Madsen unir lífstíðardómi Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 8. október 2018 11:30 Peter Madsen var í apríl dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið á Kim Wall. Vísir/getty Danski uppfinningamaðurinn Peter Madsen hefur ákveðið að áfrýja máli sínu ekki til Hæstaréttar Danmerkur. Madsen var fyrr á þessu ári dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa orðið sænsku blaðakonunni Kim Wall að bana á síðasta ári. Landsréttur staðfesti dóminn svo í lok september á þessu ári. Frá þessu er greint á vef danska ríkisútvarpsins og þar er rætt við lögmann Madsen, Betinu Hald Engmark. „Hann hefur ákveðið að áfrýja ekki til Hæstaréttar. Hann vill endanlega niðurstöðu í málið og vonast til að nú geti hann afplánað dóm sinn í friði,“ segir Betina í svari við fyrirspurn DR. Madsen mun nú hefja afplánun á lífstíðardómi sínum. Lífstíðardómur í Danmörku jafngildir alla jafna um 16 ára fangelsi en hægt er að framlengja hann ef þörf er talin á. Kim Wall var þrítug þegar hún var myrt. mynd/Kim Wall Memorial FundKim Wall Memorial Fund Madsen játaði við aðalmeðferð málsins að hafa losað sig við líkamsleifar Wall út í Eystrasaltið og eftir að hann var einnig fundinn sekur um að hafa myrt blaðakonuna sagðist hann una dómnum - að frátaldri lengd hans. Wall fór með Madsen um borð í kafbát hans þann 10. ágúst 2017. Var hún að vinna að blaðagrein um Madsen og var ferðin í kafbátinn hluti af því verkefni. Madsen var handtekinn daginn eftir en kafbáturinn hafði þá sokkið og Wall var horfin. Í janúar síðastliðnum var Madsen síðan ákærður fyrir að hafa orðið Wall að bana. Hann neitaði sök í málinu og sagði Wall hafa látist um borð í kafbát hans vegna koltvísýringseitrunar. Hann var einnig ákærður fyrir illa meðferð á líki en Madsen játaði að hafa bútað lík Wall niður. Hann neitaði hins vegar fyrir dómi að lýsa því hvernig hann hefði gert það. Þá var hann einnig ákærður fyrir kynferðisbrot. Var Madsen einnig dæmdur fyrir bæði þessi brot. Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Peter Madsen dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið á Kim Wall Danski uppfinningamaðurinn Peter Madsen var í dag dæmdur í fangelsi fyrir lífstíð fyrir morðið á sænsku blaðakonunni Kim Wall. 25. apríl 2018 11:00 „Tvö sigldu af stað, aðeins einn kom til baka“ Saksóknari fer fram á lífstíðarfangelsi yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen og segir engan vafa leika á því að hann hafi myrt sænsku blaðakonuna Kim Wall á hryllilegan hátt. 23. apríl 2018 11:45 Lífstíðardómur Madsen stendur Danski kafbátasmiðurinn Peter Madsen hlýtur lífstíðardóm fyrir að hafa orðið sænsku blaðakonunni Kim Wall að bana á síðasta ári. 26. september 2018 13:21 Ár liðið frá dauða Kim Wall: Samfangi réðst á Peter Madsen Kim Wall verður minnst víða um heim í dag þar sem búið er að skipuleggja hlaup og mun allur hagnaður renna í minningarsjóð um blaðakonuna. 10. ágúst 2018 11:40 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Danski uppfinningamaðurinn Peter Madsen hefur ákveðið að áfrýja máli sínu ekki til Hæstaréttar Danmerkur. Madsen var fyrr á þessu ári dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa orðið sænsku blaðakonunni Kim Wall að bana á síðasta ári. Landsréttur staðfesti dóminn svo í lok september á þessu ári. Frá þessu er greint á vef danska ríkisútvarpsins og þar er rætt við lögmann Madsen, Betinu Hald Engmark. „Hann hefur ákveðið að áfrýja ekki til Hæstaréttar. Hann vill endanlega niðurstöðu í málið og vonast til að nú geti hann afplánað dóm sinn í friði,“ segir Betina í svari við fyrirspurn DR. Madsen mun nú hefja afplánun á lífstíðardómi sínum. Lífstíðardómur í Danmörku jafngildir alla jafna um 16 ára fangelsi en hægt er að framlengja hann ef þörf er talin á. Kim Wall var þrítug þegar hún var myrt. mynd/Kim Wall Memorial FundKim Wall Memorial Fund Madsen játaði við aðalmeðferð málsins að hafa losað sig við líkamsleifar Wall út í Eystrasaltið og eftir að hann var einnig fundinn sekur um að hafa myrt blaðakonuna sagðist hann una dómnum - að frátaldri lengd hans. Wall fór með Madsen um borð í kafbát hans þann 10. ágúst 2017. Var hún að vinna að blaðagrein um Madsen og var ferðin í kafbátinn hluti af því verkefni. Madsen var handtekinn daginn eftir en kafbáturinn hafði þá sokkið og Wall var horfin. Í janúar síðastliðnum var Madsen síðan ákærður fyrir að hafa orðið Wall að bana. Hann neitaði sök í málinu og sagði Wall hafa látist um borð í kafbát hans vegna koltvísýringseitrunar. Hann var einnig ákærður fyrir illa meðferð á líki en Madsen játaði að hafa bútað lík Wall niður. Hann neitaði hins vegar fyrir dómi að lýsa því hvernig hann hefði gert það. Þá var hann einnig ákærður fyrir kynferðisbrot. Var Madsen einnig dæmdur fyrir bæði þessi brot.
Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Peter Madsen dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið á Kim Wall Danski uppfinningamaðurinn Peter Madsen var í dag dæmdur í fangelsi fyrir lífstíð fyrir morðið á sænsku blaðakonunni Kim Wall. 25. apríl 2018 11:00 „Tvö sigldu af stað, aðeins einn kom til baka“ Saksóknari fer fram á lífstíðarfangelsi yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen og segir engan vafa leika á því að hann hafi myrt sænsku blaðakonuna Kim Wall á hryllilegan hátt. 23. apríl 2018 11:45 Lífstíðardómur Madsen stendur Danski kafbátasmiðurinn Peter Madsen hlýtur lífstíðardóm fyrir að hafa orðið sænsku blaðakonunni Kim Wall að bana á síðasta ári. 26. september 2018 13:21 Ár liðið frá dauða Kim Wall: Samfangi réðst á Peter Madsen Kim Wall verður minnst víða um heim í dag þar sem búið er að skipuleggja hlaup og mun allur hagnaður renna í minningarsjóð um blaðakonuna. 10. ágúst 2018 11:40 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Peter Madsen dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið á Kim Wall Danski uppfinningamaðurinn Peter Madsen var í dag dæmdur í fangelsi fyrir lífstíð fyrir morðið á sænsku blaðakonunni Kim Wall. 25. apríl 2018 11:00
„Tvö sigldu af stað, aðeins einn kom til baka“ Saksóknari fer fram á lífstíðarfangelsi yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen og segir engan vafa leika á því að hann hafi myrt sænsku blaðakonuna Kim Wall á hryllilegan hátt. 23. apríl 2018 11:45
Lífstíðardómur Madsen stendur Danski kafbátasmiðurinn Peter Madsen hlýtur lífstíðardóm fyrir að hafa orðið sænsku blaðakonunni Kim Wall að bana á síðasta ári. 26. september 2018 13:21
Ár liðið frá dauða Kim Wall: Samfangi réðst á Peter Madsen Kim Wall verður minnst víða um heim í dag þar sem búið er að skipuleggja hlaup og mun allur hagnaður renna í minningarsjóð um blaðakonuna. 10. ágúst 2018 11:40