Kári: „Einhver álög á okkur í æfingaleikjum“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. júní 2018 23:07 Kári Árnason bar fyrirliðabandið í fjarveru Arons Einars Gunnarssonar í vináttulandsleik Íslands og Noregs á Laugardalsvelli í kvöld. Lærisveinar Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfara Noregs, fóru með sigur af hólmi. Kári var svekktur með tapið en ekkert of stressaður varðandi framhaldið. „Það er náttúrulega bara ömurlegt, sérstaklega þegar það er íslenska landsliðið. Það eru einhver álög á okkur í þessum æfingaleikjum, það bara gengur ekkert. Það voru alveg jákvæðir punktar í þessu en við megum ekki sofa svona á verðinum og glutra þessu niður á lokamínútunum,“ sagði Kári í samtali við Arnar Björnsson eftir leik spurður um hvort ekki væri leiðinlegt að horfa á liðið sitt tapa sem fyrirliði. Að mati Kára var sóknarleikur liðsins það jákvæðasta en klaufaskapur í vörninni kostaði liðið sigurinn á lokasprettinum. „Við skorum tvö mörk og mér fannst við hafa stjórn á þeim. Svo setja þeir tvo spræka menn inn á og við kannski glímum ekki nógu vel við það. Samt, það er algjör óþarfi að fá svona mörk á sig og svo úr löngu innkasti,“ sagði Kári. Hann hefur þó ekki miklar áhyggjur af framhaldinu en leikurinn gegn Noregi var liður í lokaundirbúning fyrir Heimsmeistaramótið í Rússlandi sem hefst innan skamms. „Það er svolítið langt síðan við höfum spilað saman og við erum bara að stilla saman strengi. Þetta er partur af undirbúningnum. Við fengum líka skell á móti þeim út í Noregi síðast þannig að vonandi er þetta góðs viti,“ segir Kári. Framundan er leikur á fimmtudaginn gegn Gana sem menn binda vonir við að verði góður undirbúningur fyrir leikinn gegn Nígeríu í D-riðli HM. En við hverju býst Kári í þeim leik? „Ég býst við allt öðruvísi liði,“ sagði Kári. „Það verður allt annar leikur og við leggjum hann öðruvísi upp. “ HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Gylfi eftir markið í kvöld: „Held ég verði klár gegn Argentínu“ Gylfi Þór Sigurðsson skoraði eitt marka Íslands er liðið tapaði 3-2 fyrir Noregi í vináttulandsleik í kvöld. Gylfi hefur verið meiddur í þrjá mánuði en það tók hann sex mínútur að skora í kvöld. 2. júní 2018 22:53 Einkunnir Íslands: Rúrik maður leiksins Rúrik Gíslason nýtti tækifærið manna best þegar Ísland tapaði fyrir Noregi á Laugardalsvelli í kvöld. 2. júní 2018 22:13 Umfjöllun: Ísland - Noregur 2-3 | Síðasta kennslustundin frá Lars Ísland komst í vænlega stöðu gegn Noregi í kvöld en klúðraði málunum á síðustu mínútunum og tapaði fyrir Lars Lagerbäck og lærisveinum hans í norska landsliðinu. 2. júní 2018 22:15 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Sjá meira
Kári Árnason bar fyrirliðabandið í fjarveru Arons Einars Gunnarssonar í vináttulandsleik Íslands og Noregs á Laugardalsvelli í kvöld. Lærisveinar Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfara Noregs, fóru með sigur af hólmi. Kári var svekktur með tapið en ekkert of stressaður varðandi framhaldið. „Það er náttúrulega bara ömurlegt, sérstaklega þegar það er íslenska landsliðið. Það eru einhver álög á okkur í þessum æfingaleikjum, það bara gengur ekkert. Það voru alveg jákvæðir punktar í þessu en við megum ekki sofa svona á verðinum og glutra þessu niður á lokamínútunum,“ sagði Kári í samtali við Arnar Björnsson eftir leik spurður um hvort ekki væri leiðinlegt að horfa á liðið sitt tapa sem fyrirliði. Að mati Kára var sóknarleikur liðsins það jákvæðasta en klaufaskapur í vörninni kostaði liðið sigurinn á lokasprettinum. „Við skorum tvö mörk og mér fannst við hafa stjórn á þeim. Svo setja þeir tvo spræka menn inn á og við kannski glímum ekki nógu vel við það. Samt, það er algjör óþarfi að fá svona mörk á sig og svo úr löngu innkasti,“ sagði Kári. Hann hefur þó ekki miklar áhyggjur af framhaldinu en leikurinn gegn Noregi var liður í lokaundirbúning fyrir Heimsmeistaramótið í Rússlandi sem hefst innan skamms. „Það er svolítið langt síðan við höfum spilað saman og við erum bara að stilla saman strengi. Þetta er partur af undirbúningnum. Við fengum líka skell á móti þeim út í Noregi síðast þannig að vonandi er þetta góðs viti,“ segir Kári. Framundan er leikur á fimmtudaginn gegn Gana sem menn binda vonir við að verði góður undirbúningur fyrir leikinn gegn Nígeríu í D-riðli HM. En við hverju býst Kári í þeim leik? „Ég býst við allt öðruvísi liði,“ sagði Kári. „Það verður allt annar leikur og við leggjum hann öðruvísi upp. “
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Gylfi eftir markið í kvöld: „Held ég verði klár gegn Argentínu“ Gylfi Þór Sigurðsson skoraði eitt marka Íslands er liðið tapaði 3-2 fyrir Noregi í vináttulandsleik í kvöld. Gylfi hefur verið meiddur í þrjá mánuði en það tók hann sex mínútur að skora í kvöld. 2. júní 2018 22:53 Einkunnir Íslands: Rúrik maður leiksins Rúrik Gíslason nýtti tækifærið manna best þegar Ísland tapaði fyrir Noregi á Laugardalsvelli í kvöld. 2. júní 2018 22:13 Umfjöllun: Ísland - Noregur 2-3 | Síðasta kennslustundin frá Lars Ísland komst í vænlega stöðu gegn Noregi í kvöld en klúðraði málunum á síðustu mínútunum og tapaði fyrir Lars Lagerbäck og lærisveinum hans í norska landsliðinu. 2. júní 2018 22:15 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Sjá meira
Gylfi eftir markið í kvöld: „Held ég verði klár gegn Argentínu“ Gylfi Þór Sigurðsson skoraði eitt marka Íslands er liðið tapaði 3-2 fyrir Noregi í vináttulandsleik í kvöld. Gylfi hefur verið meiddur í þrjá mánuði en það tók hann sex mínútur að skora í kvöld. 2. júní 2018 22:53
Einkunnir Íslands: Rúrik maður leiksins Rúrik Gíslason nýtti tækifærið manna best þegar Ísland tapaði fyrir Noregi á Laugardalsvelli í kvöld. 2. júní 2018 22:13
Umfjöllun: Ísland - Noregur 2-3 | Síðasta kennslustundin frá Lars Ísland komst í vænlega stöðu gegn Noregi í kvöld en klúðraði málunum á síðustu mínútunum og tapaði fyrir Lars Lagerbäck og lærisveinum hans í norska landsliðinu. 2. júní 2018 22:15