Bílaviðgerðir í núverandi mynd leggist af Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 11. september 2018 19:15 Smurverkstæði, pústþjónusta, bremsuviðgerðir og bílaverkstæði í núverandi mynd verða úr sögunni á næstu árum ef markmið ríkistjórnarinnar um rafbílavæðingu bílaflotans ganga eftir að sögn eiganda vélaverkstæðis. Greinin muni laga sig að þróuninni en ljóst sé að gríðarlegar breytingar verði á öllum störfum. Í aðgerðaráætlun ríkistjórnarinnar í loftslagsmálum sem kynnt var í gær kemur fram að bannað verður að kaupa nýja bensín eða díselbíla árið 2030. Þá er stefnt að uppbyggingu innviða fyrir rafbíla. Guðmundur Ingi Skúlason eigandi vélaverkstæðisins Kistufells segir að þar séu menn byrjaðir að undirbúa sig fyrir breytta tíma.Guðmundur Ingi Skúlason eigandi vélaverkstæðisins Kistufells segir að þar séu menn byrjaðir að undirbúa sig fyrir breytta tíma vegna rafbílavæðingar bílaflotans.„Þetta kemur til með að breytast, við erum að fara meira í almennari viðgerðir líka af því að það kemur til með að minnka hjá okkur á næstu árum eða áratugum. Ef bensínvélin dettur svo alveg út þá hefur það gríðarmikil áhrif hjá okkur. Og ekki bara hjá okkur heldur hjá flestum þeim sem starfa í greininni. Öll endurvinnsla á vélum hættir þar með og smur- og pústþjónusta. Bremsur rafbíla slitna mun minna en hjá bensín-og díselbílum og því mun slík þjónusta einnig minnka stórum. En þetta er bara eitthvað sem við þurfum að taka inní framtíðarplön okkar “ segir hann. Alexander Svanur Guðmundsson vinnur hjá Kistufelli en hann útskrifaðist úr bifvélavirkjun frá Borgaholtsskóla í fyrra. Hann segir að nokkur hluti námsins hafi farið í fræðslu um rafbíla og er óhræddur við þróunina. „Mér finnst spennandi að upplifa þessi tímamót og er viss um að rafbílavæðing bílaflotans hér á landi sé eina vitið,“ segir hann. Bílar Umhverfismál Tengdar fréttir Umhverfisráðherra stefnir að því rafbílar taki yfir innan þrettán ára Þrátt fyrir að rafknúnir bílar séu aðeins 1,5% bílaflota Íslendinga segir Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra, að stefnt sé að því að að raf- og metanvæða hann fyrir árið 2030. 1. ágúst 2017 22:50 Stefnt á að banna bensín- og dísilbíla eftir 2030 í loftslagsáætlun ríkisstjórnarinnar Lögð er áhersla á orkuskipti í samgöngum og átak í kolefnisbindingu í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum sem var kynnt í dag. 10. september 2018 14:00 „Gríðarlega mikilvægt að þessi bylting í samgöngum geti átt sér stað sem fyrst“ Nýskráningar dísel- og bensínbíla verða bannaðar árið 2030 nema með sérstökum undantekningum. Bannið er ein þeirra 34 aðgerða sem mælt er fyrir um í nýrri áætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. Verja á tæpum sjö milljörðum í verkefnið næstu fimm ár. 10. september 2018 20:30 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Smurverkstæði, pústþjónusta, bremsuviðgerðir og bílaverkstæði í núverandi mynd verða úr sögunni á næstu árum ef markmið ríkistjórnarinnar um rafbílavæðingu bílaflotans ganga eftir að sögn eiganda vélaverkstæðis. Greinin muni laga sig að þróuninni en ljóst sé að gríðarlegar breytingar verði á öllum störfum. Í aðgerðaráætlun ríkistjórnarinnar í loftslagsmálum sem kynnt var í gær kemur fram að bannað verður að kaupa nýja bensín eða díselbíla árið 2030. Þá er stefnt að uppbyggingu innviða fyrir rafbíla. Guðmundur Ingi Skúlason eigandi vélaverkstæðisins Kistufells segir að þar séu menn byrjaðir að undirbúa sig fyrir breytta tíma.Guðmundur Ingi Skúlason eigandi vélaverkstæðisins Kistufells segir að þar séu menn byrjaðir að undirbúa sig fyrir breytta tíma vegna rafbílavæðingar bílaflotans.„Þetta kemur til með að breytast, við erum að fara meira í almennari viðgerðir líka af því að það kemur til með að minnka hjá okkur á næstu árum eða áratugum. Ef bensínvélin dettur svo alveg út þá hefur það gríðarmikil áhrif hjá okkur. Og ekki bara hjá okkur heldur hjá flestum þeim sem starfa í greininni. Öll endurvinnsla á vélum hættir þar með og smur- og pústþjónusta. Bremsur rafbíla slitna mun minna en hjá bensín-og díselbílum og því mun slík þjónusta einnig minnka stórum. En þetta er bara eitthvað sem við þurfum að taka inní framtíðarplön okkar “ segir hann. Alexander Svanur Guðmundsson vinnur hjá Kistufelli en hann útskrifaðist úr bifvélavirkjun frá Borgaholtsskóla í fyrra. Hann segir að nokkur hluti námsins hafi farið í fræðslu um rafbíla og er óhræddur við þróunina. „Mér finnst spennandi að upplifa þessi tímamót og er viss um að rafbílavæðing bílaflotans hér á landi sé eina vitið,“ segir hann.
Bílar Umhverfismál Tengdar fréttir Umhverfisráðherra stefnir að því rafbílar taki yfir innan þrettán ára Þrátt fyrir að rafknúnir bílar séu aðeins 1,5% bílaflota Íslendinga segir Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra, að stefnt sé að því að að raf- og metanvæða hann fyrir árið 2030. 1. ágúst 2017 22:50 Stefnt á að banna bensín- og dísilbíla eftir 2030 í loftslagsáætlun ríkisstjórnarinnar Lögð er áhersla á orkuskipti í samgöngum og átak í kolefnisbindingu í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum sem var kynnt í dag. 10. september 2018 14:00 „Gríðarlega mikilvægt að þessi bylting í samgöngum geti átt sér stað sem fyrst“ Nýskráningar dísel- og bensínbíla verða bannaðar árið 2030 nema með sérstökum undantekningum. Bannið er ein þeirra 34 aðgerða sem mælt er fyrir um í nýrri áætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. Verja á tæpum sjö milljörðum í verkefnið næstu fimm ár. 10. september 2018 20:30 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Umhverfisráðherra stefnir að því rafbílar taki yfir innan þrettán ára Þrátt fyrir að rafknúnir bílar séu aðeins 1,5% bílaflota Íslendinga segir Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra, að stefnt sé að því að að raf- og metanvæða hann fyrir árið 2030. 1. ágúst 2017 22:50
Stefnt á að banna bensín- og dísilbíla eftir 2030 í loftslagsáætlun ríkisstjórnarinnar Lögð er áhersla á orkuskipti í samgöngum og átak í kolefnisbindingu í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum sem var kynnt í dag. 10. september 2018 14:00
„Gríðarlega mikilvægt að þessi bylting í samgöngum geti átt sér stað sem fyrst“ Nýskráningar dísel- og bensínbíla verða bannaðar árið 2030 nema með sérstökum undantekningum. Bannið er ein þeirra 34 aðgerða sem mælt er fyrir um í nýrri áætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. Verja á tæpum sjö milljörðum í verkefnið næstu fimm ár. 10. september 2018 20:30