Suður-afrísk stjórnvöld krefjast skýringa á tísti Trump um bændamorð Kjartan Kjartansson skrifar 23. ágúst 2018 12:05 Mótmæli gegn drápum á hvítum bændum letruð aftan á bíl í Suður-Afríku. Opinberar tölur benda þó til þess að ekki hafi færri bændur verið drepnir í 20 ár. Vísir/AP Talsmaður forseta Suður-Afríku segir að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi fengið rangar upplýsingar um eignaupptöku og morð á hvítum bændum þar í landi. Trump virðist hafa tíst um ástand mála í Afríkulandinu á grundvelli umfjöllunar á íhaldssamri sjónvarpsstöð með ásökunum sem hafa verið hvítum þjóðernissinnum hugleiknar. Bandaríkjaforseti sagðist í tístinu hafa óskað eftir því við utanríkisráðherra sinn að ráðuneytið rannsakaði eignaupptöku á bújörðum og „víðtækum“ drápum á bændum. Vitnaði hann í þáttastjórnanda Fox News sem fullyrti í gær að ríkisstjórn Suður-Afríku gerði jarðir hvítra bænda upptækar.Reuters-fréttastofan segir að suður-afríska utanríkisráðuneytið ætli að krefja sendiráð Bandaríkjanna í Pretoríu skýringa á tísti Trump. Hann hefur enn ekki tilnefnt nýjan sendiherra í Suður-Afríku. „Suður-Afríka hafnar algerlega þessari þröngu sýn sem reynir aðeins að sundra þjóð okkar og minnir okkur á nýlendufortíð okkar,“ tísti opinber reikningur ríkisstjórnar Suður-Afríku.Gengið hægt að rétta af misskiptingu í eignarhaldi á jörðum Misskipting á milli hvítra og svartra er enn mikil í Suður-Afríku þrátt fyrir að formlegri aðskilnaðarstefnu hafi lokið á 10. áratug síðustu aldar. Meirihluti jarðnæðis er í eigu hvítra bænda. Stjórnvöld hafa fylgt þeirri stefnu að kaupa land af hvítum bændum sem hafa áhuga á að selja og dreift því til svartra. Endurskipting jarðnæðis hefur þó gengið hægt og telur meirihluta landsmanna að grípa þurfi til frekari aðgerða til þess að jafna leikinn á milli kynþáttanna. Ríkisstjórn Afríska þjóðarráðsins ætlar því að leggja til breytingar á stjórnarskrá landsins til þess að heimila stjórnvöldum að leggja hald á land án bóta. Talsmaður ríkisstjórnarinnar segir að það verði gert án þess að skaða efnahagsvöxt eða fæðuöryggi. Engar bújarðir hafi verið gerðar upptækar frá því að tilkynnt var um breytingarnar. Reuters segir einnig að ofbeldisglæpir séu stórt vandamál í Suður-Afríku. Þar voru 47 bændur drepnir í fyrra. Þrátt fyrir það hafa morð á bændum ekki verið færri í tuttugu ár.Bent er á að þetta er í fyrsta skipti sem Trump tístir um Afríku frá því að hann varð forseti og þá til þess að taka upp hanskann fyrir hvítt fólk. Hann hefur áður kallað Afríkulönd skítaholur.Vísir/GettyÁhugamál hvítra þjóðernissinna og hægriöfgamannaWashington Post segir að tíst Trump sé það fyrsta þar sem hann minnist á Afríku frá því að hann tók við sem forseti Bandaríkjanna. Ásakanirnar um ofsóknir gegn hvítum Suður-Afríkumönnum séu vinsælt umræðuefni hvítra þjóðernissinna og hægriöfgamanna í Bandaríkjunum, Evrópu og Ástralíu. Þeim verður tíðrætt um meint „þjóðarmorð“ á hvítu fólki í Suður-Afríku. Ekki er langt síðan að ástralskur þingmaður var sakaður um rasisma þegar hann sagði að hvítir Suður-Afríkumenn ættu að fá stöðu flóttamanna í Ástralíu. Þeir þyrftu að leita hælis í „siðmenntuðu landi“. Tucker Carlson, þáttastjórnandi Fox, sem Trump vitnaði til, sakaði forseta Suður-Afríku um að „hrifsa land frá eigin borgurum án bóta vegna þess að þeir eru með rangan húðlit“. Hvíti minnihlutinn í Suður-Afríku var við völd til ársins 1994 og rak þar stranga aðskilnaðarstefnu. Samkvæmt henni voru hvítir álitnir æðri kynþáttur og svarti meirihlutinn var kúgaður.I have asked Secretary of State @SecPompeo to closely study the South Africa land and farm seizures and expropriations and the large scale killing of farmers. “South African Government is now seizing land from white farmers.” @TuckerCarlson @FoxNews— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 23, 2018 Ástralía Bandaríkin Donald Trump Suður-Afríka Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Talsmaður forseta Suður-Afríku segir að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi fengið rangar upplýsingar um eignaupptöku og morð á hvítum bændum þar í landi. Trump virðist hafa tíst um ástand mála í Afríkulandinu á grundvelli umfjöllunar á íhaldssamri sjónvarpsstöð með ásökunum sem hafa verið hvítum þjóðernissinnum hugleiknar. Bandaríkjaforseti sagðist í tístinu hafa óskað eftir því við utanríkisráðherra sinn að ráðuneytið rannsakaði eignaupptöku á bújörðum og „víðtækum“ drápum á bændum. Vitnaði hann í þáttastjórnanda Fox News sem fullyrti í gær að ríkisstjórn Suður-Afríku gerði jarðir hvítra bænda upptækar.Reuters-fréttastofan segir að suður-afríska utanríkisráðuneytið ætli að krefja sendiráð Bandaríkjanna í Pretoríu skýringa á tísti Trump. Hann hefur enn ekki tilnefnt nýjan sendiherra í Suður-Afríku. „Suður-Afríka hafnar algerlega þessari þröngu sýn sem reynir aðeins að sundra þjóð okkar og minnir okkur á nýlendufortíð okkar,“ tísti opinber reikningur ríkisstjórnar Suður-Afríku.Gengið hægt að rétta af misskiptingu í eignarhaldi á jörðum Misskipting á milli hvítra og svartra er enn mikil í Suður-Afríku þrátt fyrir að formlegri aðskilnaðarstefnu hafi lokið á 10. áratug síðustu aldar. Meirihluti jarðnæðis er í eigu hvítra bænda. Stjórnvöld hafa fylgt þeirri stefnu að kaupa land af hvítum bændum sem hafa áhuga á að selja og dreift því til svartra. Endurskipting jarðnæðis hefur þó gengið hægt og telur meirihluta landsmanna að grípa þurfi til frekari aðgerða til þess að jafna leikinn á milli kynþáttanna. Ríkisstjórn Afríska þjóðarráðsins ætlar því að leggja til breytingar á stjórnarskrá landsins til þess að heimila stjórnvöldum að leggja hald á land án bóta. Talsmaður ríkisstjórnarinnar segir að það verði gert án þess að skaða efnahagsvöxt eða fæðuöryggi. Engar bújarðir hafi verið gerðar upptækar frá því að tilkynnt var um breytingarnar. Reuters segir einnig að ofbeldisglæpir séu stórt vandamál í Suður-Afríku. Þar voru 47 bændur drepnir í fyrra. Þrátt fyrir það hafa morð á bændum ekki verið færri í tuttugu ár.Bent er á að þetta er í fyrsta skipti sem Trump tístir um Afríku frá því að hann varð forseti og þá til þess að taka upp hanskann fyrir hvítt fólk. Hann hefur áður kallað Afríkulönd skítaholur.Vísir/GettyÁhugamál hvítra þjóðernissinna og hægriöfgamannaWashington Post segir að tíst Trump sé það fyrsta þar sem hann minnist á Afríku frá því að hann tók við sem forseti Bandaríkjanna. Ásakanirnar um ofsóknir gegn hvítum Suður-Afríkumönnum séu vinsælt umræðuefni hvítra þjóðernissinna og hægriöfgamanna í Bandaríkjunum, Evrópu og Ástralíu. Þeim verður tíðrætt um meint „þjóðarmorð“ á hvítu fólki í Suður-Afríku. Ekki er langt síðan að ástralskur þingmaður var sakaður um rasisma þegar hann sagði að hvítir Suður-Afríkumenn ættu að fá stöðu flóttamanna í Ástralíu. Þeir þyrftu að leita hælis í „siðmenntuðu landi“. Tucker Carlson, þáttastjórnandi Fox, sem Trump vitnaði til, sakaði forseta Suður-Afríku um að „hrifsa land frá eigin borgurum án bóta vegna þess að þeir eru með rangan húðlit“. Hvíti minnihlutinn í Suður-Afríku var við völd til ársins 1994 og rak þar stranga aðskilnaðarstefnu. Samkvæmt henni voru hvítir álitnir æðri kynþáttur og svarti meirihlutinn var kúgaður.I have asked Secretary of State @SecPompeo to closely study the South Africa land and farm seizures and expropriations and the large scale killing of farmers. “South African Government is now seizing land from white farmers.” @TuckerCarlson @FoxNews— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 23, 2018
Ástralía Bandaríkin Donald Trump Suður-Afríka Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira