Sá þriðji til að spila í fimm lokakeppnum HM Arnar Geir Halldórsson skrifar 18. júní 2018 07:30 Marquez í leiknum í gær vísir/getty Mexíkóski varnarmaðurinn Rafael Marquez skráði nafn sitt á spjöld HM-sögunnar þegar hann kom inn á sem varamaður í fræknum sigri Mexíkó á heimsmeisturum Þjóðverja í gær. Hinn 39 ára gamli Marquez kom inná á 74.mínútu. Hann hefur nú spilað í fimm lokakeppnum HM og kemur sér þar með í hóp með landa sínum, Antonio Carbajal og þýsku goðsögninni Lothar Matthaus en þessir þrír eru þeir einu sem hafa náð að spila í fimm lokakeppnum. „Ég var ekki að hugsa um þetta met þegar ég kom inn á. Leikurinn var í járnum og ég vildi bara skila mínu. Það var mikið undir,“ sagði gamla brýnið í lok leiks. Hann trúir því að Mexíkó geti náð langt í keppninni. „Ég er í frábæru formi og líður vel fyrir framhaldið í keppninni. Það hafði enginn trú á að við gætum náð úrslitum gegn Þýskalandi nema við sjálfir. Við höfum öll tól til að ná langt í þessari keppni.“ Marquez spilaði í fyrsta skipti á HM í Suður-Kóreu og Japan árið 2002 og var svo með Mexíkó 2006, 2010, 2014 og í ár. Hann gerði garðinn frægan með Barcelona á árunum 2003-2010 en hefur auk þess leikið með Monaco, New York Red Bulls, Leon, Hellas Verona og uppeldisfélagi sínu; Atlas í Mexíkó þar sem hann leikur nú. Gianluigi Buffon var í hópi Ítala í fimm lokakeppnum en spilaði ekkert á HM í Frakklandi 1998 þegar Gianluca Pagluica varði mark Ítala. Buffon og félagar misstu af farseðli á HM í Rússlandi með því að tapa fyrir Svíum í umspili. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Fögnuðu svo mikið að jarðskjálftamælar fóru af stað Mexíkó náði einum bestu úrslitum heimsmeistaramótsins í Rússlandi til þessa með 1-0 sigir á ríkjandi heimsmeisturum Þjóðverja í dag. 17. júní 2018 22:00 Lozano hetjan í sigri Mexíkó Mexíkó bar sigur úr býtum gegn Þýskalandi í fyrsta leik F-riðils á HM í Rússlandi en það var Hirving Lozano sem skoraði eina mark leiksins. 17. júní 2018 16:45 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fleiri fréttir Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Sjá meira
Mexíkóski varnarmaðurinn Rafael Marquez skráði nafn sitt á spjöld HM-sögunnar þegar hann kom inn á sem varamaður í fræknum sigri Mexíkó á heimsmeisturum Þjóðverja í gær. Hinn 39 ára gamli Marquez kom inná á 74.mínútu. Hann hefur nú spilað í fimm lokakeppnum HM og kemur sér þar með í hóp með landa sínum, Antonio Carbajal og þýsku goðsögninni Lothar Matthaus en þessir þrír eru þeir einu sem hafa náð að spila í fimm lokakeppnum. „Ég var ekki að hugsa um þetta met þegar ég kom inn á. Leikurinn var í járnum og ég vildi bara skila mínu. Það var mikið undir,“ sagði gamla brýnið í lok leiks. Hann trúir því að Mexíkó geti náð langt í keppninni. „Ég er í frábæru formi og líður vel fyrir framhaldið í keppninni. Það hafði enginn trú á að við gætum náð úrslitum gegn Þýskalandi nema við sjálfir. Við höfum öll tól til að ná langt í þessari keppni.“ Marquez spilaði í fyrsta skipti á HM í Suður-Kóreu og Japan árið 2002 og var svo með Mexíkó 2006, 2010, 2014 og í ár. Hann gerði garðinn frægan með Barcelona á árunum 2003-2010 en hefur auk þess leikið með Monaco, New York Red Bulls, Leon, Hellas Verona og uppeldisfélagi sínu; Atlas í Mexíkó þar sem hann leikur nú. Gianluigi Buffon var í hópi Ítala í fimm lokakeppnum en spilaði ekkert á HM í Frakklandi 1998 þegar Gianluca Pagluica varði mark Ítala. Buffon og félagar misstu af farseðli á HM í Rússlandi með því að tapa fyrir Svíum í umspili.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Fögnuðu svo mikið að jarðskjálftamælar fóru af stað Mexíkó náði einum bestu úrslitum heimsmeistaramótsins í Rússlandi til þessa með 1-0 sigir á ríkjandi heimsmeisturum Þjóðverja í dag. 17. júní 2018 22:00 Lozano hetjan í sigri Mexíkó Mexíkó bar sigur úr býtum gegn Þýskalandi í fyrsta leik F-riðils á HM í Rússlandi en það var Hirving Lozano sem skoraði eina mark leiksins. 17. júní 2018 16:45 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fleiri fréttir Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Sjá meira
Fögnuðu svo mikið að jarðskjálftamælar fóru af stað Mexíkó náði einum bestu úrslitum heimsmeistaramótsins í Rússlandi til þessa með 1-0 sigir á ríkjandi heimsmeisturum Þjóðverja í dag. 17. júní 2018 22:00
Lozano hetjan í sigri Mexíkó Mexíkó bar sigur úr býtum gegn Þýskalandi í fyrsta leik F-riðils á HM í Rússlandi en það var Hirving Lozano sem skoraði eina mark leiksins. 17. júní 2018 16:45