Beint í berjamó á síðustu dögum sumarsins Gunnþórunn Jónsdóttir skrifar 23. ágúst 2018 05:00 Sveinn Rúnar Hauksson fer á hverju ári í berjamó. Hann segir að víða sé ber að finna en líklega sé langmest af þeim á Austfjörðum. Sveinn Rúnar Hauksson Enn er örlítið eftir af sumri þó það styttist óðum í endalok. Það er snjallt að loka sumrinu með skemmtilegri ferð í berjamó. Víða eru góðir staðir fyrir berjatínslu en spurningin er sú hvar sprettan sé best í ár. Hver er betri til að svara því en Sveinn Rúnar Hauksson, læknir og áhugamaður um ber og berjatínslu? „Ef fólk ætlar í berjamó og vill ná að fylla fötur sínar eða jafnvel frystikistu þá eru Austfirðir líklega besti staðurinn. Sprettan kemur þar vel undan sumri og fólk byrjaði í raun að tína þar fyrir mánaðamótin síðastliðnu,“ segir Sveinn Rúnar sem sjálfur var á Ströndum í berjatínslu þegar Fréttablaðið sló á þráðinn. „En ég hef ekki séð eitt ber í Borgarfirðinum, ekki grænjaxla eða neitt. Ég var í Þórsmörk um daginn og tíndi upp í mig eitt og eitt og tíndi alls 12 ber. Þau smökkuðust ágætlega, en voru þó lítil. Þau komust allavega vel fyrir í lófanum.“Sveinn Rúnar Hauksson, læknir og berjaáhugamaður.Einnig gott á Norðausturlandi Horfur eru ekki sérlega góðar hér á höfuðborgarsvæðinu og í nágrenni en aldrei að vita hvað náttúran hefur fram að færa. Góðir staðir fyrir tínslu hér á höfuðborgarsvæðinu og í nágrenni eru meðal annars Heiðmörk, svæðið í kringum Rauðavatn, í grennd við Nesjavallaleiðina, Mosfellsdalurinn og heiðarnar beggja vegna vegarins, Kjósin, Esjurætur og Hvalfjörðurinn. „Það er að rætast úr þessu hérna á Ströndum sýnist mér. Það er líka býsna gott á Norðausturlandi. Ég fékk líka fréttir af Tröllaskaga og frægu berjakistunni sem Böggvisstaðafjall er ofan Dalvíkur. Þar eru komin falleg ber en þó ekki alveg þroskuð orðin. Þannig að ég held að það þurfi að bíða örlítið en það er hins vegar ekkert of fljótt að fara af stað núna. Það er að minnsta kosti allt klárt fyrir austan,“ bætir Sveinn Rúnar við. Bláberjasulta á tvo vegu Bláberjasulta sykurlaus 700 g bláber 1 dl hlynsíróp eða kókospálmasykur 1 tsk. vanilluduft Hreinsið og skolið berin. Maukið allt í blandara. Setjið blönduna í pott og sjóðið í um 10 mínútur. Hellið í hreinar glerkrukkur og geymið í kæli. Bláberjasulta með sykri 500 g bláber 350 g strásykur 2 tsk. vatn Setjið allt hráefnið í pott og sjóðið í um það bil 10 mínútur. Hellið svo blöndunni því næst í hreinar glerkrukkur og geymið í kæli. Birtist í Fréttablaðinu Matur Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Enn er örlítið eftir af sumri þó það styttist óðum í endalok. Það er snjallt að loka sumrinu með skemmtilegri ferð í berjamó. Víða eru góðir staðir fyrir berjatínslu en spurningin er sú hvar sprettan sé best í ár. Hver er betri til að svara því en Sveinn Rúnar Hauksson, læknir og áhugamaður um ber og berjatínslu? „Ef fólk ætlar í berjamó og vill ná að fylla fötur sínar eða jafnvel frystikistu þá eru Austfirðir líklega besti staðurinn. Sprettan kemur þar vel undan sumri og fólk byrjaði í raun að tína þar fyrir mánaðamótin síðastliðnu,“ segir Sveinn Rúnar sem sjálfur var á Ströndum í berjatínslu þegar Fréttablaðið sló á þráðinn. „En ég hef ekki séð eitt ber í Borgarfirðinum, ekki grænjaxla eða neitt. Ég var í Þórsmörk um daginn og tíndi upp í mig eitt og eitt og tíndi alls 12 ber. Þau smökkuðust ágætlega, en voru þó lítil. Þau komust allavega vel fyrir í lófanum.“Sveinn Rúnar Hauksson, læknir og berjaáhugamaður.Einnig gott á Norðausturlandi Horfur eru ekki sérlega góðar hér á höfuðborgarsvæðinu og í nágrenni en aldrei að vita hvað náttúran hefur fram að færa. Góðir staðir fyrir tínslu hér á höfuðborgarsvæðinu og í nágrenni eru meðal annars Heiðmörk, svæðið í kringum Rauðavatn, í grennd við Nesjavallaleiðina, Mosfellsdalurinn og heiðarnar beggja vegna vegarins, Kjósin, Esjurætur og Hvalfjörðurinn. „Það er að rætast úr þessu hérna á Ströndum sýnist mér. Það er líka býsna gott á Norðausturlandi. Ég fékk líka fréttir af Tröllaskaga og frægu berjakistunni sem Böggvisstaðafjall er ofan Dalvíkur. Þar eru komin falleg ber en þó ekki alveg þroskuð orðin. Þannig að ég held að það þurfi að bíða örlítið en það er hins vegar ekkert of fljótt að fara af stað núna. Það er að minnsta kosti allt klárt fyrir austan,“ bætir Sveinn Rúnar við. Bláberjasulta á tvo vegu Bláberjasulta sykurlaus 700 g bláber 1 dl hlynsíróp eða kókospálmasykur 1 tsk. vanilluduft Hreinsið og skolið berin. Maukið allt í blandara. Setjið blönduna í pott og sjóðið í um 10 mínútur. Hellið í hreinar glerkrukkur og geymið í kæli. Bláberjasulta með sykri 500 g bláber 350 g strásykur 2 tsk. vatn Setjið allt hráefnið í pott og sjóðið í um það bil 10 mínútur. Hellið svo blöndunni því næst í hreinar glerkrukkur og geymið í kæli.
Birtist í Fréttablaðinu Matur Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira