Mohamed Salah er í HM-hópi Egypta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júní 2018 11:15 Mohamed Salah. Vísir/Getty Mohamed Salah, framherji Liverpool, er í 23 manna HM-hópi Egyptalands sem var tilkynntur í dag. Salah fer því á HM í Rússlandi sem hefst eftir tæpar tvær vikur. Mohamed Salah meiddist illa á öxl í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á dögunum og óttuðust margir að hann myndi fyrir vikið missa af heimsmeistarakeppninni. Nú er ljóst að Mohamed Salah fer á HM því hann er valinn í hópinn. Læknar egypska landsliðsins hafa fylgst náið með bata leikmannsins og hann fær að fara með til Rússlands. Egyptar þurfa nauðsynlega á Salah að halda en liðið gerði markalaust jafntefli á móti Kólumbíu í fyrsta vináttulandsleik sínum þar sem sóknarleikur liðsins var afar bitlaus. Það er samt talið vera líklegast að Mohamed Salah missi af fyrstu leikjum Egypta í keppninni en fyrsti leikur þeirra er á móti Úrúgvæ 15. júní. Mohamed Salah hefur verið í endurhæfingu allt frá því að hann meiddist á móti Real Madrid og allan þennan tíma hefur hann ekkert verið í kringum egypska landsliðið. Salah mun ekki hitta liðsfélaga sína fyrr en 9. júní en fram að því verður hann í umræddri sérmeðferð. Hvort að Mohamed Salah nái leiknum á móti Rússum 19. júní er önnur saga en hann ætti að vera orðinn leikfær fyrir lokaleikinn á móti Sádí Arabíu.اhref="https://t.co/rHNeoGMAej">pic.twitter.com/rHNeoGMAej — EFA.eg (@EFA) June 4, 2018HM-hópur Egypta:Markmenn: Essam El Hadary (Al Taawoun), Mohamed El-Shennawy (Al Ahly), Sherif Ekramy (Al Ahly).Varnarmenn: Ahmed Fathi, Saad Samir, Ayman Ashraf (all Al Ahly), Mahmoud Hamdy (Zamalek), Mohamed Abdel-Shafy (Al Fateh), Ahmed Hegazi (West Brom), Ali Gabr (Zamalek), Ahmed Elmohamady (Aston Villa), Omar Gaber (Los Angeles FC).Miðjumenn: Tarek Hamed, (Zamalek), Shikabala (Zamalek), Abdallah Said (Al Ahli), Sam Morsy (Wigan Athletic), Mohamed Elneny (Arsenal), Mahmoud Kahraba (Al Ittihad), Ramadan Sobhi (Stoke City), Mahmoud Hassan (Kasimpasa), Amr Warda (Atromitos Athens).Sóknarmenn: Marwan Mohsen (Al Ahly), Mohamed Salah (Liverpool). Enski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Sjá meira
Mohamed Salah, framherji Liverpool, er í 23 manna HM-hópi Egyptalands sem var tilkynntur í dag. Salah fer því á HM í Rússlandi sem hefst eftir tæpar tvær vikur. Mohamed Salah meiddist illa á öxl í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á dögunum og óttuðust margir að hann myndi fyrir vikið missa af heimsmeistarakeppninni. Nú er ljóst að Mohamed Salah fer á HM því hann er valinn í hópinn. Læknar egypska landsliðsins hafa fylgst náið með bata leikmannsins og hann fær að fara með til Rússlands. Egyptar þurfa nauðsynlega á Salah að halda en liðið gerði markalaust jafntefli á móti Kólumbíu í fyrsta vináttulandsleik sínum þar sem sóknarleikur liðsins var afar bitlaus. Það er samt talið vera líklegast að Mohamed Salah missi af fyrstu leikjum Egypta í keppninni en fyrsti leikur þeirra er á móti Úrúgvæ 15. júní. Mohamed Salah hefur verið í endurhæfingu allt frá því að hann meiddist á móti Real Madrid og allan þennan tíma hefur hann ekkert verið í kringum egypska landsliðið. Salah mun ekki hitta liðsfélaga sína fyrr en 9. júní en fram að því verður hann í umræddri sérmeðferð. Hvort að Mohamed Salah nái leiknum á móti Rússum 19. júní er önnur saga en hann ætti að vera orðinn leikfær fyrir lokaleikinn á móti Sádí Arabíu.اhref="https://t.co/rHNeoGMAej">pic.twitter.com/rHNeoGMAej — EFA.eg (@EFA) June 4, 2018HM-hópur Egypta:Markmenn: Essam El Hadary (Al Taawoun), Mohamed El-Shennawy (Al Ahly), Sherif Ekramy (Al Ahly).Varnarmenn: Ahmed Fathi, Saad Samir, Ayman Ashraf (all Al Ahly), Mahmoud Hamdy (Zamalek), Mohamed Abdel-Shafy (Al Fateh), Ahmed Hegazi (West Brom), Ali Gabr (Zamalek), Ahmed Elmohamady (Aston Villa), Omar Gaber (Los Angeles FC).Miðjumenn: Tarek Hamed, (Zamalek), Shikabala (Zamalek), Abdallah Said (Al Ahli), Sam Morsy (Wigan Athletic), Mohamed Elneny (Arsenal), Mahmoud Kahraba (Al Ittihad), Ramadan Sobhi (Stoke City), Mahmoud Hassan (Kasimpasa), Amr Warda (Atromitos Athens).Sóknarmenn: Marwan Mohsen (Al Ahly), Mohamed Salah (Liverpool).
Enski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Sjá meira