Jón Gnarr er rödd Oks í nýrri heimildarmynd Sighvatur Arnmundsson skrifar 15. ágúst 2018 07:00 Auk frumsýningar myndarinnar Not Ok, standa þau Dominic og Cymene fyrir ferð að fjallinu Oki næstkomandi laugardag. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI „Við heyrðum söguna af Oki, þessum litla jökli sem hafði minnkað svo mikið að hann taldist ekki lengur jökull. Þetta var eitthvað í fréttum á Íslandi en fékk enga athygli utan landsins. Við gerðum þessa mynd þar sem okkur langaði að segja þessa sögu,“ segir Dominic Boyer, prófessor í mannfræði við Rice-háskóla í Houston í Bandaríkjunum. Hann hefur ásamt kollega sínum, Cymere Howe, gert heimildarmynd um Ok sem verður frumsýnd í Bíói Paradís á föstudaginn kl. 17 og er aðgangur ókeypis. Titill myndarinnar er Not Ok og vísar bæði í heiti fjallsins sem taldist jökull til ársins 2014 en er líka leikur að orðum um að hlýnun jarðar og afleiðingar hennar séu ekki í lagi. Þau Dominic og Cymere hafa komið reglulega til landsins undanfarin ár. Fyrst komu þau vegna tengsla sinna við Jón Gnarr og Besta flokkinn en fengu svo áhuga á íslenskri náttúru og hvernig hún væri að breytast vegna hlýnunar jarðar. „Við reynum að beina athyglinni að afleiðingum þessa atburðar sem virkar kannski ómerkilegur í stóra samhenginu en er samt svo lýsandi fyrir það mikilvæga viðfangsefni sem loftslagsbreytingar eru,“ segir Cymene. Hún segir myndina einnig fjalla um það hvernig viðhorf Íslendinga til jökla hafi breyst. „Áður fyrr voru jöklar taldir skelfilegir og hættulegir staðir þar sem fólk gat dáið. Núna eru jöklar eitthvað sem þarf að varðveita og halda í.“ Leikstjórinn Ragnar Hansson vann með prófessorunum að gerð myndarinnar og þá kemur Jón Gnarr við sögu en hann ljær fjallinu rödd sína. Dominic segir að þau hafi viljað gera fjallið að persónu í myndinni og þar með heiðra þá hefð Íslendinga að persónugera náttúruna. „Fjöll horfa líka á hlutina í miklu lengra samhengi, þetta fjall er búið að vera þarna í óratíma og hefur séð jökulinn koma og fara. Í myndinni er Ok áhugaverð persóna sem finnst það aðeins hafa verið vanrækt af mannfólkinu, það er ekki jafn þekkt og fjöllin og jöklarnir í nágrenninu.“ Cymene segir það líka áhugavert hversu fáir sem þau ræddu við hafi komið á fjallið. „Jafnvel fólk sem býr í næsta nágrenni við Ok hefur aldrei komið á fjallið. Sem mannfræðingar vinnum við augljóslega mikið með fólk en með því að persónugera Ok vildum við ekki gera það að manneskju. Við vildum koma á samtali fjallsins og fólksins.“ Dominic segir hlutverk Jóns Gnarr mikilvægt. „Hann er fyndinn og kemur með húmor í myndina sem skiptir miklu máli. Við vildum ekki gera jöklamynd eins og þær sem eru með stórfenglegum og dramatískum atriðum þar sem ísinn hrynur. Okkur finnst erfitt að tengja við slíkt, þær minna meira á heimsendamyndir.“ Að sögn Dominic var það mjög mikilvægt í þeirra huga að hafa frumsýninguna í Reykjavík svo allir þeir sem tóku þátt í gerð hennar gætu komið. „Við munum svo reyna að koma henni að á kvikmyndahátíðum. Vonandi verður hún sýnd oftar á þessu og næsta ári. En þótt þetta verði eina sýningin verðum við samt ánægð. Það yrði þess virði.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið „Það er bara þreytt ef einhver gæi í Húsasmiðjunni er með konunni þinni“ Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
„Við heyrðum söguna af Oki, þessum litla jökli sem hafði minnkað svo mikið að hann taldist ekki lengur jökull. Þetta var eitthvað í fréttum á Íslandi en fékk enga athygli utan landsins. Við gerðum þessa mynd þar sem okkur langaði að segja þessa sögu,“ segir Dominic Boyer, prófessor í mannfræði við Rice-háskóla í Houston í Bandaríkjunum. Hann hefur ásamt kollega sínum, Cymere Howe, gert heimildarmynd um Ok sem verður frumsýnd í Bíói Paradís á föstudaginn kl. 17 og er aðgangur ókeypis. Titill myndarinnar er Not Ok og vísar bæði í heiti fjallsins sem taldist jökull til ársins 2014 en er líka leikur að orðum um að hlýnun jarðar og afleiðingar hennar séu ekki í lagi. Þau Dominic og Cymere hafa komið reglulega til landsins undanfarin ár. Fyrst komu þau vegna tengsla sinna við Jón Gnarr og Besta flokkinn en fengu svo áhuga á íslenskri náttúru og hvernig hún væri að breytast vegna hlýnunar jarðar. „Við reynum að beina athyglinni að afleiðingum þessa atburðar sem virkar kannski ómerkilegur í stóra samhenginu en er samt svo lýsandi fyrir það mikilvæga viðfangsefni sem loftslagsbreytingar eru,“ segir Cymene. Hún segir myndina einnig fjalla um það hvernig viðhorf Íslendinga til jökla hafi breyst. „Áður fyrr voru jöklar taldir skelfilegir og hættulegir staðir þar sem fólk gat dáið. Núna eru jöklar eitthvað sem þarf að varðveita og halda í.“ Leikstjórinn Ragnar Hansson vann með prófessorunum að gerð myndarinnar og þá kemur Jón Gnarr við sögu en hann ljær fjallinu rödd sína. Dominic segir að þau hafi viljað gera fjallið að persónu í myndinni og þar með heiðra þá hefð Íslendinga að persónugera náttúruna. „Fjöll horfa líka á hlutina í miklu lengra samhengi, þetta fjall er búið að vera þarna í óratíma og hefur séð jökulinn koma og fara. Í myndinni er Ok áhugaverð persóna sem finnst það aðeins hafa verið vanrækt af mannfólkinu, það er ekki jafn þekkt og fjöllin og jöklarnir í nágrenninu.“ Cymene segir það líka áhugavert hversu fáir sem þau ræddu við hafi komið á fjallið. „Jafnvel fólk sem býr í næsta nágrenni við Ok hefur aldrei komið á fjallið. Sem mannfræðingar vinnum við augljóslega mikið með fólk en með því að persónugera Ok vildum við ekki gera það að manneskju. Við vildum koma á samtali fjallsins og fólksins.“ Dominic segir hlutverk Jóns Gnarr mikilvægt. „Hann er fyndinn og kemur með húmor í myndina sem skiptir miklu máli. Við vildum ekki gera jöklamynd eins og þær sem eru með stórfenglegum og dramatískum atriðum þar sem ísinn hrynur. Okkur finnst erfitt að tengja við slíkt, þær minna meira á heimsendamyndir.“ Að sögn Dominic var það mjög mikilvægt í þeirra huga að hafa frumsýninguna í Reykjavík svo allir þeir sem tóku þátt í gerð hennar gætu komið. „Við munum svo reyna að koma henni að á kvikmyndahátíðum. Vonandi verður hún sýnd oftar á þessu og næsta ári. En þótt þetta verði eina sýningin verðum við samt ánægð. Það yrði þess virði.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið „Það er bara þreytt ef einhver gæi í Húsasmiðjunni er með konunni þinni“ Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira