Öldungur fær arftaka eftir 110 ára þjónustu Kristján Már Unnarsson skrifar 21. júlí 2018 07:15 Aðalsteinn Jónsson, fyrrverandi bóndi á Klausturseli, við gömlu brúna yfir Jöklu. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Mesti öldungur vegakerfisins stendur á tímamótum. Eftir hundrað og tíu ára þjónustu við landsmenn er komið að því að brúin hjá Klausturseli á Jökuldal verði leyst af hólmi, en hún er talin sú elsta á landinu sem enn er í notkun fyrir bílaumferð. Myndir af brúnni voru sýndar í fréttum Stöðvar 2. Brúin er á Efri-Jökuldal á Austurlandi um sjötíu kílómetra frá Egilsstöðum og telst einhver sú merkasta á landinu. Aðalsteinn Jónsson, fyrrverandi bóndi á Klausturseli, kveðst ekki vita um neina eldri brú á vegakerfinu sem enn er í notkun. „Ég trúi því að hún eigi met sem samgöngutæki. Það eru eldri brýr á landinu sem eru fullkomlega í lagi en þjóna kannski ekki samskonar umferð og þessi,” segir Aðalsteinn.Brúin minnir á gamla ameríska járnbrautarbrú enda smíðuð í New York.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Hún minnir óneitanlega á gamla ameríska járnbrautarbrú enda af sama stofni. Hún var smíðuð í New York árið 1906 og kom til landsins með skipi til Vopnafjarðar. Veturinn 1908 var hún flutt þaðan á hestasleðum og reist sama ár yfir Jökulsá á Dal hjá Klausturseli. Árið 1944 var hún hækkuð upp og nýir stöplar settir undir hana eftir að flóð í ánni hafði næstum tekið hana. Árið 1974 var hún styrkt með nýju brúargólfi og svo var hundrað ára afmæli fagnað með viðhöfn fyrir tíu árum. „Ég fagnaði því ekkert sérstaklega. Ég fagnaði því að brúin skyldi ná þessum aldri en sem bóndi og notandi brúarinnar var það ekkert sérstakt gleðiefni fyrir mig að þurfa að búa við hana áfram.”Á bakkanum fjær má enn sjá gamla hlaðna steinstöpulinn sem brúin hvíldi á áður en hún var hækkuð upp árið 1944.Stöð 2/Arnar Halldórsson.En nú er komið að þáttaskilum, hér er verið að mæla fyrir nýrri brú sem reisa þarf til að Landsnet geti tvöfaldað háspennulínu milli Kröflu og Fljótsdalsstöðvar. Gamla brúin ber ekki þann tækjabúnað sem þarf vegna línulagningarinnar. „Það er hugmyndin að brúin risi í haust.”Starfsmenn verkfræðistofunnar Mannvits á Austurlandi mæla fyrir nýju brúnni, sem reisa á skammt ofan þeirrar gömlu.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Aðalsteinn vill samt halda þeirri gömlu. „Þetta eru fornminjar sem ber að vernda og þetta eigum við að varðveita í þeirri mynd sem er í dag og búið að vera í þessi 110 ár.” Hún verði minnisvarði um framsýni; að árið 1906 skyldi vera hannað brúarmannvirki sem ennþá sé fært mörgum nútímaökutækjum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Samgöngur Tengdar fréttir Ferðamenn sagðir ólmir í að skoða hið magnaða Stuðlagil Ferðamenn hafa uppgötvað stórfenglega náttúrusmíð á Austurlandi í gljúfri Jökulsár á Dal eftir að áin var stífluð við Kárahnjúka. 14. júlí 2018 22:00 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Mesti öldungur vegakerfisins stendur á tímamótum. Eftir hundrað og tíu ára þjónustu við landsmenn er komið að því að brúin hjá Klausturseli á Jökuldal verði leyst af hólmi, en hún er talin sú elsta á landinu sem enn er í notkun fyrir bílaumferð. Myndir af brúnni voru sýndar í fréttum Stöðvar 2. Brúin er á Efri-Jökuldal á Austurlandi um sjötíu kílómetra frá Egilsstöðum og telst einhver sú merkasta á landinu. Aðalsteinn Jónsson, fyrrverandi bóndi á Klausturseli, kveðst ekki vita um neina eldri brú á vegakerfinu sem enn er í notkun. „Ég trúi því að hún eigi met sem samgöngutæki. Það eru eldri brýr á landinu sem eru fullkomlega í lagi en þjóna kannski ekki samskonar umferð og þessi,” segir Aðalsteinn.Brúin minnir á gamla ameríska járnbrautarbrú enda smíðuð í New York.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Hún minnir óneitanlega á gamla ameríska járnbrautarbrú enda af sama stofni. Hún var smíðuð í New York árið 1906 og kom til landsins með skipi til Vopnafjarðar. Veturinn 1908 var hún flutt þaðan á hestasleðum og reist sama ár yfir Jökulsá á Dal hjá Klausturseli. Árið 1944 var hún hækkuð upp og nýir stöplar settir undir hana eftir að flóð í ánni hafði næstum tekið hana. Árið 1974 var hún styrkt með nýju brúargólfi og svo var hundrað ára afmæli fagnað með viðhöfn fyrir tíu árum. „Ég fagnaði því ekkert sérstaklega. Ég fagnaði því að brúin skyldi ná þessum aldri en sem bóndi og notandi brúarinnar var það ekkert sérstakt gleðiefni fyrir mig að þurfa að búa við hana áfram.”Á bakkanum fjær má enn sjá gamla hlaðna steinstöpulinn sem brúin hvíldi á áður en hún var hækkuð upp árið 1944.Stöð 2/Arnar Halldórsson.En nú er komið að þáttaskilum, hér er verið að mæla fyrir nýrri brú sem reisa þarf til að Landsnet geti tvöfaldað háspennulínu milli Kröflu og Fljótsdalsstöðvar. Gamla brúin ber ekki þann tækjabúnað sem þarf vegna línulagningarinnar. „Það er hugmyndin að brúin risi í haust.”Starfsmenn verkfræðistofunnar Mannvits á Austurlandi mæla fyrir nýju brúnni, sem reisa á skammt ofan þeirrar gömlu.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Aðalsteinn vill samt halda þeirri gömlu. „Þetta eru fornminjar sem ber að vernda og þetta eigum við að varðveita í þeirri mynd sem er í dag og búið að vera í þessi 110 ár.” Hún verði minnisvarði um framsýni; að árið 1906 skyldi vera hannað brúarmannvirki sem ennþá sé fært mörgum nútímaökutækjum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Samgöngur Tengdar fréttir Ferðamenn sagðir ólmir í að skoða hið magnaða Stuðlagil Ferðamenn hafa uppgötvað stórfenglega náttúrusmíð á Austurlandi í gljúfri Jökulsár á Dal eftir að áin var stífluð við Kárahnjúka. 14. júlí 2018 22:00 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Ferðamenn sagðir ólmir í að skoða hið magnaða Stuðlagil Ferðamenn hafa uppgötvað stórfenglega náttúrusmíð á Austurlandi í gljúfri Jökulsár á Dal eftir að áin var stífluð við Kárahnjúka. 14. júlí 2018 22:00