Forseti Íslands, nafni hans hjá KSÍ og Aron Einar fyrirliði tóku sér skóflu í hönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júní 2018 14:30 Mynd/KSÍ Knattspyrnusamband Íslands ætlar að kolefnisjafna ferð landsliðsins á HM í Rússlandi í samstarfi við Votlendissjóðinn. Þetta markmið KSÍ var formlega staðfest á Bessastöðum í dag þar sem Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands, Guðni Bergsson formaður KSÍ, Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði og Ásbjörn Björgvinsson framkvæmdastjóri Votlendissjóðsins hófust handa við að moka ofan í fyrsta skurðinn, með dyggri aðstoð annarra stuðningsaðila verkefnisins. Knattspyrnusambandið segir frá þessu flotta framtaki á heimasíðu sinni. Aron Einar er eini leikmaður íslenska hópsins sem mun örugglega spila á móti Gana á Laugardalsvellinum í kvöld. Birna Sigrún Hallsdóttir, umhverfisverkfræðingur hjá Umhverfisráðgjöf Íslands ehf. (Environice), átti hugmyndina að kolefnisjöfnun HM-ferðarinnar, en hún hefur reiknað út þá losun gróðurhúsalofttegunda sem fyrirsjáanlega mun eiga sér stað vegna flugs og akstur knattspyrnulandsliðsins í Rússlandsferðinni. Samkvæmt þessum útreikningum mun heildarlosunin samsvara 50-60 tonnum af koldíoxíði. Þessi losun samsvarar árlegri losun frá um það bil þremur hekturum af framræstu votlendi og því hefur KSÍ samið við nýstofnaðan Votlendissjóð um að endurheimta samsvarandi flatarmál. Embætti forseta Íslands hefur stutt myndarlega við þessa viðleitni með því að leggja til votlendi í landi Bessastaða, sem framræst var með skurðgreftri um miðja síðustu öld.Knattspyrnusamband Íslands hefur ákveðið að kolefnisjafna ferð landsliðsins og aðstoðarmanna þess á HM í Rússlandi síðar í þessum mánuði í samstarfi við Votlendissjóðinn.https://t.co/5uR6bFyZqYpic.twitter.com/jTZpUvp8Xr — Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 7, 2018 Framlag KSÍ nægir til að breyta 3 ha af þessu landi í votlendi á nýjan leik. Þar með mun heildarlosun gróðurhúsalofttegunda frá íslensku landi minnka um um það bil 60 tonn á ári mörg næstu ár. G.T. Verktakar hafa ákveðið að styðja verkefnið með því að koma öllu efni sem nýtt verður til að fylla í skurðina á svæðið og Fuglavernd mun síðan vakta fuglalíf á svæðinu. Samkvæmt samkomulagi KSÍ við Votlendissjóð nýtist framlag sambandsins ekki aðeins til að kolefnisjafna Rússlandsferðina, heldur einnig til að kolefnisjafna sambærilegar ferðir knattspyrnumanna af báðum kynjum tvö næstu ár. Loftslagslegur ávinningur af endurheimtinni sem hófst formlega á Bessastöðum í dag mun þó nýtast þjóðinni og komandi kynslóðum til mun lengri tíma, enda er um varanlega endurheimt að ræða. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fleiri fréttir Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Knattspyrnusamband Íslands ætlar að kolefnisjafna ferð landsliðsins á HM í Rússlandi í samstarfi við Votlendissjóðinn. Þetta markmið KSÍ var formlega staðfest á Bessastöðum í dag þar sem Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands, Guðni Bergsson formaður KSÍ, Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði og Ásbjörn Björgvinsson framkvæmdastjóri Votlendissjóðsins hófust handa við að moka ofan í fyrsta skurðinn, með dyggri aðstoð annarra stuðningsaðila verkefnisins. Knattspyrnusambandið segir frá þessu flotta framtaki á heimasíðu sinni. Aron Einar er eini leikmaður íslenska hópsins sem mun örugglega spila á móti Gana á Laugardalsvellinum í kvöld. Birna Sigrún Hallsdóttir, umhverfisverkfræðingur hjá Umhverfisráðgjöf Íslands ehf. (Environice), átti hugmyndina að kolefnisjöfnun HM-ferðarinnar, en hún hefur reiknað út þá losun gróðurhúsalofttegunda sem fyrirsjáanlega mun eiga sér stað vegna flugs og akstur knattspyrnulandsliðsins í Rússlandsferðinni. Samkvæmt þessum útreikningum mun heildarlosunin samsvara 50-60 tonnum af koldíoxíði. Þessi losun samsvarar árlegri losun frá um það bil þremur hekturum af framræstu votlendi og því hefur KSÍ samið við nýstofnaðan Votlendissjóð um að endurheimta samsvarandi flatarmál. Embætti forseta Íslands hefur stutt myndarlega við þessa viðleitni með því að leggja til votlendi í landi Bessastaða, sem framræst var með skurðgreftri um miðja síðustu öld.Knattspyrnusamband Íslands hefur ákveðið að kolefnisjafna ferð landsliðsins og aðstoðarmanna þess á HM í Rússlandi síðar í þessum mánuði í samstarfi við Votlendissjóðinn.https://t.co/5uR6bFyZqYpic.twitter.com/jTZpUvp8Xr — Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 7, 2018 Framlag KSÍ nægir til að breyta 3 ha af þessu landi í votlendi á nýjan leik. Þar með mun heildarlosun gróðurhúsalofttegunda frá íslensku landi minnka um um það bil 60 tonn á ári mörg næstu ár. G.T. Verktakar hafa ákveðið að styðja verkefnið með því að koma öllu efni sem nýtt verður til að fylla í skurðina á svæðið og Fuglavernd mun síðan vakta fuglalíf á svæðinu. Samkvæmt samkomulagi KSÍ við Votlendissjóð nýtist framlag sambandsins ekki aðeins til að kolefnisjafna Rússlandsferðina, heldur einnig til að kolefnisjafna sambærilegar ferðir knattspyrnumanna af báðum kynjum tvö næstu ár. Loftslagslegur ávinningur af endurheimtinni sem hófst formlega á Bessastöðum í dag mun þó nýtast þjóðinni og komandi kynslóðum til mun lengri tíma, enda er um varanlega endurheimt að ræða.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fleiri fréttir Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Sjá meira