„Þau telja oft ansi mikið fyrstu kynnin“ Arnar Björnsson í Gelendzhik skrifar 10. júní 2018 22:30 Heimir Hallgrímsson kann vel að meta gestrisni heimamanna. Vísir/Vilhelm „Völlurinn er mjög góður en orðinn skraufþurr í lok æfingar, það gerist nokkuð hratt hérna að hann þorni upp,“ sagði Heimir Hallgrímsson þjálfari eftir fyrstu æfingu landsliðsins hér í Gelendzhik. „Við erum mjög hrifin af því sem Rússarnir hafa gert. Sérstaklega þessi bær, þetta voru rústir einar fyrir ári. Hér er allt til fyrirmyndar og borgaryfirvöld hafa lagfært það sem við báðum um. Við getum ekki verið annað en ánægðir með það sem við sjáum svona við fyrstu kynni. Þau telja oft ansi mikið fyrstu kynnin.“ Það er ekki annað hægt að segja en að þið hafið fengið höfðinglegar mótttökur? „Nei það er ekki oft sem er full stúka á æfingu. Það hefur oft verið uppselt á leikina hjá þessum strákum en ég held að aldrei hafi verið uppselt á æfingu hjá okkur. Gaman að vera á skotæfingu og skora og það er klappað í stúkunni fyrir hvert mark sem maður skorar.“ Heimir segir mótttökurnar hafa verið góðar. „Bæjarstjórinn hefur sagt það við okkur að þeir vilji allt fyrir okkur gera. Ég vona að við verðum þeim og okkur Íslendingum til sóma og við getum átt góð samskipti hérna. Ég veit að þeir eru búnir að leggja mikið á sig eins og þú sérð þegar þú labbar um bæinn. Íslenski fáninn og myndir af íslensku leikmönnunum út um allt. Þau eru stolt af því að hafa okkur hérna og vonandi getum við haldið áfram að gera þau ennþá stoltari.“Vísir verður með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Sjá meira
„Völlurinn er mjög góður en orðinn skraufþurr í lok æfingar, það gerist nokkuð hratt hérna að hann þorni upp,“ sagði Heimir Hallgrímsson þjálfari eftir fyrstu æfingu landsliðsins hér í Gelendzhik. „Við erum mjög hrifin af því sem Rússarnir hafa gert. Sérstaklega þessi bær, þetta voru rústir einar fyrir ári. Hér er allt til fyrirmyndar og borgaryfirvöld hafa lagfært það sem við báðum um. Við getum ekki verið annað en ánægðir með það sem við sjáum svona við fyrstu kynni. Þau telja oft ansi mikið fyrstu kynnin.“ Það er ekki annað hægt að segja en að þið hafið fengið höfðinglegar mótttökur? „Nei það er ekki oft sem er full stúka á æfingu. Það hefur oft verið uppselt á leikina hjá þessum strákum en ég held að aldrei hafi verið uppselt á æfingu hjá okkur. Gaman að vera á skotæfingu og skora og það er klappað í stúkunni fyrir hvert mark sem maður skorar.“ Heimir segir mótttökurnar hafa verið góðar. „Bæjarstjórinn hefur sagt það við okkur að þeir vilji allt fyrir okkur gera. Ég vona að við verðum þeim og okkur Íslendingum til sóma og við getum átt góð samskipti hérna. Ég veit að þeir eru búnir að leggja mikið á sig eins og þú sérð þegar þú labbar um bæinn. Íslenski fáninn og myndir af íslensku leikmönnunum út um allt. Þau eru stolt af því að hafa okkur hérna og vonandi getum við haldið áfram að gera þau ennþá stoltari.“Vísir verður með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Sjá meira