Ætla að borga stuðningsmönnum fyrir að mæta á La Liga leikinn í Bandaríkjunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. september 2018 08:00 Lionel Messi er mögulega að fara að spila einn deildarleikja tímabilsins í Miami í Bandaríkjunum. Vísir/Getty Spænska knattspyrnusambandið ætlar að hjálpa stuðningmönnum Girona að komast á heimaleik félagsins sem fer fram í Bandaríkjunum í janúar. Deildarleikur Katalóníufélaganna Girona og Barcelona 27. janúar næstkomandi mun verða spilaður í Miami í Bandaríkjunum samkvæmt heimildum BBC. Leikmannasamtökin í spænsku deildinni voru mjög ósátt með þá ákvörðun spænska sambandsins að spila deildarleik utan Spánar og mörgum öðrum þykir óviðeigandi að leikur í LA Liga verði spilaður í öðru landi en Spáni og hvað þá í annarri heimsálfu. Leikurinn fer fram á Spáni í tengslum við nýjan fimmtán ára samning spænsku deildarinnar við fjölmiðlafyrirtækið Relevent og er markmiðið með þessu að vekja meiri athygli á spænsku deildinni í Bandaríkjunum. Heimildarmenn BBC í kringum spænska knattspyrnusambandið hafa hlerað mögulega sáttatillögu í þessu máli en hún snýr þó aðallega að Girona liðinu sem er þarna að missa heimaleik. Óánægjan á Spáni hefur ekki farið framhjá spænska knattspyrnusambandsins sem leitar nú sátta með því að bjóðast til að borga kostnaðinn fyrir stuðningsmenn heimaliðsins sem vilja ferðast til Miami. Þar erum við að tala um ferðalög og uppihald eða allan þann kostnað sem bætist við af því að leikurinn fer fram á Flórídaskaganum en ekki á Íberíuskaganum. Ársmiðahafar hjá Girona fá 1500 fría flugmiða og gistingu í eina nótt. Þeir sem fara ekki til Bandaríkjanna fá aftur á móti frían miða á útileikinn á móti Barcelona sem fer fram 23. september. Komist ársmiðarhafarnir ekki þangað þá fá þeir einhverja endurgreiðsli eða aflsátt af ársmiðanum sínum. LA Liga hefur hvorki staðfest það að leikurinn í Bandaríkjunum verði leikur Girona og Barcelona eða að stuðningsmenn fái þetta tilboð en heimildir BBC virðast þó vera nokkuð pottþéttar. Spænski boltinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Fleiri fréttir Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sjá meira
Spænska knattspyrnusambandið ætlar að hjálpa stuðningmönnum Girona að komast á heimaleik félagsins sem fer fram í Bandaríkjunum í janúar. Deildarleikur Katalóníufélaganna Girona og Barcelona 27. janúar næstkomandi mun verða spilaður í Miami í Bandaríkjunum samkvæmt heimildum BBC. Leikmannasamtökin í spænsku deildinni voru mjög ósátt með þá ákvörðun spænska sambandsins að spila deildarleik utan Spánar og mörgum öðrum þykir óviðeigandi að leikur í LA Liga verði spilaður í öðru landi en Spáni og hvað þá í annarri heimsálfu. Leikurinn fer fram á Spáni í tengslum við nýjan fimmtán ára samning spænsku deildarinnar við fjölmiðlafyrirtækið Relevent og er markmiðið með þessu að vekja meiri athygli á spænsku deildinni í Bandaríkjunum. Heimildarmenn BBC í kringum spænska knattspyrnusambandið hafa hlerað mögulega sáttatillögu í þessu máli en hún snýr þó aðallega að Girona liðinu sem er þarna að missa heimaleik. Óánægjan á Spáni hefur ekki farið framhjá spænska knattspyrnusambandsins sem leitar nú sátta með því að bjóðast til að borga kostnaðinn fyrir stuðningsmenn heimaliðsins sem vilja ferðast til Miami. Þar erum við að tala um ferðalög og uppihald eða allan þann kostnað sem bætist við af því að leikurinn fer fram á Flórídaskaganum en ekki á Íberíuskaganum. Ársmiðahafar hjá Girona fá 1500 fría flugmiða og gistingu í eina nótt. Þeir sem fara ekki til Bandaríkjanna fá aftur á móti frían miða á útileikinn á móti Barcelona sem fer fram 23. september. Komist ársmiðarhafarnir ekki þangað þá fá þeir einhverja endurgreiðsli eða aflsátt af ársmiðanum sínum. LA Liga hefur hvorki staðfest það að leikurinn í Bandaríkjunum verði leikur Girona og Barcelona eða að stuðningsmenn fái þetta tilboð en heimildir BBC virðast þó vera nokkuð pottþéttar.
Spænski boltinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Fleiri fréttir Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sjá meira