Sara Björk ekki með á móti Slóveníu: Frá í fimm til sex vikur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. maí 2018 13:31 Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir í leik gegn Þjóðverjum. vísir/getty Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur valið hópinn fyrir leik á móti Slóveníu í undankeppni HM 2019 en leikurinn við slóvensku stelpurnar fer fram á Laugardalsvellinum 11. júní næstkomandi. Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins, verður ekki með í leiknum. „Mjög slæmt að missa Söru,“ sagði Freyr á fundinum. Sara Björk meiddist á hásin í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á dögunum og varð að yfirgefa völlinn eftir tæpan klukkutíma leik. Nú er komið í ljós að það er rifa í hásininni og að hún verður frá í fimm til sex vikur. Freyr valdi 21 leikmann í hópinn að þessu sinni en ekki 20 leikmenn eins og hann er vanur. Óvissa í kringum meiðsli Rakelar Hönnudóttur kallar á auka leikmann. Berglind Björg Þorvaldsdóttir kemur aftur inn í íslenska hópinn sem og Arna Sif Ásgrímsdóttir. Þær hafa byrjað tímabilið vel í Pepsi-deildinni. Anna Rakel Pétursdóttir kemur líka inn í hópinn en Hlín Eiríksdóttir mun hinsvegar einbeita sér að verkefni með 19 ára landsliðinu. Íslensku stelpurnar eru í öðru sæti í riðlinum en komast upp í toppsætið með sigri. Lokaleikir riðlakeppninnar eru síðan í haust en íslenska liðið spilar þrjá síðustu leiki sína á heimavelli. Ísland vann 2-0 sigur úti í Slóveníu í fyrri leik liðanna en mörkin í leiknum skoruðu þær Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Rakel Hönnudóttir. Íslenska liðið er enn taplaust í riðlinum með fjóra sigri og eitt jafntefli í fimm leikjum.Íslenski hópurinn á móti Slóveníu:Our squad for the @FIFAWWC qualifier against Slovenia on June 11.#dottirpic.twitter.com/O8D83rzEi8 — Knattspyrnusambandið (@footballiceland) May 28, 2018Markmenn Guðbjörg Gunnarsdóttir, Djurgarden Sandra Sigurðardóttir, Valur Sonný Lára Þráinsdóttir, Breiðablik Varnarmenn Anna Rakel Pétursdóttir, Þór/KA Hallbera Guðný Gísladóttir, Valur Glódís Perla Viggósdóttir, FC Rosengard Ingibjörg Sigurðardóttir, Djurgarden Sif Atladóttir, Kristianstad Anna Björk Kristjánsdóttir, LB07 Arna Sif Ásgrímsdóttir, Þór/KA Miðjumenn Sandra María Jessen, Þór/KA Sigríður Lára Garðarsdóttir, ÍBV Selma Sól Magnúsdóttir, Breiðablik Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Utah Royals Rakel Hönnudóttir, LB07 Svava Rós Guðmundsdóttir, Röa Sóknarmenn Fanndís Friðriksdóttir, Marseille Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Breiðablik Elín Metta Jensen, Valur Harpa Þorsteinsdóttir, Stjarnan Agla María Albertsdóttir, Breiðablik HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Sjá meira
Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur valið hópinn fyrir leik á móti Slóveníu í undankeppni HM 2019 en leikurinn við slóvensku stelpurnar fer fram á Laugardalsvellinum 11. júní næstkomandi. Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins, verður ekki með í leiknum. „Mjög slæmt að missa Söru,“ sagði Freyr á fundinum. Sara Björk meiddist á hásin í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á dögunum og varð að yfirgefa völlinn eftir tæpan klukkutíma leik. Nú er komið í ljós að það er rifa í hásininni og að hún verður frá í fimm til sex vikur. Freyr valdi 21 leikmann í hópinn að þessu sinni en ekki 20 leikmenn eins og hann er vanur. Óvissa í kringum meiðsli Rakelar Hönnudóttur kallar á auka leikmann. Berglind Björg Þorvaldsdóttir kemur aftur inn í íslenska hópinn sem og Arna Sif Ásgrímsdóttir. Þær hafa byrjað tímabilið vel í Pepsi-deildinni. Anna Rakel Pétursdóttir kemur líka inn í hópinn en Hlín Eiríksdóttir mun hinsvegar einbeita sér að verkefni með 19 ára landsliðinu. Íslensku stelpurnar eru í öðru sæti í riðlinum en komast upp í toppsætið með sigri. Lokaleikir riðlakeppninnar eru síðan í haust en íslenska liðið spilar þrjá síðustu leiki sína á heimavelli. Ísland vann 2-0 sigur úti í Slóveníu í fyrri leik liðanna en mörkin í leiknum skoruðu þær Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Rakel Hönnudóttir. Íslenska liðið er enn taplaust í riðlinum með fjóra sigri og eitt jafntefli í fimm leikjum.Íslenski hópurinn á móti Slóveníu:Our squad for the @FIFAWWC qualifier against Slovenia on June 11.#dottirpic.twitter.com/O8D83rzEi8 — Knattspyrnusambandið (@footballiceland) May 28, 2018Markmenn Guðbjörg Gunnarsdóttir, Djurgarden Sandra Sigurðardóttir, Valur Sonný Lára Þráinsdóttir, Breiðablik Varnarmenn Anna Rakel Pétursdóttir, Þór/KA Hallbera Guðný Gísladóttir, Valur Glódís Perla Viggósdóttir, FC Rosengard Ingibjörg Sigurðardóttir, Djurgarden Sif Atladóttir, Kristianstad Anna Björk Kristjánsdóttir, LB07 Arna Sif Ásgrímsdóttir, Þór/KA Miðjumenn Sandra María Jessen, Þór/KA Sigríður Lára Garðarsdóttir, ÍBV Selma Sól Magnúsdóttir, Breiðablik Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Utah Royals Rakel Hönnudóttir, LB07 Svava Rós Guðmundsdóttir, Röa Sóknarmenn Fanndís Friðriksdóttir, Marseille Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Breiðablik Elín Metta Jensen, Valur Harpa Þorsteinsdóttir, Stjarnan Agla María Albertsdóttir, Breiðablik
HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Sjá meira