Frederik með kennslubók í íslensku og Ragga á kantinum Kolbeinn Tumi Daðason í Kabardinka skrifar 13. júní 2018 14:15 Frederik Schram á markmannsæfingu á æfingasvæðinu í Kabardinka. Vísir/Vilhelm Markvörðurinn Frederik Schram hefur aldrei búið á Íslandi. Hann hefur hins vegar spilað sextán sinnum fyrir Íslands hönd, fjórum sinnum með A-liðinu og tólf sinnum með yngri landsliðum. Hann segir það aldrei hafa verið neitt val að velja Ísland þrátt fyrir að hafa búið í Danmörku allt sitt líf. Að spila fyrir Ísland væri draumur og nú er hann að reyna að ná tökum á íslenskunni. Blaðamaður ræddi við Frederik á ensku sem hann talar með hefðbundnum dönskum hreim. Hann skaut þó inn einu og einu orði á íslensku sem birtast í gæsalöppum hér að neðan. „Ég skil meira og meira og mér finnst þetta ganga frekar vel. Ég er með „kennslubók“ og er að reyna að bæta mig dag frá degi. Læra orð en það er erfitt að „beygja orðin“. Tungumálið er mjög erfitt að læra en ég ætla að læra það. Ég geri mitt besta og auðvitað eru allir í kringum mig að tala íslensku. Ég heyri hana stöðugt, reyni að tala en svo gríp ég í enskuna þegar flóknari hlutir eru til umræður. En annars reyni ég eins og ég get.“ En hver ætli sé besti kennarinn í hópnum? Ragnar Sigurðsson fyrir miðju á tali við Emil Hallfreðsson.Vísir/Vilhelm„Raggi er mjög góður í tungumálum, ekki aðeins íslensku heldur talar hann reiprennandi sænsku og dönsku og farinn að tala rússnesku. Rúrik og núna Samúel Kári sem ég hef verið herbergisfélagi með. Hann flettir í gegnum kennslubókina með mér og reynir að kenna mér.“ Frederik hefur búið í Danmörku allt sitt líf. Móðir hans er íslensk og faðir hans danskur. „Já, en ég tala reglulega við afa minn í síma. Hann talar gamaldags íslensku sem er auðveldara að skilja en strákarnir sem eiga það til að tala svolítið hratt og nota slangur. Svo það er alltaf auðveldara að skilja afa. Mamma talar reiprennandi íslensku en kenndi mér aldrei. Svoleiðis er þetta og nú verð ég bara að læra íslenskunna eins vel og ég get.“ Flest samskipti þjálfarateymisins við leikmennina fara fram á íslensku hvort sem er á æfingum eða fundum utan æfingatíma. Heimir Hallgrímsson þungt svæði á æfingasvæðinu hjá landsliðinu.Vísir/Vilhelm„Á fundunum skil ég svo til allt. Fótboltamál er eitthvað sem maður lærir hratt og það skil ég best. Það er ekkert vandamál.“ Það sé ekki þannig að eftir hvern fund, þegar Heimir spyrji hvort það séu einhverjar spurningar, að Frederik sé eitt stórt spurningamerki með hönd á lofti. „Ég hef bætt mig mjög mikið og skil í rauninni allt á fundunum. Auðvitað er eitt og eitt orð sem ég skil ekki og þá hugsa ég „hvaða helvítis orð er þetta?“ en þá get ég bara spurt eftir fundinn. En annars skil ég allt.“Frederik Schram spyrnir á æfingu landsliðsins.Vísir/VilhelmUm ákvörðunina að spila fyrir Ísland en ekki Danmörku segir kappinn: „Þetta var aldrei erfið ákvörðun. Ég hef alltaf verið íslenskur,“ segir Frederik og minnir á landsleiki sína fyrir yngri landsliðin þar sem sérstaklega gaman hafi verið að mæta Danmörku, og sigri Dani. „Þegar ég var fjórtán eða fimmtán fór ég á æfingar til að komast í 17 ára hópinn hjá KSÍ. Þetta hefur aldrei verið spurning. Það hefur alltaf verið draumur minn að vera í hópnum.“ En er þetta eins og draumur hérna úti? „Það er pínu erfitt að átta sig á því að maður er hérna. En maður verður bara að gera sitt besta og njóta hvers dags. Þá getur maður vonandi síðar meir litið til baka og átt góða minningu.“ HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Sjá meira
Markvörðurinn Frederik Schram hefur aldrei búið á Íslandi. Hann hefur hins vegar spilað sextán sinnum fyrir Íslands hönd, fjórum sinnum með A-liðinu og tólf sinnum með yngri landsliðum. Hann segir það aldrei hafa verið neitt val að velja Ísland þrátt fyrir að hafa búið í Danmörku allt sitt líf. Að spila fyrir Ísland væri draumur og nú er hann að reyna að ná tökum á íslenskunni. Blaðamaður ræddi við Frederik á ensku sem hann talar með hefðbundnum dönskum hreim. Hann skaut þó inn einu og einu orði á íslensku sem birtast í gæsalöppum hér að neðan. „Ég skil meira og meira og mér finnst þetta ganga frekar vel. Ég er með „kennslubók“ og er að reyna að bæta mig dag frá degi. Læra orð en það er erfitt að „beygja orðin“. Tungumálið er mjög erfitt að læra en ég ætla að læra það. Ég geri mitt besta og auðvitað eru allir í kringum mig að tala íslensku. Ég heyri hana stöðugt, reyni að tala en svo gríp ég í enskuna þegar flóknari hlutir eru til umræður. En annars reyni ég eins og ég get.“ En hver ætli sé besti kennarinn í hópnum? Ragnar Sigurðsson fyrir miðju á tali við Emil Hallfreðsson.Vísir/Vilhelm„Raggi er mjög góður í tungumálum, ekki aðeins íslensku heldur talar hann reiprennandi sænsku og dönsku og farinn að tala rússnesku. Rúrik og núna Samúel Kári sem ég hef verið herbergisfélagi með. Hann flettir í gegnum kennslubókina með mér og reynir að kenna mér.“ Frederik hefur búið í Danmörku allt sitt líf. Móðir hans er íslensk og faðir hans danskur. „Já, en ég tala reglulega við afa minn í síma. Hann talar gamaldags íslensku sem er auðveldara að skilja en strákarnir sem eiga það til að tala svolítið hratt og nota slangur. Svo það er alltaf auðveldara að skilja afa. Mamma talar reiprennandi íslensku en kenndi mér aldrei. Svoleiðis er þetta og nú verð ég bara að læra íslenskunna eins vel og ég get.“ Flest samskipti þjálfarateymisins við leikmennina fara fram á íslensku hvort sem er á æfingum eða fundum utan æfingatíma. Heimir Hallgrímsson þungt svæði á æfingasvæðinu hjá landsliðinu.Vísir/Vilhelm„Á fundunum skil ég svo til allt. Fótboltamál er eitthvað sem maður lærir hratt og það skil ég best. Það er ekkert vandamál.“ Það sé ekki þannig að eftir hvern fund, þegar Heimir spyrji hvort það séu einhverjar spurningar, að Frederik sé eitt stórt spurningamerki með hönd á lofti. „Ég hef bætt mig mjög mikið og skil í rauninni allt á fundunum. Auðvitað er eitt og eitt orð sem ég skil ekki og þá hugsa ég „hvaða helvítis orð er þetta?“ en þá get ég bara spurt eftir fundinn. En annars skil ég allt.“Frederik Schram spyrnir á æfingu landsliðsins.Vísir/VilhelmUm ákvörðunina að spila fyrir Ísland en ekki Danmörku segir kappinn: „Þetta var aldrei erfið ákvörðun. Ég hef alltaf verið íslenskur,“ segir Frederik og minnir á landsleiki sína fyrir yngri landsliðin þar sem sérstaklega gaman hafi verið að mæta Danmörku, og sigri Dani. „Þegar ég var fjórtán eða fimmtán fór ég á æfingar til að komast í 17 ára hópinn hjá KSÍ. Þetta hefur aldrei verið spurning. Það hefur alltaf verið draumur minn að vera í hópnum.“ En er þetta eins og draumur hérna úti? „Það er pínu erfitt að átta sig á því að maður er hérna. En maður verður bara að gera sitt besta og njóta hvers dags. Þá getur maður vonandi síðar meir litið til baka og átt góða minningu.“
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Sjá meira