Reglulegt bransatal við flugmennina í háloftunum Kolbeinn Tumi Daðason í Kabardinka skrifar 10. júní 2018 07:30 Rúrik Gíslason kíkti framm í til Guðmundar Gíslasonar flugstjóra og kollega hjá Icelandair. Vísir/Vilhelm Íslenska landsliðið í knattspyrnu er komið til Rússlands eftir samanlagt tíu klukkustunda ferðalag frá Hótel Hilton á Suðurlandsbraut á Hótel Nadezhda í Kabardinka. Liðið lagði af stað frá Hilton upp úr klukkan níu að íslenskum tíma og voru komnir á leiðarenda um klukkan 22 að staðartíma, klukkan sjö að íslenskum tíma. Babb kom í bátinn þegar í ljós kom að taska landsliðsþjálfarans Heimis Hallgrímssonar hafði farið í ranga rútu. Úr varð hálftíma seinkun á flugi en leikmenn komu við í Saga Lounge í Keflavík í stundarfjórðung eða svo áður en haldið var út í vél. Sungið var fyrir landsliðsmennina og þeim sýnt myndband með kveðjum ættingja og vina.Kveðjukoss fyrir brottför. Kristbjörg Jónasdóttir smellir einum á landsliðsfyrirliðinn.Vísir/VilhelmFlugið tók um sex klukkustundir og snæddu menn lax, nautalund, piri piri kjúkling og súkkulaðifrauð. Margir lögðu aftur augun en sumir nýttu tækifærið og kíktu í heimsókn í flugstjórnarklefann. Þar réð Guðmundur Gíslason flugstjóri ríkjum og spjallaði við gestkomandi. Nokkrir fjölmiðlar voru mættir á flugvöll landsliðsins þegar leikmenn snertu rússneska jörð áður en haldið var upp í sérmerkta rútu. Þaðan var ekið að hóteli íslenska liðsins þar sem bæjarstjórinn í Gelendzhik sagði nokkur vel valinn orð og bauð hópinn velkominn.Framundan í dag er opin æfing á æfingavelli strákanna klukkan 11:30 að staðartíma, eða klukkan 8:30 að íslenskum tíma. Þar mun bæjarbúum gefast kostur að bera strákana augum auk þess sem fjölmiðlar héðan og þaðan munu ræða við strákana í íslenska liðinu.Vísir verður með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.KR-ingarnir Albert Guðmundsson og Rúnar Alex Rúnarsson í fínasta pússinu í Leifsstöð í gær.Vísir/VilhelmSíðasti kaffibollinn á Íslandi fyrir brottför.Vísir/VilhelmÞessar voru heldur betur í stuði þegar strákarnir voru kvaddir í Keflavík.Vísir/VilhelmÞessar mættu um borð við lendingu í Gelendzhik og tóku vegabréf Íslendinganna.Vísir/VilhelmAron Einar lansliðsfyrirliði fór fyrstur leikmanna frá borði.Vísir/VilhelmHópurinn kominn á rússneska grundu. Í bakgrunni má sjá rútu íslenska liðsins, skreytta í fánalitunum og merkta Íslandi.Vísir/Vilhelm HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fleiri fréttir Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Íslenska landsliðið í knattspyrnu er komið til Rússlands eftir samanlagt tíu klukkustunda ferðalag frá Hótel Hilton á Suðurlandsbraut á Hótel Nadezhda í Kabardinka. Liðið lagði af stað frá Hilton upp úr klukkan níu að íslenskum tíma og voru komnir á leiðarenda um klukkan 22 að staðartíma, klukkan sjö að íslenskum tíma. Babb kom í bátinn þegar í ljós kom að taska landsliðsþjálfarans Heimis Hallgrímssonar hafði farið í ranga rútu. Úr varð hálftíma seinkun á flugi en leikmenn komu við í Saga Lounge í Keflavík í stundarfjórðung eða svo áður en haldið var út í vél. Sungið var fyrir landsliðsmennina og þeim sýnt myndband með kveðjum ættingja og vina.Kveðjukoss fyrir brottför. Kristbjörg Jónasdóttir smellir einum á landsliðsfyrirliðinn.Vísir/VilhelmFlugið tók um sex klukkustundir og snæddu menn lax, nautalund, piri piri kjúkling og súkkulaðifrauð. Margir lögðu aftur augun en sumir nýttu tækifærið og kíktu í heimsókn í flugstjórnarklefann. Þar réð Guðmundur Gíslason flugstjóri ríkjum og spjallaði við gestkomandi. Nokkrir fjölmiðlar voru mættir á flugvöll landsliðsins þegar leikmenn snertu rússneska jörð áður en haldið var upp í sérmerkta rútu. Þaðan var ekið að hóteli íslenska liðsins þar sem bæjarstjórinn í Gelendzhik sagði nokkur vel valinn orð og bauð hópinn velkominn.Framundan í dag er opin æfing á æfingavelli strákanna klukkan 11:30 að staðartíma, eða klukkan 8:30 að íslenskum tíma. Þar mun bæjarbúum gefast kostur að bera strákana augum auk þess sem fjölmiðlar héðan og þaðan munu ræða við strákana í íslenska liðinu.Vísir verður með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.KR-ingarnir Albert Guðmundsson og Rúnar Alex Rúnarsson í fínasta pússinu í Leifsstöð í gær.Vísir/VilhelmSíðasti kaffibollinn á Íslandi fyrir brottför.Vísir/VilhelmÞessar voru heldur betur í stuði þegar strákarnir voru kvaddir í Keflavík.Vísir/VilhelmÞessar mættu um borð við lendingu í Gelendzhik og tóku vegabréf Íslendinganna.Vísir/VilhelmAron Einar lansliðsfyrirliði fór fyrstur leikmanna frá borði.Vísir/VilhelmHópurinn kominn á rússneska grundu. Í bakgrunni má sjá rútu íslenska liðsins, skreytta í fánalitunum og merkta Íslandi.Vísir/Vilhelm
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fleiri fréttir Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Sjá meira