Vill opna umræðuna um sjálfsvíg eftir að hafa misst son sinn Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 8. september 2018 19:30 Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir missti son sinn sem tók eigið líf árið 2010, þá 16 ára gamall. Vísir/Sigurjón Móðir sem missti son sem féll fyrir eigin hendi segir mikilvægt að efla forvarnir og að fólk sé upplýst um hvert það getur leitað hjálpar. Ekki sé sjálfgefið að komast í gegnum sorgina sem fylgi því að missa barn eða náinn ástvin. Að jafnaði taka á milli 35 og 40 manns eigið líf á Íslandi á ári hverju. Þótt sjálfsvígstíðni meðal unglinga á aldrinum 15-19 ára hafi farið lækkandi hafa sjálfsskaða- og sjálfsvígshugsanir stúlkna aukist frá aldamótum samkvæmt nýrri skýrslu sem rannsóknir og greining unnu fyrir landlækni. Árið 2016 sögðust 12% stúlkna og 7% drengja hafa gert tilraun til sjálfsvígs sem er nokkur aukning frá árinu 2010, einkum meðal stúlkna. Drengjum tekst ætlunarverk sitt þó oftar en stúlkum. Þá hefur hlutfall nemenda í framhaldsskólum sem segjast einhvern tímann hafa hugleitt sjálfsvíg að alvöru einnig farið hækkandi, en árið 2016 var það um það bil þriðja hver stúlka og fjórði hver drengur. Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir missti son sinn, Orra Ómarsson, sem féll fyrir eigin hendi 16 ára gamall. „Ég hef viljað opna umræðuna um sjálfsvígin eftir að við lentum í þessu áfalli að missa son okkar 2010 í janúar. Þá var bæði lítið efni hægt að komast í um sjálfsvíg og aðstandendur höfðu ekki verið mikið að hafa sig í frami,“ segir Guðrún. Guðrún er hjúkrunarfræðingur og situr auk þess í stjórn Nýrrar dögunar, samtaka sem veita stuðning fyrir þá sem misst hafa ástvini, og stýrir stuðningshópum fyrir aðstandendur. „Núna hef ég svona fundið tilgang með mínu lífi í því að reyna að styðja aðra sem að hafa misst,“ segir Guðrún. „Þessu fólki líður mjög illa og þar tala ég af reynslu. Það er ekkert sjálfgefið að fólk geti haldið áfram, en ef við horfum á fjöldann hér, 35-40 á ári, þá má reikna með að það séu um 800 manns á Íslandi sem að þyrftu að fá aðstoð.“ Opið málþing fer fram á mánudaginn, á Alþjóðlegum forvarnardegi sjálfsvíga, þar sem heilbrigðisráðherra mun meðal annars greina frá áformum stjórnvalda um framkvæmd nýrrar forvarnarstefnu. Guðrún bindur vonir við tillögur sem starfshópur skilaði í maí verði innleiddar. „Ég vil hins vegar ekki hugsa um það, en það var gerð sambærileg áætlun fyrir 10-15 árum og hún lenti undir stól, því miður,“ segir Guðrún sem vonar að aðgerðaáætlunin fari ekki sömu leið. Í henni sé margt gott að finna sem geti reynst vel. Guðrún flytur fyrirlestur klukkan 20:00 næstkomandi miðvikudag, 12. september þar sem hún lýsir sinni reynslu og gefur ráð og hvetur hún aðstandendur sem hafa misst ástvini með þessum hætti sæki fyrirlesturinn. Tengdar fréttir Sláandi tölur um tilraunir ungmenna til sjálfsvígs 350 drengir og 613 stúlkur sögðust hafa gert tilraun til sjálfsvígs einhvern tímann á ævinni samkvæmt nýrri skýrslu Embættis landlæknis. Sérfræðingar kalla á geðrækt á öllum skólastigum barna. 8. september 2018 07:30 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Sjá meira
Móðir sem missti son sem féll fyrir eigin hendi segir mikilvægt að efla forvarnir og að fólk sé upplýst um hvert það getur leitað hjálpar. Ekki sé sjálfgefið að komast í gegnum sorgina sem fylgi því að missa barn eða náinn ástvin. Að jafnaði taka á milli 35 og 40 manns eigið líf á Íslandi á ári hverju. Þótt sjálfsvígstíðni meðal unglinga á aldrinum 15-19 ára hafi farið lækkandi hafa sjálfsskaða- og sjálfsvígshugsanir stúlkna aukist frá aldamótum samkvæmt nýrri skýrslu sem rannsóknir og greining unnu fyrir landlækni. Árið 2016 sögðust 12% stúlkna og 7% drengja hafa gert tilraun til sjálfsvígs sem er nokkur aukning frá árinu 2010, einkum meðal stúlkna. Drengjum tekst ætlunarverk sitt þó oftar en stúlkum. Þá hefur hlutfall nemenda í framhaldsskólum sem segjast einhvern tímann hafa hugleitt sjálfsvíg að alvöru einnig farið hækkandi, en árið 2016 var það um það bil þriðja hver stúlka og fjórði hver drengur. Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir missti son sinn, Orra Ómarsson, sem féll fyrir eigin hendi 16 ára gamall. „Ég hef viljað opna umræðuna um sjálfsvígin eftir að við lentum í þessu áfalli að missa son okkar 2010 í janúar. Þá var bæði lítið efni hægt að komast í um sjálfsvíg og aðstandendur höfðu ekki verið mikið að hafa sig í frami,“ segir Guðrún. Guðrún er hjúkrunarfræðingur og situr auk þess í stjórn Nýrrar dögunar, samtaka sem veita stuðning fyrir þá sem misst hafa ástvini, og stýrir stuðningshópum fyrir aðstandendur. „Núna hef ég svona fundið tilgang með mínu lífi í því að reyna að styðja aðra sem að hafa misst,“ segir Guðrún. „Þessu fólki líður mjög illa og þar tala ég af reynslu. Það er ekkert sjálfgefið að fólk geti haldið áfram, en ef við horfum á fjöldann hér, 35-40 á ári, þá má reikna með að það séu um 800 manns á Íslandi sem að þyrftu að fá aðstoð.“ Opið málþing fer fram á mánudaginn, á Alþjóðlegum forvarnardegi sjálfsvíga, þar sem heilbrigðisráðherra mun meðal annars greina frá áformum stjórnvalda um framkvæmd nýrrar forvarnarstefnu. Guðrún bindur vonir við tillögur sem starfshópur skilaði í maí verði innleiddar. „Ég vil hins vegar ekki hugsa um það, en það var gerð sambærileg áætlun fyrir 10-15 árum og hún lenti undir stól, því miður,“ segir Guðrún sem vonar að aðgerðaáætlunin fari ekki sömu leið. Í henni sé margt gott að finna sem geti reynst vel. Guðrún flytur fyrirlestur klukkan 20:00 næstkomandi miðvikudag, 12. september þar sem hún lýsir sinni reynslu og gefur ráð og hvetur hún aðstandendur sem hafa misst ástvini með þessum hætti sæki fyrirlesturinn.
Tengdar fréttir Sláandi tölur um tilraunir ungmenna til sjálfsvígs 350 drengir og 613 stúlkur sögðust hafa gert tilraun til sjálfsvígs einhvern tímann á ævinni samkvæmt nýrri skýrslu Embættis landlæknis. Sérfræðingar kalla á geðrækt á öllum skólastigum barna. 8. september 2018 07:30 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Sjá meira
Sláandi tölur um tilraunir ungmenna til sjálfsvígs 350 drengir og 613 stúlkur sögðust hafa gert tilraun til sjálfsvígs einhvern tímann á ævinni samkvæmt nýrri skýrslu Embættis landlæknis. Sérfræðingar kalla á geðrækt á öllum skólastigum barna. 8. september 2018 07:30