Moppuhaus með þráhyggju Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 2. október 2018 13:23 Ragnheiður Káradóttir myndlistarkona leikur sér með með nytjahluti og skemmtileg form á sýningunni Utan svæðis. Harbinger/Gulli Már Í húsnæði gömlu fiskbúðarinnar á Freyjugötu þar sem nú er gallerí Harbinger gefur að líta afar forvitnilega og skemmtilega sýningu eða öllu heldur innsetningu sem nefnist Utan svæðis. Innsetningin hefur vakið jákvæð viðbrögð hjá hjá ungum sem öldnum. Það sem vekur fyrst eftirtekt þegar komið er inn í galleríið er að gestir þurfa að fara úr skónum áður en gengið er upp á dúkalagðan pall. Þar gefur að líta skemmtilega skúlptúra sem eru allt í senn dulúðugir, látlausir, nákvæmir og fullir af leikgleði.Rottupollarnir hennar Ragnheiðar.Harbinger/Gulli MárMoppuhaus fer í sífellu um lítið svæði og ryksugar lítinn flöt í einhvers konar þráhyggju. „Sýningargestur hafði orð á því að hann fyndi til með honum yfir komast hvorki lönd né strönd í þrifnaðaræði sínu, “segir myndlistarkonan Ragnheiður Káradóttir höfundur sýningarinnar. Drullusokkar eru komnir í nýrri og fínni búning og gefa ímyndunarafli áhorfandans lausan tauminn. Annars staðar gefur að líta svokallaða rottupolla. „Þetta eru pollar sem eru göng milli vídda sem rotturnar nota í víddarhopp,“ segir Ragnheiður. Umferðarkeila hefur fengið annað hlutverk og er nú orðin persóna með sítt að aftan. Ragnheiður segir verkin á sýningunni eiga í samtali við hvert annað en hún vann innsetninguna sérstaklega inn í sýningarrýmið.Drullusokkar eru komnir í nýrri og fínni búning og gefa ímyndunarafli áhorfandans lausan tauminn.Harbinger/Gulli Már„Ég nota gjarnan nytjahluti í verkin mín og set þau inn í allt annað og bjagað samhengi. Þau vísa svo í alls konar áttir. Ég fer í flæði á vinnustofunni og leikgleðin tekur yfir,“ segir Ragnheiður. Ragnheiður Káradóttir er fædd 1984 og býr og starfar í Brooklyn, New York. Hún útskrifaðist með BA gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2010 og lauk meistaranámi í myndlist vorið 2016 frá School of Visual Arts í New York. Ragnheiður er framkvæmdastjóri vinnustofu Hrafnhildar Arnardóttur í New York en Hrafnhildur tekur þátt í Feneyjartvíæringnum fyrir hönd Íslands á næsta ári. Þá er Ragnheiður með eigin vinnustofu og hefur tekið þátt í fjölda sýninga hér á landi og erlendis. Loks er hún annar helmingur listatvíeykisins Lounge Corp sem miðar að því að sýna myndlist í óhefðbundnum rýmum. Mest lesið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Í húsnæði gömlu fiskbúðarinnar á Freyjugötu þar sem nú er gallerí Harbinger gefur að líta afar forvitnilega og skemmtilega sýningu eða öllu heldur innsetningu sem nefnist Utan svæðis. Innsetningin hefur vakið jákvæð viðbrögð hjá hjá ungum sem öldnum. Það sem vekur fyrst eftirtekt þegar komið er inn í galleríið er að gestir þurfa að fara úr skónum áður en gengið er upp á dúkalagðan pall. Þar gefur að líta skemmtilega skúlptúra sem eru allt í senn dulúðugir, látlausir, nákvæmir og fullir af leikgleði.Rottupollarnir hennar Ragnheiðar.Harbinger/Gulli MárMoppuhaus fer í sífellu um lítið svæði og ryksugar lítinn flöt í einhvers konar þráhyggju. „Sýningargestur hafði orð á því að hann fyndi til með honum yfir komast hvorki lönd né strönd í þrifnaðaræði sínu, “segir myndlistarkonan Ragnheiður Káradóttir höfundur sýningarinnar. Drullusokkar eru komnir í nýrri og fínni búning og gefa ímyndunarafli áhorfandans lausan tauminn. Annars staðar gefur að líta svokallaða rottupolla. „Þetta eru pollar sem eru göng milli vídda sem rotturnar nota í víddarhopp,“ segir Ragnheiður. Umferðarkeila hefur fengið annað hlutverk og er nú orðin persóna með sítt að aftan. Ragnheiður segir verkin á sýningunni eiga í samtali við hvert annað en hún vann innsetninguna sérstaklega inn í sýningarrýmið.Drullusokkar eru komnir í nýrri og fínni búning og gefa ímyndunarafli áhorfandans lausan tauminn.Harbinger/Gulli Már„Ég nota gjarnan nytjahluti í verkin mín og set þau inn í allt annað og bjagað samhengi. Þau vísa svo í alls konar áttir. Ég fer í flæði á vinnustofunni og leikgleðin tekur yfir,“ segir Ragnheiður. Ragnheiður Káradóttir er fædd 1984 og býr og starfar í Brooklyn, New York. Hún útskrifaðist með BA gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2010 og lauk meistaranámi í myndlist vorið 2016 frá School of Visual Arts í New York. Ragnheiður er framkvæmdastjóri vinnustofu Hrafnhildar Arnardóttur í New York en Hrafnhildur tekur þátt í Feneyjartvíæringnum fyrir hönd Íslands á næsta ári. Þá er Ragnheiður með eigin vinnustofu og hefur tekið þátt í fjölda sýninga hér á landi og erlendis. Loks er hún annar helmingur listatvíeykisins Lounge Corp sem miðar að því að sýna myndlist í óhefðbundnum rýmum.
Mest lesið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira