State of Decay 2: Óslípaður og pirrandi leikur sem ég get ekki hætt að spila Samúel Karl Ólason skrifar 29. maí 2018 09:00 Sumar stöðvar eru mjög svo skemmtilegar, svo lengi sem það eru ekki margir stigar þar. State of Decay 2 frá Microsoft og Undead Studios er, eins og einhverjir hafa ef til vill giskað á, framhald af leiknum State of Decay. Leikurinn setur spilara aftur í hlutverk fólks sem þarf að taka höndum saman og lifa af upprisu uppvakninga. Nú er ár liðið frá því að hinir dauðu risu á fætur og hefur öll mótspyrna fallið saman. Grafíkin hefur verið betrumbætt, heimurinn er stærri og þrjú mismunandi kort eru í boði. Þá geta vinir spilað saman í gegnum netið. Sitt hvað hefur verið bætt á milli leikja og oftar en ekki til hins betra. Spilarar þurfa að safna mat, lyfjum, skotfærum og öðru. byggja skýli og betrumbæta þau. Finna önnur samfélög og eiga í viðskiptum við þau, eða ráðast á þau. Koma öðrum til bjargar og leysa ýmis verkefni. Að berjast við uppvakninga og byggja upp samfélag getur verið erfitt, en það eru smámunir miðað við það að berjast við fjölmarga og pirrandi galla leiksins.Í byrjun var ég einstaklega ánægður með leikinn og skemmti mér bara mjög vel. Ég safnaði saman góðum hópi fólks og byggði upp lítið samfélag og gerði eina persónu að leiðtoga samfélagsins. Mismunandi leiðtogum fylgja bónusar sem breyta spilun leiksins og þeim fylgja mismunandi verkefni. Eðlilega tilnefndi ég mann með titilinn „Warlord“ eða stríðsherra sem leiðtoga. Það er einnig hægt að velja annars konar leiðtoga eins og fógeta sem vill hjálpa öllum og rosalegan góðan smið, eins undarlega og það hljómar. Ég treysti samt kannski aðeins of mikið á þennan stríðsherra minn og þegar hann dó í heimskulegri árás minni á uppvakninga, hætti ég og eyddi save-inu. Þegar persónur deyja í leiknum snúa þær ekki aftur.Margt að gera en samt ekki neitt Spilarar geta spilað alla meðlimi samfélagsins og borgar það sig að breyta reglulega á milli manna. Hver persóna verður betri með frekari spilun. Hæfileikar þeirra batna og hægt er að finna dulda hæfileika sem geta gert mikið fyrir samfélagið. Ég þurfti að byrja upp á nýtt en áttaði mig fljótt á því að þrátt fyrir stór kort, mörg hús, marga uppvakninga, mörg samfélög og ýmislegt, er voðalega lítið að gera í þessum leik. Ég skal umorða þetta: Það er hægt að gera fullt, en það er yfirleitt nánast það sama og maður gerði skömmu áður. Farðu þangað, sæktu þetta/dreptu uppvakninga og farðu aftur heim. Þetta er leiðinlega mikið „grind“, eins og það er kallað.Braiiiiins!Óþarfi að hækka vegginn Varðandi uppbyggingu samfélaga leiksins er eitt atriði sem ég get ekki hætt að láta fara í taugarnar á mér. Í einum leiknum hafði ég komið samfélagi mínu fyrir í nokkurs konar virki sem smíðað var úr gámum. Ég sá fyrir mér að það væri ómögulegt fyrir hina dauðu að komast inn í virkið en þá tók ég eftir hurðunum. Þrátt fyrir að vera í gámavirki var það eina sem stóð á milli samfélags míns og hinna dauðu tvær fúnar hurðir sem virtust hafa verið rifnar af hjörunum á einhverju eyðibýli. Hinir dauðu gátu gengið hinir rólegustu að hurðunum, slegið nokkrum sinnum í þær og hlaupið inn. Hurðirnar eru svipaðar á öllum stöðum þar sem hægt er að byggja upp stöðvar. Stöðvarnar eru yfirleitt umkringdar veggjum en allir þessir veggir virðast hannaðir með það í huga að uppvakningar geti skriðið yfir þá. Oft á tíðum er gaddavír ofan á veggjunum eða einhverjar upphækkanir. Það er þó alltaf smá hluti veggsins, eða tveir, þar sem uppvakningar geta komist yfir. Ég veit að þetta er smámál og það er mögulega asnalegt að þetta fari í taugarnar á mér, en ég gjörsamlega þoli þetta ekki. Það er skemmtilegt að geta byggt ýmislegt í stöðvunum. Læknastofu, verkstæði, svefnstað, brugghús, grænmetisrækt og fleira. Það væri hins vegar frábært að geta dundað meira við að byggja upp varnir stöðvanna. Betrumbætt veggi og jafnvel komið fyrir göddum og einhverju skemmtilegu.Opnar hurðir sem eru lokaðar Eins og áður hefur komið fram er gífurlega mikið af göllum í SoD2. Má þar nefna að persónur hverfa af og til. Þær sjást á radarnum en ekki í leiknum. Stundum festast persónur inn í hlutum eins og borðum og hillum. Hurðar virðast oft vera opnar en eru það ekki, sem hefur leitt leiðinlega oft til þess að ég hef ætlað mér að hlaupa í gegnum dyr sem virðast opnar en eru það ekki og þá skellast þær upp með miklum látum og uppvakningar verða varir við þessi læti. Myndavélin hættir að haga sér eins og hún á að gera, bílar blikka inn og úr tilverunni, bílar geta sprungið í loft upp við að keyra yfir minnstu grjót, verkefni virka ekki sem skildi og ýmislegt fleira. Einn mest óþolandi galli leiksins, fyrir utan þá sem láta leikinn krassa og ónýt verkefni, snýr þó að stigum. Ekki þannig stigum heldur stigum. Spilarar þurfa að klifra upp háa turna til að virða umhverfi leiksins fyrir sér og svo þurfa þeir að klifra aftur niður. Leikurinn segir: „Ýttu á W til þess að klifra niður stigann“ og allt virkar þetta frekar einfalt. Það er það þó ekki. Í nánast annað hvert sinn sem ég hef reynt að fara niður stiga hefur leikurinn einhverra hluta vegna ákveðið að stiginn sé ekki þarna og persónan sem ég er að stýra hoppar fram af turninum með tilheyrandi meiðslum við lendingu. Það er ákveðin vísbending um ástand leiksins að spilurum er gefinn sá möguleiki að notast við talstöð til að færa persónur sínar, séu þær fastar einhversstaðar. Í stuttu máli sagt, þá er State of Decay ekki fullkláraður.Þó ég sé nú búinn að skrifa tæp þúsund orð um hvað fer í taugarnar á mér verð ég að taka fram að hann er ekki glataður. Ég veit að ég mun spila þennan leik alveg helling. Ég hef of gaman af því að byggja bækistöðvar og halda utan um þessi litlu samfélög mín. Ég get þó ekki hætt að hugsa um hvað leikurinn væri miklu skemmtilegri ef spilarar gætu til dæmis rekið fleiri en eina bækistöð. Einni gæti verið ætlað að framleiða mat, annarri að framleiða vopn og svo væri hægt að setja upp byrgðaflutninga á milli bækistöðva og fleira skemmtilegt. Þessi leikur gæti verið miklu betri og skemmtilegri en hann er. Ánægja mín með þennan leik mun velta verulega á því hve mikinn stuðning hann mun fá frá framleiðendunum á næstu vikum og mánuðum. Þá hjálpar verulega til að hann kostar ekki nema 3.499 krónur í Microsoft Store.Samantekt-ish State of Decay 2 er fullur af göllum og ekki bara leiðinlegum, heldur alvarlegum göllum. Þá er fjölbreytni verkefna og aðgerða mjög takmörkuð og leikurinn breytist fljótt í ákveðið „grind“. Ég get samt ekki hætt að spila hann. Þá verð ég að taka fram að ég hef ekki enn prófað co-op leiksins, því maður þarf víst að eiga almennilega vini til þess. Það er lygilega gaman að keyra í gegnum hópa af uppvakningum (svo lengi sem maður rekur stuðarann ekki í steinvölu og springur í loft upp) og sömuleiðis er mjög gaman að byggja upp skemmtilegar bækistöðvar með takmarkað byggingarsvæði og auðlindir. Að ná einhvers konar sjálfbærni. Það eru þó leiðinlegar takmarkanir á leiknum sem draga úr fjörinu. Ég hafði gaman af fyrri leiknum og sömuleiðis þessum, þó hann sé mjög pirrandi. Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Ragnhildur og Hanna Katrín kveðja Búseta Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Fleiri fréttir GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira
State of Decay 2 frá Microsoft og Undead Studios er, eins og einhverjir hafa ef til vill giskað á, framhald af leiknum State of Decay. Leikurinn setur spilara aftur í hlutverk fólks sem þarf að taka höndum saman og lifa af upprisu uppvakninga. Nú er ár liðið frá því að hinir dauðu risu á fætur og hefur öll mótspyrna fallið saman. Grafíkin hefur verið betrumbætt, heimurinn er stærri og þrjú mismunandi kort eru í boði. Þá geta vinir spilað saman í gegnum netið. Sitt hvað hefur verið bætt á milli leikja og oftar en ekki til hins betra. Spilarar þurfa að safna mat, lyfjum, skotfærum og öðru. byggja skýli og betrumbæta þau. Finna önnur samfélög og eiga í viðskiptum við þau, eða ráðast á þau. Koma öðrum til bjargar og leysa ýmis verkefni. Að berjast við uppvakninga og byggja upp samfélag getur verið erfitt, en það eru smámunir miðað við það að berjast við fjölmarga og pirrandi galla leiksins.Í byrjun var ég einstaklega ánægður með leikinn og skemmti mér bara mjög vel. Ég safnaði saman góðum hópi fólks og byggði upp lítið samfélag og gerði eina persónu að leiðtoga samfélagsins. Mismunandi leiðtogum fylgja bónusar sem breyta spilun leiksins og þeim fylgja mismunandi verkefni. Eðlilega tilnefndi ég mann með titilinn „Warlord“ eða stríðsherra sem leiðtoga. Það er einnig hægt að velja annars konar leiðtoga eins og fógeta sem vill hjálpa öllum og rosalegan góðan smið, eins undarlega og það hljómar. Ég treysti samt kannski aðeins of mikið á þennan stríðsherra minn og þegar hann dó í heimskulegri árás minni á uppvakninga, hætti ég og eyddi save-inu. Þegar persónur deyja í leiknum snúa þær ekki aftur.Margt að gera en samt ekki neitt Spilarar geta spilað alla meðlimi samfélagsins og borgar það sig að breyta reglulega á milli manna. Hver persóna verður betri með frekari spilun. Hæfileikar þeirra batna og hægt er að finna dulda hæfileika sem geta gert mikið fyrir samfélagið. Ég þurfti að byrja upp á nýtt en áttaði mig fljótt á því að þrátt fyrir stór kort, mörg hús, marga uppvakninga, mörg samfélög og ýmislegt, er voðalega lítið að gera í þessum leik. Ég skal umorða þetta: Það er hægt að gera fullt, en það er yfirleitt nánast það sama og maður gerði skömmu áður. Farðu þangað, sæktu þetta/dreptu uppvakninga og farðu aftur heim. Þetta er leiðinlega mikið „grind“, eins og það er kallað.Braiiiiins!Óþarfi að hækka vegginn Varðandi uppbyggingu samfélaga leiksins er eitt atriði sem ég get ekki hætt að láta fara í taugarnar á mér. Í einum leiknum hafði ég komið samfélagi mínu fyrir í nokkurs konar virki sem smíðað var úr gámum. Ég sá fyrir mér að það væri ómögulegt fyrir hina dauðu að komast inn í virkið en þá tók ég eftir hurðunum. Þrátt fyrir að vera í gámavirki var það eina sem stóð á milli samfélags míns og hinna dauðu tvær fúnar hurðir sem virtust hafa verið rifnar af hjörunum á einhverju eyðibýli. Hinir dauðu gátu gengið hinir rólegustu að hurðunum, slegið nokkrum sinnum í þær og hlaupið inn. Hurðirnar eru svipaðar á öllum stöðum þar sem hægt er að byggja upp stöðvar. Stöðvarnar eru yfirleitt umkringdar veggjum en allir þessir veggir virðast hannaðir með það í huga að uppvakningar geti skriðið yfir þá. Oft á tíðum er gaddavír ofan á veggjunum eða einhverjar upphækkanir. Það er þó alltaf smá hluti veggsins, eða tveir, þar sem uppvakningar geta komist yfir. Ég veit að þetta er smámál og það er mögulega asnalegt að þetta fari í taugarnar á mér, en ég gjörsamlega þoli þetta ekki. Það er skemmtilegt að geta byggt ýmislegt í stöðvunum. Læknastofu, verkstæði, svefnstað, brugghús, grænmetisrækt og fleira. Það væri hins vegar frábært að geta dundað meira við að byggja upp varnir stöðvanna. Betrumbætt veggi og jafnvel komið fyrir göddum og einhverju skemmtilegu.Opnar hurðir sem eru lokaðar Eins og áður hefur komið fram er gífurlega mikið af göllum í SoD2. Má þar nefna að persónur hverfa af og til. Þær sjást á radarnum en ekki í leiknum. Stundum festast persónur inn í hlutum eins og borðum og hillum. Hurðar virðast oft vera opnar en eru það ekki, sem hefur leitt leiðinlega oft til þess að ég hef ætlað mér að hlaupa í gegnum dyr sem virðast opnar en eru það ekki og þá skellast þær upp með miklum látum og uppvakningar verða varir við þessi læti. Myndavélin hættir að haga sér eins og hún á að gera, bílar blikka inn og úr tilverunni, bílar geta sprungið í loft upp við að keyra yfir minnstu grjót, verkefni virka ekki sem skildi og ýmislegt fleira. Einn mest óþolandi galli leiksins, fyrir utan þá sem láta leikinn krassa og ónýt verkefni, snýr þó að stigum. Ekki þannig stigum heldur stigum. Spilarar þurfa að klifra upp háa turna til að virða umhverfi leiksins fyrir sér og svo þurfa þeir að klifra aftur niður. Leikurinn segir: „Ýttu á W til þess að klifra niður stigann“ og allt virkar þetta frekar einfalt. Það er það þó ekki. Í nánast annað hvert sinn sem ég hef reynt að fara niður stiga hefur leikurinn einhverra hluta vegna ákveðið að stiginn sé ekki þarna og persónan sem ég er að stýra hoppar fram af turninum með tilheyrandi meiðslum við lendingu. Það er ákveðin vísbending um ástand leiksins að spilurum er gefinn sá möguleiki að notast við talstöð til að færa persónur sínar, séu þær fastar einhversstaðar. Í stuttu máli sagt, þá er State of Decay ekki fullkláraður.Þó ég sé nú búinn að skrifa tæp þúsund orð um hvað fer í taugarnar á mér verð ég að taka fram að hann er ekki glataður. Ég veit að ég mun spila þennan leik alveg helling. Ég hef of gaman af því að byggja bækistöðvar og halda utan um þessi litlu samfélög mín. Ég get þó ekki hætt að hugsa um hvað leikurinn væri miklu skemmtilegri ef spilarar gætu til dæmis rekið fleiri en eina bækistöð. Einni gæti verið ætlað að framleiða mat, annarri að framleiða vopn og svo væri hægt að setja upp byrgðaflutninga á milli bækistöðva og fleira skemmtilegt. Þessi leikur gæti verið miklu betri og skemmtilegri en hann er. Ánægja mín með þennan leik mun velta verulega á því hve mikinn stuðning hann mun fá frá framleiðendunum á næstu vikum og mánuðum. Þá hjálpar verulega til að hann kostar ekki nema 3.499 krónur í Microsoft Store.Samantekt-ish State of Decay 2 er fullur af göllum og ekki bara leiðinlegum, heldur alvarlegum göllum. Þá er fjölbreytni verkefna og aðgerða mjög takmörkuð og leikurinn breytist fljótt í ákveðið „grind“. Ég get samt ekki hætt að spila hann. Þá verð ég að taka fram að ég hef ekki enn prófað co-op leiksins, því maður þarf víst að eiga almennilega vini til þess. Það er lygilega gaman að keyra í gegnum hópa af uppvakningum (svo lengi sem maður rekur stuðarann ekki í steinvölu og springur í loft upp) og sömuleiðis er mjög gaman að byggja upp skemmtilegar bækistöðvar með takmarkað byggingarsvæði og auðlindir. Að ná einhvers konar sjálfbærni. Það eru þó leiðinlegar takmarkanir á leiknum sem draga úr fjörinu. Ég hafði gaman af fyrri leiknum og sömuleiðis þessum, þó hann sé mjög pirrandi.
Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Ragnhildur og Hanna Katrín kveðja Búseta Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Fleiri fréttir GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira