8 dagar í HM: Kúveitar fengu mark skráð af Frökkum með því að hóta að ganga af velli Tómas Þór Þórðarson skrifar 6. júní 2018 12:00 Prins Fahid reynir að fá sína menn af velli. Það kannast eflaust margir við að vera í boltaleik með litla frænda sínum eða litlu frænku. Þú gleymir þér aðeins í yfirburðunum sem verður til þess að sá stutti eða sú stutta taka boltann með tárin í augunum og hóta því að hætta leik. Þetta er daglegt brauð í lífinu sjálfu en svona hlut myndi maður ekki búast við að sjá á heimsmeistaramótinu í fótbolta. Þetta gerðist nú samt, eða svona fullorðnisútgáfa af þessu, á HM á Spáni árið 1982. Kúveit var þá að spila á móti stórliði Frakklands með Michel Platini í fararbroddi en Kúveitar voru á þessum tíma eitt öflugasta liðið í Asíu og það langöflugasta á Arabíuskaganum. Kúveitar lentu í mjög erfiðum riðli með Englandi, Frakklandi og Tékkóslóvakíu en gerðu gott jafntefli við Tékkana í fyrstu umferð, 1-1. Skemmst er frá því að segja að Frakkland vann Kúveit í þessum sögulega leik í Valladolid, 4-1, en hreint ótrúlegt atvik kom upp í seinni hálfleik þegar að Kúveitar hótuðu að yfirgefa völlinn.Allir heim! Bernard Genghini skoraði fyrsta mark Frakklands á 31. mínútu og sjálfur Michel Platini tvöfaldaði forskotið á markamínútunni, tveimur mínútum fyrir leikslok. Didier Six skoraði svo þriðja markið á 48. mínútu áður en Abdullah Al-Buloushi minnkaði muninn í 3-1 á 75. mínútu. Skömmu síðar skoraði Alain Giresse fjórða markið með þrumuskoti en allir leikmenn, þar á meðal markvörður Kúveit, hreyfðu hvorki legg né lið. Þeir töldu sig hafa heyrt flaut frá dómaranum og að leikurinn væri stopp. Flautið, ef eitthvað var, kom líklega úr stúkunni. Svo var ekki og trylltust þeir út í dómarann. Enginn var þó reiðari en Prins Fahid, forseti kúveiska knattspyrnusambandsins, sem kom niður úr sæti sínu og skipaði leikmönnum og brasilíska þjálfaranum Carlos Alberto Pereira (sem vann HM 1994 með Brössum) að yfirgefa völlinn. Það datt engum leikmanni neitt annað í hug en að hlýða prinsinum og voru Kúveitar við að að yfirgefa völlinn í Valladolid þegar að sovéski dómarinn Myroslav Stupar bugaðist undan hótunum Kúveita og dæmdi markið af. Allt í einu var þetta löglega mark afskráð og Stupar bauð upp á dómarakast þar sem að Giresse hafði skotið boltanum. Þetta skipti á endanum engu máli því að Maxime Bossis skoraði fjórða markið á 89. mínútu. Lokatölur, 4-1, í sögulegum leik.Bernard Genghini á ferðinni í leiknum fræga.vísir/gettyÍ síðasta skipti Trevor Francis skoraði eina mark Englendinga í 1-0 sigri á Kúveit í lokaumferð riðlakeppninnar en England og Frakkland fóru áfram en Kúveit fór heim með þetta eina stig en það hafnaði í neðsta sæti D-riðils. Þetta var í síðasta skipti sem Kúveit átti eftir að taka þátt á HM en það hafði aldrei áður unnið sér inn þátttökurétt á heimsmeistaramóti og hefur ekki sést aftur síðan að það var með á Spáni fyrir 36 árum. Það vill svo skemmtilega til að þetta var einnig í síðasta skipti sem sovéski dómarinn dæmdi leik á HM og í raun síðasta skipti sem hann dæmdi leik á vegum FIFA. Hann var bannaður frá dómgæslu eftir þessa stórfurðulegu ákvörðun. Prins Fahid var svo sektaður um 8.000 dollara en það skipti olíuprinsinn nákvæmlega engu máli. Hann fékk sínu framgengt í Valladolid þó svo að það gerði ekkert fyrir liðið hans nema gera það að athlægi. Frakkar fóru alla leið í undanúrslit en töpuðu fyrir Vestur-Þýskalandi í vítaspyrnukeppni en Englendingar sátu eftir í milliriðlum eftir jafntefli gegn Þjóðverjum og Spáni. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir 10 dagar í HM: Verða James og höfrungurinn toppaðir? James Rodríguez skoraði tvö af þremur flottustu mörkum HM 2014 í Brasilíu. 4. júní 2018 11:00 9 dagar í HM: Atvikið sem átti að sundra Rooney og Ronaldo gerði þá að meisturum Cristiano Ronaldo sá til þess að Wayne Rooney fékk rautt spjald á móti Portúgal á HM 2006. 5. júní 2018 11:00 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Tólf leikmenn komnir til KR Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Sjá meira
Það kannast eflaust margir við að vera í boltaleik með litla frænda sínum eða litlu frænku. Þú gleymir þér aðeins í yfirburðunum sem verður til þess að sá stutti eða sú stutta taka boltann með tárin í augunum og hóta því að hætta leik. Þetta er daglegt brauð í lífinu sjálfu en svona hlut myndi maður ekki búast við að sjá á heimsmeistaramótinu í fótbolta. Þetta gerðist nú samt, eða svona fullorðnisútgáfa af þessu, á HM á Spáni árið 1982. Kúveit var þá að spila á móti stórliði Frakklands með Michel Platini í fararbroddi en Kúveitar voru á þessum tíma eitt öflugasta liðið í Asíu og það langöflugasta á Arabíuskaganum. Kúveitar lentu í mjög erfiðum riðli með Englandi, Frakklandi og Tékkóslóvakíu en gerðu gott jafntefli við Tékkana í fyrstu umferð, 1-1. Skemmst er frá því að segja að Frakkland vann Kúveit í þessum sögulega leik í Valladolid, 4-1, en hreint ótrúlegt atvik kom upp í seinni hálfleik þegar að Kúveitar hótuðu að yfirgefa völlinn.Allir heim! Bernard Genghini skoraði fyrsta mark Frakklands á 31. mínútu og sjálfur Michel Platini tvöfaldaði forskotið á markamínútunni, tveimur mínútum fyrir leikslok. Didier Six skoraði svo þriðja markið á 48. mínútu áður en Abdullah Al-Buloushi minnkaði muninn í 3-1 á 75. mínútu. Skömmu síðar skoraði Alain Giresse fjórða markið með þrumuskoti en allir leikmenn, þar á meðal markvörður Kúveit, hreyfðu hvorki legg né lið. Þeir töldu sig hafa heyrt flaut frá dómaranum og að leikurinn væri stopp. Flautið, ef eitthvað var, kom líklega úr stúkunni. Svo var ekki og trylltust þeir út í dómarann. Enginn var þó reiðari en Prins Fahid, forseti kúveiska knattspyrnusambandsins, sem kom niður úr sæti sínu og skipaði leikmönnum og brasilíska þjálfaranum Carlos Alberto Pereira (sem vann HM 1994 með Brössum) að yfirgefa völlinn. Það datt engum leikmanni neitt annað í hug en að hlýða prinsinum og voru Kúveitar við að að yfirgefa völlinn í Valladolid þegar að sovéski dómarinn Myroslav Stupar bugaðist undan hótunum Kúveita og dæmdi markið af. Allt í einu var þetta löglega mark afskráð og Stupar bauð upp á dómarakast þar sem að Giresse hafði skotið boltanum. Þetta skipti á endanum engu máli því að Maxime Bossis skoraði fjórða markið á 89. mínútu. Lokatölur, 4-1, í sögulegum leik.Bernard Genghini á ferðinni í leiknum fræga.vísir/gettyÍ síðasta skipti Trevor Francis skoraði eina mark Englendinga í 1-0 sigri á Kúveit í lokaumferð riðlakeppninnar en England og Frakkland fóru áfram en Kúveit fór heim með þetta eina stig en það hafnaði í neðsta sæti D-riðils. Þetta var í síðasta skipti sem Kúveit átti eftir að taka þátt á HM en það hafði aldrei áður unnið sér inn þátttökurétt á heimsmeistaramóti og hefur ekki sést aftur síðan að það var með á Spáni fyrir 36 árum. Það vill svo skemmtilega til að þetta var einnig í síðasta skipti sem sovéski dómarinn dæmdi leik á HM og í raun síðasta skipti sem hann dæmdi leik á vegum FIFA. Hann var bannaður frá dómgæslu eftir þessa stórfurðulegu ákvörðun. Prins Fahid var svo sektaður um 8.000 dollara en það skipti olíuprinsinn nákvæmlega engu máli. Hann fékk sínu framgengt í Valladolid þó svo að það gerði ekkert fyrir liðið hans nema gera það að athlægi. Frakkar fóru alla leið í undanúrslit en töpuðu fyrir Vestur-Þýskalandi í vítaspyrnukeppni en Englendingar sátu eftir í milliriðlum eftir jafntefli gegn Þjóðverjum og Spáni.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir 10 dagar í HM: Verða James og höfrungurinn toppaðir? James Rodríguez skoraði tvö af þremur flottustu mörkum HM 2014 í Brasilíu. 4. júní 2018 11:00 9 dagar í HM: Atvikið sem átti að sundra Rooney og Ronaldo gerði þá að meisturum Cristiano Ronaldo sá til þess að Wayne Rooney fékk rautt spjald á móti Portúgal á HM 2006. 5. júní 2018 11:00 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Tólf leikmenn komnir til KR Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Sjá meira
10 dagar í HM: Verða James og höfrungurinn toppaðir? James Rodríguez skoraði tvö af þremur flottustu mörkum HM 2014 í Brasilíu. 4. júní 2018 11:00
9 dagar í HM: Atvikið sem átti að sundra Rooney og Ronaldo gerði þá að meisturum Cristiano Ronaldo sá til þess að Wayne Rooney fékk rautt spjald á móti Portúgal á HM 2006. 5. júní 2018 11:00