við að lýsa yfir stuðningi við þjónustufulltrúana. Þeirra á meðal er fyrrnefnd Ellen, sem skrifaði á Facebook í nótt að hún muni ekki syngja aftur í Hörpu fyrr en „leiðrétting hefur farið fram.“ Meðal annarra sem styðja baráttuna eru Lára Hanna Einarsdóttir, stjórnarmaður Ríkisútvarpsins, Gunnar Smári Egilsson, formaður Sósíalistaflokksins og Þór Saari, fyrrverandi alþingismaður. Þá hefur Greipur Gíslason, fyrrverandi verkefnastjóri hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands sem hefur aðsetur í Hörpu, sömuleiðis vakið athygli á hlutverki þjónustufulltrúanna. Í samtali við RÚV segist Svanhildur ekki ætla að tjá sig frekar um málið fyrr en hún er búin að ræða við stjórnarformann Hörpu og aðra starfsmenn fyrir hádegi.'Það að segja upp starfinu hjá Hörpu er mjög stór ákvörðun enda þykir okkur öllum mjög vænt um starfið okkar, húsið og gesti þess.“ Þjónustufulltrúar í Hörpu eru eru oft einu starfsmenn hússins sem eiga samskipti við gesti þess. #Harpa https://t.co/ad41aady70— Greipur Gíslason (@GreipurGisla) May 7, 2018
Kjaramál Tengdar fréttir Starfsmönnum Hörpu var gert að samþykkja launalækkun Reiði er meðal starfsmanna Hörpu vegna launahækkunar forstjóra í fyrra. Þjónustufulltrúar þurftu að taka á sig verulega launalækkun í lok síðasta árs vegna slæmrar stöðu félagsins. Leituðu til lögfræðinga VR vegna þessa. Þjónustufulltrúinn Örvar Blær Guðmundsson sagði upp í gær eftir að hafa lesið frétt Fréttablaðsins. 3. maí 2018 06:00 Tuttugu þjónustufulltrúar Hörpu sögðu upp störfum eftir fund með forstjóra Tuttugu þjónustufulltrúar sem starfa í tónlistar-og menningarhúsinu Hörpu í Reykjavík sögðu upp störfum í dag eftir að hafa átt fund með Svanhildi Konráðsdóttur, forstjóra hússins. 7. maí 2018 22:16 Stjórn Hörpu svarar fyrir sig Segja laun forstjóra Hörpu ekki hafa hækkað um tuttugu prósent á tveimur mánuðum heldur 16,8 prósent á fjórum árum. 3. maí 2018 18:03 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fleiri fréttir Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Sjá meira
Starfsmönnum Hörpu var gert að samþykkja launalækkun Reiði er meðal starfsmanna Hörpu vegna launahækkunar forstjóra í fyrra. Þjónustufulltrúar þurftu að taka á sig verulega launalækkun í lok síðasta árs vegna slæmrar stöðu félagsins. Leituðu til lögfræðinga VR vegna þessa. Þjónustufulltrúinn Örvar Blær Guðmundsson sagði upp í gær eftir að hafa lesið frétt Fréttablaðsins. 3. maí 2018 06:00
Tuttugu þjónustufulltrúar Hörpu sögðu upp störfum eftir fund með forstjóra Tuttugu þjónustufulltrúar sem starfa í tónlistar-og menningarhúsinu Hörpu í Reykjavík sögðu upp störfum í dag eftir að hafa átt fund með Svanhildi Konráðsdóttur, forstjóra hússins. 7. maí 2018 22:16
Stjórn Hörpu svarar fyrir sig Segja laun forstjóra Hörpu ekki hafa hækkað um tuttugu prósent á tveimur mánuðum heldur 16,8 prósent á fjórum árum. 3. maí 2018 18:03