Palestínumenn drepnir í mótmælum vegna opnunar sendiráðs Bandaríkjanna í Jerúsalem Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. maí 2018 11:33 Palestínmenn halda á samlanda sínum sem særðist í mótmælunum í dag við skot Ísraelshers. vísir/ap Ísraelsher hefur skotið til bana að minnsta kosti 41 Palestínumann og sært 1800 í mótmælum sem nú fara fram á Gaza-svæðinu. Mótmælin eru vegna þess að síðar í dag opnar bandaríska sendiráðið í Jerúsalem.Guardian fjallar um málið og hefur tölur sínar eftir heilbrigðisyfirvöldum á Gaza-svæðinu. Í fréttinni segir að tugir þúsunda mótmælenda hafi tekið sér stöðu á Gaza þrátt fyrir varnaðarorð Ísraelshers um að Palestínumenn væru að hætta lífi sínu með mótmælum þar í dag. Eftir að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, tilkynnti um þá ákvörðun sína í desember síðastliðnum að opna bandarískt sendiráð í Jerúsalem hafa Palestínumenn mótmælt ítrekað á Gaza. Hefur verið mótmælt nánast daglega frá því þann 30. mars en Palestínumenn mótmæla ekki aðeins opnun sendiráðsins heldur ofbeldi og landtöku Ísarelsmanna. Talið er að Ísraelsher hafi myrt tugi mótmælenda auk þess sem um 1700 hafa særst það sem af er ári í mótmælum á Gaza.Palestínumenn brenna hér dekk í mótmælaaðgerðum sínum í dag.vísir/apDreifðu bæklingum með varnaðarorðum til mótmælenda „Til mótmælenda, þið eruð að taka þátt í ofbeldisfullum mótmælum sem stefna lífi ykkar í hættu. Bjargið sjálfum ykkur og setjið í forgang að byggja upp framtíð ykkar,“ sagði í bæklingum sem Ísraelsher dreifði úr flugvélum á Gaza-svæðið. Hamas-samtökin, sem fara með stjórn svæðisins, hafa sagt að þau muni ekki stoppa mótmælendur sem muni reyna að komast í gegnum öryggisgirðingu sem myndar landamæri Gaza og Ísraels. Samtökin, sem þrisvar sinnum hafa átt í stríði við Ísrael, segjast styðja friðsamlega hugmyndafræði leiðtoga mótmælandanna en Ísraelar segja mótmælendurna hryðjuverkamenn runna undan rifjum Hamas.Sjúkraflutningamenn flytja hér ungan mann sem slasaðist í mótmælunum í dag.vísir/apTvöfalda herlið sitt Herinn gaf það út að í dag myndi hann tvöfalda herlið sitt sem umkringir Gaza og á hinum hernumda Vesturbakka. Naftali Bennett, menntamálaráðherra Ísraels, sagði í útvarpsviðtali að hver sá sem myndi nálgast öryggisgirðinguna yrði álitinn hryðjuverkamaður. Talsmaður ísraelska utanríkisráðuneytisins lýsti mótmælendum sem grimmilegum mótmælendum, en að því er fram kemur í frétt Guardian hefur enginn Ísraelsmaður fallið síðan mótmælin hófust þann 30. mars síðastliðinn.Bandaríska sendiráðið í Jerúsalem opnar í dag en ákvörðun Trump um að hafa sendiráð í borginni er afar umdeild.vísir/apBáðar þjóðir gera tilkall til borgarinnar Um 800 manns munu vera viðstaddir opnun sendiráðsins sem verður klukkan 16 að staðartíma eða klukkan 13 að íslenskum tíma. Á meðal þeirra sem verða við opnunina er dóttir Trump forseta, Ivanka Trump. Ákvörðun Trump um að opna sendiráð í Jerúsalem er afar umdeild. Þegar Palestínumenn og Ísraelar sömdu um frið árið 1993 var tekið fram að framtíðarstaða Jerúsalem yrði viðfangsefni viðræðna í framtíðinni. Slíkar viðræður hafa ekki farið fram og þykir Trump því ver að slá vopnin úr höndum Palestínumanna sem líta á Austur-Jerúsalem sem höfuðborg sína. Þá segja Ísraelar að Jerúsalem sé þeirra höfuðborg.Fréttin var uppfærð klukkan 13:40 með nýjum tölum um hversu margir hafa látist í mótmælunum. Þá var orðalagi fréttarinnar sem og fyrirsögn einnig breytt þar sem fyrra orðalag var ekki nákvæmt. Tengdar fréttir Ísraelsher skaut þrjá Palestínumenn til bana Þrír Palestínumenn voru skotnir til bana af ísraelska hernum við landamæri Ísraels og Palestínu í dag. Yfir 300 manns hafa í dag leitað sér læknishjálpar vegna harkalegrar meðferðar Ísraelshers á mótmælendum. 27. apríl 2018 19:17 Þjóðarsorg í Palestínu Þá hefur aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna kallað eftir óháðri rannsókn vegna dauðsfallanna í blóðugum átökum við landamærin. 31. mars 2018 13:18 Sautján fallnir og 1.400 særðir eftir átök við Gaza-ströndina Yfirvöld í Egyptalandi og Jórdaníu fordæma framgöngu Ísraela vegna yfirstandandi mótmæla Palestínumanna. 2. apríl 2018 12:55 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Ísraelsher hefur skotið til bana að minnsta kosti 41 Palestínumann og sært 1800 í mótmælum sem nú fara fram á Gaza-svæðinu. Mótmælin eru vegna þess að síðar í dag opnar bandaríska sendiráðið í Jerúsalem.Guardian fjallar um málið og hefur tölur sínar eftir heilbrigðisyfirvöldum á Gaza-svæðinu. Í fréttinni segir að tugir þúsunda mótmælenda hafi tekið sér stöðu á Gaza þrátt fyrir varnaðarorð Ísraelshers um að Palestínumenn væru að hætta lífi sínu með mótmælum þar í dag. Eftir að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, tilkynnti um þá ákvörðun sína í desember síðastliðnum að opna bandarískt sendiráð í Jerúsalem hafa Palestínumenn mótmælt ítrekað á Gaza. Hefur verið mótmælt nánast daglega frá því þann 30. mars en Palestínumenn mótmæla ekki aðeins opnun sendiráðsins heldur ofbeldi og landtöku Ísarelsmanna. Talið er að Ísraelsher hafi myrt tugi mótmælenda auk þess sem um 1700 hafa særst það sem af er ári í mótmælum á Gaza.Palestínumenn brenna hér dekk í mótmælaaðgerðum sínum í dag.vísir/apDreifðu bæklingum með varnaðarorðum til mótmælenda „Til mótmælenda, þið eruð að taka þátt í ofbeldisfullum mótmælum sem stefna lífi ykkar í hættu. Bjargið sjálfum ykkur og setjið í forgang að byggja upp framtíð ykkar,“ sagði í bæklingum sem Ísraelsher dreifði úr flugvélum á Gaza-svæðið. Hamas-samtökin, sem fara með stjórn svæðisins, hafa sagt að þau muni ekki stoppa mótmælendur sem muni reyna að komast í gegnum öryggisgirðingu sem myndar landamæri Gaza og Ísraels. Samtökin, sem þrisvar sinnum hafa átt í stríði við Ísrael, segjast styðja friðsamlega hugmyndafræði leiðtoga mótmælandanna en Ísraelar segja mótmælendurna hryðjuverkamenn runna undan rifjum Hamas.Sjúkraflutningamenn flytja hér ungan mann sem slasaðist í mótmælunum í dag.vísir/apTvöfalda herlið sitt Herinn gaf það út að í dag myndi hann tvöfalda herlið sitt sem umkringir Gaza og á hinum hernumda Vesturbakka. Naftali Bennett, menntamálaráðherra Ísraels, sagði í útvarpsviðtali að hver sá sem myndi nálgast öryggisgirðinguna yrði álitinn hryðjuverkamaður. Talsmaður ísraelska utanríkisráðuneytisins lýsti mótmælendum sem grimmilegum mótmælendum, en að því er fram kemur í frétt Guardian hefur enginn Ísraelsmaður fallið síðan mótmælin hófust þann 30. mars síðastliðinn.Bandaríska sendiráðið í Jerúsalem opnar í dag en ákvörðun Trump um að hafa sendiráð í borginni er afar umdeild.vísir/apBáðar þjóðir gera tilkall til borgarinnar Um 800 manns munu vera viðstaddir opnun sendiráðsins sem verður klukkan 16 að staðartíma eða klukkan 13 að íslenskum tíma. Á meðal þeirra sem verða við opnunina er dóttir Trump forseta, Ivanka Trump. Ákvörðun Trump um að opna sendiráð í Jerúsalem er afar umdeild. Þegar Palestínumenn og Ísraelar sömdu um frið árið 1993 var tekið fram að framtíðarstaða Jerúsalem yrði viðfangsefni viðræðna í framtíðinni. Slíkar viðræður hafa ekki farið fram og þykir Trump því ver að slá vopnin úr höndum Palestínumanna sem líta á Austur-Jerúsalem sem höfuðborg sína. Þá segja Ísraelar að Jerúsalem sé þeirra höfuðborg.Fréttin var uppfærð klukkan 13:40 með nýjum tölum um hversu margir hafa látist í mótmælunum. Þá var orðalagi fréttarinnar sem og fyrirsögn einnig breytt þar sem fyrra orðalag var ekki nákvæmt.
Tengdar fréttir Ísraelsher skaut þrjá Palestínumenn til bana Þrír Palestínumenn voru skotnir til bana af ísraelska hernum við landamæri Ísraels og Palestínu í dag. Yfir 300 manns hafa í dag leitað sér læknishjálpar vegna harkalegrar meðferðar Ísraelshers á mótmælendum. 27. apríl 2018 19:17 Þjóðarsorg í Palestínu Þá hefur aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna kallað eftir óháðri rannsókn vegna dauðsfallanna í blóðugum átökum við landamærin. 31. mars 2018 13:18 Sautján fallnir og 1.400 særðir eftir átök við Gaza-ströndina Yfirvöld í Egyptalandi og Jórdaníu fordæma framgöngu Ísraela vegna yfirstandandi mótmæla Palestínumanna. 2. apríl 2018 12:55 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Ísraelsher skaut þrjá Palestínumenn til bana Þrír Palestínumenn voru skotnir til bana af ísraelska hernum við landamæri Ísraels og Palestínu í dag. Yfir 300 manns hafa í dag leitað sér læknishjálpar vegna harkalegrar meðferðar Ísraelshers á mótmælendum. 27. apríl 2018 19:17
Þjóðarsorg í Palestínu Þá hefur aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna kallað eftir óháðri rannsókn vegna dauðsfallanna í blóðugum átökum við landamærin. 31. mars 2018 13:18
Sautján fallnir og 1.400 særðir eftir átök við Gaza-ströndina Yfirvöld í Egyptalandi og Jórdaníu fordæma framgöngu Ísraela vegna yfirstandandi mótmæla Palestínumanna. 2. apríl 2018 12:55