Dómsmálaráðherra segir ekki standa til að þrengja aðgengi að réttarhöldum Heimir Már Pétursson skrifar 23. október 2018 18:30 Dómsmálaráðherra segir ekki standa til að takmarka aðgengi á endurriti dóma eða réttarhöldum umfram það sem nú er, í drögum að frumvarpi sem er til skoðunar í dómsmálaráðuneytinu. Aðeins sé verið að huga að því að nöfn í tilteknum dómsmálum verði ekki birt á Netinu. Sigríður Andersen dómsmálaráðherra hefur birt til kynningar í samráðsgátt stjórnarráðsins drög að frumvarpi um breytingar á lögum um dómstóla og meðferð sakamála þar sem gert er ráð fyrir að stjórn dómstólasýslunnar setji reglur um birtingu dóma og úrskurða allra dómstóla landsins á netinu. Í frumvarpinu segir meðal annars orðrétt:„Dómar og úrskurðir héraðsdómstóla sem varða viðkvæm persónuleg málefni, svo sem lögræði, sifjar, erfðir, málefni barna, ofbeldi í nánum samböndum og nálgunarbann sem og kynferðisbrot skuli ekki birtir, en í Landsrétti og Hæstarétti skuli í slíkum málum birta útdrátt þar sem meðal annars kemur fram á hverju niðurstaðan er reist.” Dómsmálaráðherra segir þörf á að samræma reglur um birtingu dóma á netinu á öllum dómstigum. „Nú er það þannig að Hæstiréttur setur sínar reglur nafnleynd og birtingu og Landsréttur sínar reglur. En það er kveðið á um nafnleynd í lögum hvað varðar héraðsdómana,” segir Sigríður. Með þessu sé ekki verið að útiloka fjölmiðla og aðra frá því fylgjast með réttarhöldum. „Nei alls ekki. Þetta frumvarp lítur bara að birtingu dóma á netinu. Áfram styðjumst við við meginregluna sem er grundvallarregla í íslensku réttarfari og þótt víðar væri leitað; að réttarhöld fara fram fyrir opnum tjöldum almennt,” segir dómsmálaráðherra. Ekki standi til að breyta reglum um aðgang almennings að endurriti sakamála. Hugað sé að vitnum og þolendum sem og að því að nöfn dæmdra manna í vægari sakamálum lifi ekki til allrar framtíðar á netinu þótt dómarnir verði alltaf aðgengilegir. Í frumvarpinu er einnig er kveðið á um að stjórn dómstólasýslunnar setji reglur um myndatökur og hljóðritanir í húsnæði dómstólanna þriggja sem ráðherra gerir ráð fyrir að eigi við um tilteknar aðstæður, sem formaður Blaðamannafélags Íslands hefur gert athugasemdir við. „Menn verða auðvitað að gæta einhvers meðalhófs í því. Menn hafa bent á það, lögmenn sérstaklega, að það er fólki oft mjög þungbært að ganga inn í réttarsal. Mögulega í fyrsta og vonandi í eina sinn sem það gerist; að það taki á móti því myndavélar og annað,” segir Sigríður Andersen. Málið sé til kynningar í samráðsgáttinni til 5. Nóvember og opið fyrir athugasemdum. Breytingar kunni að verða gerðar á frumvarpinu og ekki hafi verið ákveðið hvenær það verði lagt fram. Alþingi Dómsmál Tengdar fréttir Eigi ekki að vera keppikefli að þyngja refsingu sakamanna með nafnbirtingum Sigríður Andersen, dómsmálaráðherra, segir að hún telji að það eigi ekki að vera sérstakt keppikefli að að þyngja refsingu dæmdra manna með því að birta opinberlega um aldur og ævi nöfn þeirra. 23. október 2018 12:36 Segir leyndina þjóna þeim sem hafa eitthvað að fela Formaður Blaðamannafélags Íslands segir frumvarp dómsmálaráðherra um að birta ekki dóma í ákveðnum málum og koma á nafnleynd í sakamálum vera afturför. 23. október 2018 11:17 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Dómsmálaráðherra segir ekki standa til að takmarka aðgengi á endurriti dóma eða réttarhöldum umfram það sem nú er, í drögum að frumvarpi sem er til skoðunar í dómsmálaráðuneytinu. Aðeins sé verið að huga að því að nöfn í tilteknum dómsmálum verði ekki birt á Netinu. Sigríður Andersen dómsmálaráðherra hefur birt til kynningar í samráðsgátt stjórnarráðsins drög að frumvarpi um breytingar á lögum um dómstóla og meðferð sakamála þar sem gert er ráð fyrir að stjórn dómstólasýslunnar setji reglur um birtingu dóma og úrskurða allra dómstóla landsins á netinu. Í frumvarpinu segir meðal annars orðrétt:„Dómar og úrskurðir héraðsdómstóla sem varða viðkvæm persónuleg málefni, svo sem lögræði, sifjar, erfðir, málefni barna, ofbeldi í nánum samböndum og nálgunarbann sem og kynferðisbrot skuli ekki birtir, en í Landsrétti og Hæstarétti skuli í slíkum málum birta útdrátt þar sem meðal annars kemur fram á hverju niðurstaðan er reist.” Dómsmálaráðherra segir þörf á að samræma reglur um birtingu dóma á netinu á öllum dómstigum. „Nú er það þannig að Hæstiréttur setur sínar reglur nafnleynd og birtingu og Landsréttur sínar reglur. En það er kveðið á um nafnleynd í lögum hvað varðar héraðsdómana,” segir Sigríður. Með þessu sé ekki verið að útiloka fjölmiðla og aðra frá því fylgjast með réttarhöldum. „Nei alls ekki. Þetta frumvarp lítur bara að birtingu dóma á netinu. Áfram styðjumst við við meginregluna sem er grundvallarregla í íslensku réttarfari og þótt víðar væri leitað; að réttarhöld fara fram fyrir opnum tjöldum almennt,” segir dómsmálaráðherra. Ekki standi til að breyta reglum um aðgang almennings að endurriti sakamála. Hugað sé að vitnum og þolendum sem og að því að nöfn dæmdra manna í vægari sakamálum lifi ekki til allrar framtíðar á netinu þótt dómarnir verði alltaf aðgengilegir. Í frumvarpinu er einnig er kveðið á um að stjórn dómstólasýslunnar setji reglur um myndatökur og hljóðritanir í húsnæði dómstólanna þriggja sem ráðherra gerir ráð fyrir að eigi við um tilteknar aðstæður, sem formaður Blaðamannafélags Íslands hefur gert athugasemdir við. „Menn verða auðvitað að gæta einhvers meðalhófs í því. Menn hafa bent á það, lögmenn sérstaklega, að það er fólki oft mjög þungbært að ganga inn í réttarsal. Mögulega í fyrsta og vonandi í eina sinn sem það gerist; að það taki á móti því myndavélar og annað,” segir Sigríður Andersen. Málið sé til kynningar í samráðsgáttinni til 5. Nóvember og opið fyrir athugasemdum. Breytingar kunni að verða gerðar á frumvarpinu og ekki hafi verið ákveðið hvenær það verði lagt fram.
Alþingi Dómsmál Tengdar fréttir Eigi ekki að vera keppikefli að þyngja refsingu sakamanna með nafnbirtingum Sigríður Andersen, dómsmálaráðherra, segir að hún telji að það eigi ekki að vera sérstakt keppikefli að að þyngja refsingu dæmdra manna með því að birta opinberlega um aldur og ævi nöfn þeirra. 23. október 2018 12:36 Segir leyndina þjóna þeim sem hafa eitthvað að fela Formaður Blaðamannafélags Íslands segir frumvarp dómsmálaráðherra um að birta ekki dóma í ákveðnum málum og koma á nafnleynd í sakamálum vera afturför. 23. október 2018 11:17 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Eigi ekki að vera keppikefli að þyngja refsingu sakamanna með nafnbirtingum Sigríður Andersen, dómsmálaráðherra, segir að hún telji að það eigi ekki að vera sérstakt keppikefli að að þyngja refsingu dæmdra manna með því að birta opinberlega um aldur og ævi nöfn þeirra. 23. október 2018 12:36
Segir leyndina þjóna þeim sem hafa eitthvað að fela Formaður Blaðamannafélags Íslands segir frumvarp dómsmálaráðherra um að birta ekki dóma í ákveðnum málum og koma á nafnleynd í sakamálum vera afturför. 23. október 2018 11:17