Hannes fundaði með markvörðunum: „Mér fannst ég verða að segja nokkur orð“ Tómas Þór Þórðarson í Kabardinka skrifar 11. júní 2018 08:30 Hannes þór Halldórsson fer yfir málin með strákunum á æfingunni í gær. vísir/vilhelm Eins og kom fram í máli Guðmundar Hreiðarssonar, markvarðaþjálfara íslenska landsliðsins í fótbolta, fundaði markvarðaherinn á æfingu liðsins í gær að frumkvæði Hannesar Þórs Halldórssonar. Honum fannst hafa verið þungt yfir mönnum upp á síðkastið og æfingarnar því ekki á pari við það sem þær geta verið. „Þetta hafði ekkert með ferðalagið að gera eða neitt svoleiðis. Mér fannst bara þyngsli í mönnum þegar að æfingin rúllaði af stað og enginn léttleiki yfir mönnum,“ segir Hannes við Vísi en hann var til viðtals fyrir æfingu liðsins í morgun. „Upp á síðkastið hafa menn verið svolítið alvarlegir og þrúgaðir á þessum markmannsæfingum. Ég veit ekki hvort það er eitthvað stress í mönnum með HM framundan.“Hannes Þór Halldórsson á æfingunni í dag.vísir/vilhelmHannes er ellefu árum eldri en þeir Rúnar Alex og Frederik Schram og því ábyrgðin hjá aðalmarkverðinum að tæma pokann eins og Guðmundur komst að orði í gær. „Mér fannst ég bara þurfa að segja nokkur orð. Ég gerði það og við töluðum saman. Það létti yfir mannskapnum og nú erum við brosandi og í góðum gír,“ segir Hannes. „Ég hef verið í þessum aðstæðum áður og farið í mörg landsliðsverkefni. Ég veit hvað þessi þáttur skiptir miklu máli. Við æfum saman á hverjum degi og vinnum mikið saman.“ „Það skemmtilegasta sem maður getur gert er að fara á markmannsæfingu og sérstaklega í svona aðstæðum. Maður á að hafa þetta sem skemmtilegast til að fá sem mest út úr æfingunni. Maður á að brosa og mynda stemningu. Það voru skilaboðin mín og ég held að þau hafi alveg náð í gegn,“ segir Hannes Þór Halldórsson.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Íslenskt rok í Kabardinka Íslensku strákarnir verða á heimavelli á æfingu sinni í Rússlandi á eftir því það blæs ansi kröftuglega í sjávarbænum Kabardinka í dag. 11. júní 2018 07:00 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Sjá meira
Eins og kom fram í máli Guðmundar Hreiðarssonar, markvarðaþjálfara íslenska landsliðsins í fótbolta, fundaði markvarðaherinn á æfingu liðsins í gær að frumkvæði Hannesar Þórs Halldórssonar. Honum fannst hafa verið þungt yfir mönnum upp á síðkastið og æfingarnar því ekki á pari við það sem þær geta verið. „Þetta hafði ekkert með ferðalagið að gera eða neitt svoleiðis. Mér fannst bara þyngsli í mönnum þegar að æfingin rúllaði af stað og enginn léttleiki yfir mönnum,“ segir Hannes við Vísi en hann var til viðtals fyrir æfingu liðsins í morgun. „Upp á síðkastið hafa menn verið svolítið alvarlegir og þrúgaðir á þessum markmannsæfingum. Ég veit ekki hvort það er eitthvað stress í mönnum með HM framundan.“Hannes Þór Halldórsson á æfingunni í dag.vísir/vilhelmHannes er ellefu árum eldri en þeir Rúnar Alex og Frederik Schram og því ábyrgðin hjá aðalmarkverðinum að tæma pokann eins og Guðmundur komst að orði í gær. „Mér fannst ég bara þurfa að segja nokkur orð. Ég gerði það og við töluðum saman. Það létti yfir mannskapnum og nú erum við brosandi og í góðum gír,“ segir Hannes. „Ég hef verið í þessum aðstæðum áður og farið í mörg landsliðsverkefni. Ég veit hvað þessi þáttur skiptir miklu máli. Við æfum saman á hverjum degi og vinnum mikið saman.“ „Það skemmtilegasta sem maður getur gert er að fara á markmannsæfingu og sérstaklega í svona aðstæðum. Maður á að hafa þetta sem skemmtilegast til að fá sem mest út úr æfingunni. Maður á að brosa og mynda stemningu. Það voru skilaboðin mín og ég held að þau hafi alveg náð í gegn,“ segir Hannes Þór Halldórsson.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Íslenskt rok í Kabardinka Íslensku strákarnir verða á heimavelli á æfingu sinni í Rússlandi á eftir því það blæs ansi kröftuglega í sjávarbænum Kabardinka í dag. 11. júní 2018 07:00 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Sjá meira
Íslenskt rok í Kabardinka Íslensku strákarnir verða á heimavelli á æfingu sinni í Rússlandi á eftir því það blæs ansi kröftuglega í sjávarbænum Kabardinka í dag. 11. júní 2018 07:00