Ísland aðeins sjö prósentum frá öðru sæti riðilsins í útreikningum Opta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. júní 2018 16:00 Hvernig ætli Gylfa Þór Sigurðssyni lítist á þessa spá. Vísir/EPA Fjölmiðlar og tölfræðiþjónustur keppast nú við að spá fyrir um gang mála í riðlakeppni HM í fótbolta í Rússlandi sem hefst seinna í vikunni og það er alltaf fróðlegt að skoða hvaða trú þessir aðilar hafa á íslensku strákunum. Ísland rekur sem dæmi lestina í spá íþróttatölfræðiþjónustunnar Opta um lokastöðuna í D-riðli HM í fótbolta í Rússlandi en íslensku strákarnir eru samt ekki langt frá öðru sætinu sem myndi gefa sæti í sextán liða úrslitunum. Argentínumenn eiga að vinna yfirburðarsigur í D-riðlinum en það eru 75,7 prósent líkur á því að þeir komist áfram í útsláttarkeppnina. Öll hin þrjú liðin í riðlinum eru með minna en 50 prósent líkur á því að enda í öðru af tveimur efstu sætum riðilsins. Króatar eru með 45,2 prósent líkur á því að komast áfram, líkur nígeríska landsliðsins eru 40,6 prósent og íslensku strákarnir eru að lokum með 38,5 prósent líkur á sæti í sextán liða úrslitunum. Þetta þýðir um leið að strákarnir eru innan við sjö prósentum frá öðru sæti riðilsins samkvæmt útreikningum Opta. Samkvæmt þessu má búast við mjög spennandi keppni í D-riðlinum sem margir fjölmiðlar hafa litið á sem einn þann jafnasta í heimsmeistarakeppninni í ár. Spá Opta í D-riðli má sjá hér fyrir neðan.D - Based on our World Cup predictor, Opta give Argentina (75.7%) the best chance of progressing from Group D at the 2018 @FIFAWorldCup. Wisdom. For more info on the how the Opta Predictor is calculated, click here: https://t.co/O5yVz0Y0Zl#ARG#CRO#NGA#ISLpic.twitter.com/lh5MHw9Ksa — OptaJoe (@OptaJoe) June 12, 2018Það eru síðan aðeins 1,3 prósent líkur á því að strákarnir okkar verði heimsmeistarar í ár en brasilíska landsliðið er sigurstranglegast eins og sjá má hér fyrir neðan.13.2% - Based on our World Cup predictor, Opta give Brazil the highest chance of winning the 2018 World Cup (13.2%), followed by Germany (10.7%) & Argentina (10.1%). Probability. For more info on the how the Opta Predictor is calculated, click here: https://t.co/O5yVz0Y0Zlpic.twitter.com/MOjnESld6Z — OptaJoe (@OptaJoe) June 12, 2018 HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Sjá meira
Fjölmiðlar og tölfræðiþjónustur keppast nú við að spá fyrir um gang mála í riðlakeppni HM í fótbolta í Rússlandi sem hefst seinna í vikunni og það er alltaf fróðlegt að skoða hvaða trú þessir aðilar hafa á íslensku strákunum. Ísland rekur sem dæmi lestina í spá íþróttatölfræðiþjónustunnar Opta um lokastöðuna í D-riðli HM í fótbolta í Rússlandi en íslensku strákarnir eru samt ekki langt frá öðru sætinu sem myndi gefa sæti í sextán liða úrslitunum. Argentínumenn eiga að vinna yfirburðarsigur í D-riðlinum en það eru 75,7 prósent líkur á því að þeir komist áfram í útsláttarkeppnina. Öll hin þrjú liðin í riðlinum eru með minna en 50 prósent líkur á því að enda í öðru af tveimur efstu sætum riðilsins. Króatar eru með 45,2 prósent líkur á því að komast áfram, líkur nígeríska landsliðsins eru 40,6 prósent og íslensku strákarnir eru að lokum með 38,5 prósent líkur á sæti í sextán liða úrslitunum. Þetta þýðir um leið að strákarnir eru innan við sjö prósentum frá öðru sæti riðilsins samkvæmt útreikningum Opta. Samkvæmt þessu má búast við mjög spennandi keppni í D-riðlinum sem margir fjölmiðlar hafa litið á sem einn þann jafnasta í heimsmeistarakeppninni í ár. Spá Opta í D-riðli má sjá hér fyrir neðan.D - Based on our World Cup predictor, Opta give Argentina (75.7%) the best chance of progressing from Group D at the 2018 @FIFAWorldCup. Wisdom. For more info on the how the Opta Predictor is calculated, click here: https://t.co/O5yVz0Y0Zl#ARG#CRO#NGA#ISLpic.twitter.com/lh5MHw9Ksa — OptaJoe (@OptaJoe) June 12, 2018Það eru síðan aðeins 1,3 prósent líkur á því að strákarnir okkar verði heimsmeistarar í ár en brasilíska landsliðið er sigurstranglegast eins og sjá má hér fyrir neðan.13.2% - Based on our World Cup predictor, Opta give Brazil the highest chance of winning the 2018 World Cup (13.2%), followed by Germany (10.7%) & Argentina (10.1%). Probability. For more info on the how the Opta Predictor is calculated, click here: https://t.co/O5yVz0Y0Zlpic.twitter.com/MOjnESld6Z — OptaJoe (@OptaJoe) June 12, 2018
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Sjá meira