Geðheilbrigðisstefnumótun Eymundur L. Eymundsson skrifar 31. október 2018 09:34 Síðustu ár hef ég opnað mig um mína geðröskun í fjölmiðlum. Ég hef verið að fræða á málþingum og skólum landsins. Það er ekki auðvelt að opna sig og tala um félagsfælni en þöggun hefur gert það að verkum að ég hef ekki getað setið á mér að gera fólki grein fyrir alvarleika og afleiðingum þess að glíma við félagsfælni sem er þriðja algengasta geðröskunin á eftir þunglyndi og alkóhólisma. Margt jákvætt hefur verið gert til þess að efla forvarnir og unga kynslóðin er opnari en sú eldri að meðtaka skilaboðin að fólk með geðsjúkdóma er ekkert síðra en annað fólk. Nú er þekking meiri og unga kynslóðin finnst gott að hlusta á fólk sem hefur glímt við geðsjúkdóma og hvaða bjargráð geta hjálpað. Geðsjúkdómar fara ekki í manngreiningarálit frekar en aðrir sjúkdómar. Afleiðingar af geðsjúkdómum hafa líka áhrif á tauga- og stoðkerfið en lítið fjallað um. Ég hef stundað sjúkraþjálfun í 23 ár út af minni slitgigt og 3 mjaðmaliðaskiptingum sem ég hef trú á að ég hefði aldrei þurft að ganga í gegnum ef ég hefði fengið hjálp sem barn. Ég hef kynnst mörgum sjúkraþjálfurum sem hafa þurft að vinna með andlega þáttinn hjá mörgum skjólstæðingum. Til að byggja hús þurfum við góðan grunn og það er eins með börn og ungmenni að þau fái tækifæri á að efla sjálfstraust, sjálfsmyndina og sjálfsvirðingu fyrir framtíðina. Ég myndi segja að það þyrfti að fræða eldri kynslóðina betur um geðsjúkdóma og þar get ég séð fyrir mér að farið sé í fyrirtæki. Fjölmiðlar geta gert mikið betur í forvörnum með því að sýna og segja frá því góða sem gert er í geðheilbrigðismálum. Ég tel að gott væri að bjóða upp á nám þar sem fólk með reynslu af geðröskun í bata geti menntað sig og unnið svo með fagfólki til að byggja upp geðheilsu hvort sem er í skólum landsins eða í geðheilbrigðiskerfinu. Samvinna fólks með reynslu af geðröskun og fagmanna getur verið besta meðalið fyrir fólkið sem þarf hjálp og í forvarnarfræðslu. Til þess þarf kerfið að vera opið fyrir því að nýta reynsluna, sem getur jafnast á við góð lyf og lítið um aukaverkanir. Geðheilbrigðisstefnumótun segir að samvinna eigi að vera við félagasamtök í forvörnum. Staðan í geðheilbrigðismálum er grafalvarleg, ekki bara á höfuðborgarsvæðinu heldur líka á landsbyggðinni. Að sálfræðingar séu í heilsugæslum er gott mál en það þarf líka að hlusta á fólkið sem hefur reynslu af geðröskun og sýna þeim meiri virðingu og viðurkenningu í stefnumótun. Ég hef aldrei heyrt fagmenn tala meira um fordóma innan sinnar stéttar gagnvart fólki sem glímir við geðröskun. Það var í október þegar ég mætti á stefnumótun geðheilbrigðisþjónustunnar. Fagmennirnir sögðu orðrétt „við þurfum heldur betur að taka okkur í gegn vegna þess að við erum með bullandi fordóma.“ Ég vona innilega að þau séu búinn að því þar sem það á enginn að þurfa að mæta fordómum hjá fagfólki né öðrum í samfélaginu eða fjölmiðlum. Tekið skal fram að ég hef fengið góða hjálp frá fagmönnum en það hafa ekki alllir sömu reynslu. Ef við ætlum að ná árangri getur verið gott að vinna betur saman, fyrir fólkið sem þarf hjálp og aðstandendur þeirra.Eymundur L. Eymundsson ráðgjafi og félagsliði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Fullorðins greining á loftslags stefnumálum Páll Gunnarsson,Matthías Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar Skoðun Lækkum álögur á fólk og fyrirtæki á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Tæknitröll í heilbrigðiskerfið Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Valdeflandi endurhæfing Hugarafls styrkt í sessi Auður Axelsdóttir skrifar Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir skrifar Skoðun Kjósum breytingar – Kjósum Pírata Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Þreyttur á vók? Símon Vestarr skrifar Skoðun Áskorun í minnkandi heimi Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun í heilbrigðismálum – bréf frá einstakling með ADHD Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson skrifar Skoðun Einkaframtakinu þarf að fylgja ábyrgð Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Vindorkuver? Ekki svona, ekki núna! Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin - lofað upp í ermina á sér Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri til breytinga með Samfylkingunni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hvernig getur þú stutt þjóðarmorð? Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun Viljum við frjálshyggju? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Af hverju að kjósa Viðreisn - C fyrir frelsi og frið Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Fleiri læk – betra skap Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf undir forystu Sjálfstæðisflokksins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Wybory islandzkie i sprawy polskie Maksymilian Haraldur Frach skrifar Skoðun Grasrótin í brennidepli undir forystu Ásmundar Einars Ólafur Magnússon skrifar Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun 108 ár – hverjum treystir þú? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Róluvallaráðherra Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hveitipoki á fjörutíu þúsund Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Tími til að endurvekja frelsið Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Einkaframtakið í sinni fegurstu mynd Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Viðreisn vakti hjá mér von Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Síðustu ár hef ég opnað mig um mína geðröskun í fjölmiðlum. Ég hef verið að fræða á málþingum og skólum landsins. Það er ekki auðvelt að opna sig og tala um félagsfælni en þöggun hefur gert það að verkum að ég hef ekki getað setið á mér að gera fólki grein fyrir alvarleika og afleiðingum þess að glíma við félagsfælni sem er þriðja algengasta geðröskunin á eftir þunglyndi og alkóhólisma. Margt jákvætt hefur verið gert til þess að efla forvarnir og unga kynslóðin er opnari en sú eldri að meðtaka skilaboðin að fólk með geðsjúkdóma er ekkert síðra en annað fólk. Nú er þekking meiri og unga kynslóðin finnst gott að hlusta á fólk sem hefur glímt við geðsjúkdóma og hvaða bjargráð geta hjálpað. Geðsjúkdómar fara ekki í manngreiningarálit frekar en aðrir sjúkdómar. Afleiðingar af geðsjúkdómum hafa líka áhrif á tauga- og stoðkerfið en lítið fjallað um. Ég hef stundað sjúkraþjálfun í 23 ár út af minni slitgigt og 3 mjaðmaliðaskiptingum sem ég hef trú á að ég hefði aldrei þurft að ganga í gegnum ef ég hefði fengið hjálp sem barn. Ég hef kynnst mörgum sjúkraþjálfurum sem hafa þurft að vinna með andlega þáttinn hjá mörgum skjólstæðingum. Til að byggja hús þurfum við góðan grunn og það er eins með börn og ungmenni að þau fái tækifæri á að efla sjálfstraust, sjálfsmyndina og sjálfsvirðingu fyrir framtíðina. Ég myndi segja að það þyrfti að fræða eldri kynslóðina betur um geðsjúkdóma og þar get ég séð fyrir mér að farið sé í fyrirtæki. Fjölmiðlar geta gert mikið betur í forvörnum með því að sýna og segja frá því góða sem gert er í geðheilbrigðismálum. Ég tel að gott væri að bjóða upp á nám þar sem fólk með reynslu af geðröskun í bata geti menntað sig og unnið svo með fagfólki til að byggja upp geðheilsu hvort sem er í skólum landsins eða í geðheilbrigðiskerfinu. Samvinna fólks með reynslu af geðröskun og fagmanna getur verið besta meðalið fyrir fólkið sem þarf hjálp og í forvarnarfræðslu. Til þess þarf kerfið að vera opið fyrir því að nýta reynsluna, sem getur jafnast á við góð lyf og lítið um aukaverkanir. Geðheilbrigðisstefnumótun segir að samvinna eigi að vera við félagasamtök í forvörnum. Staðan í geðheilbrigðismálum er grafalvarleg, ekki bara á höfuðborgarsvæðinu heldur líka á landsbyggðinni. Að sálfræðingar séu í heilsugæslum er gott mál en það þarf líka að hlusta á fólkið sem hefur reynslu af geðröskun og sýna þeim meiri virðingu og viðurkenningu í stefnumótun. Ég hef aldrei heyrt fagmenn tala meira um fordóma innan sinnar stéttar gagnvart fólki sem glímir við geðröskun. Það var í október þegar ég mætti á stefnumótun geðheilbrigðisþjónustunnar. Fagmennirnir sögðu orðrétt „við þurfum heldur betur að taka okkur í gegn vegna þess að við erum með bullandi fordóma.“ Ég vona innilega að þau séu búinn að því þar sem það á enginn að þurfa að mæta fordómum hjá fagfólki né öðrum í samfélaginu eða fjölmiðlum. Tekið skal fram að ég hef fengið góða hjálp frá fagmönnum en það hafa ekki alllir sömu reynslu. Ef við ætlum að ná árangri getur verið gott að vinna betur saman, fyrir fólkið sem þarf hjálp og aðstandendur þeirra.Eymundur L. Eymundsson ráðgjafi og félagsliði
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar
Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun