Rétta lesefnið Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 19. nóvember 2018 07:00 Oft er nauðsynlegt að berjast fyrir því sem manni er kært þannig að það eyðist ekki og hverfi. Þannig þurfa Íslendingar að standa vörð um íslenska tungu, vernda hana og hlúa að henni svo áfram þyki sjálfsagt að tjá sig á íslensku. Þar hafa allir skyldur. Ekki hafa margir rækt þessa skyldu sína af jafn miklum krafti og elju og Eiríkur Rögnvaldsson prófessor sem nýlega hlaut Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar á degi íslenskrar tungu fyrir hið mikilvæga framtak sitt. Í áratugi hefur hann verið óþreytandi við að benda á hætturnar sem steðja að tungumálinu meðal annars vegna áhrifa frá ensku sem er víða ráðandi, ekki síst í tölvu- og tækniheimum. Það er ekki eins og orð Eiríks hafi fallið í grýtta jörð, á hann hefur verið hlustað og mark á honum tekið – þótt hér eigi það við, eins og svo oft áður, að ráðamenn hefðu átt að bregðast við mun fyrr. Barátta Eiríks á stóran þátt í því að mikilvægum áfanga hefur verið náð með samþykkt áætlunar um nýja máltækni til að styrkja stöðu íslenskunnar í stafrænum heimi. Ef á að viðhalda íslenskunni þarf að halda að æsku landsins efni á þessu fallega máli okkar. Í viðtali hér í Fréttablaðinu sagði Eiríkur að það kæmi ekki í hlut fagurbókmennta að halda íslenskunni lifandi. Þetta er skemmtilega óelítulegt viðhorf og hressilegt, um leið og það einkennist af skynsemi og raunsæju mati. Eins og Eiríkur benti svo réttilega á í þessu sama viðtali verður efni að höfða til barna eigi að fá þau til að lesa. Víst er að höfði efni til barna eru þau tilbúin að leggja þó nokkuð á sig við lesturinn. Ár hvert svolgruðu börn og unglingar þessa lands í sig mörg hundruð blaðsíður af Harry Potter og fengu aldrei nóg. Í gamla daga höfðu íslensk börn slíkt dálæti á íbúum Andabæjar að þau lögðu það á sig að lesa textann í dönsku Andrésblöðunum, og það af mun meiri áhuga og gleði en þau sýndu síðar á skólabekk þegar þeim var gert skylt að læra dönskuna. Börn og unglingar laðast að skemmtilegu og spennandi efni. Á degi íslenskrar tungu, síðastliðinn föstudag, kynnti verslunin Nexus nýja útgáfu á myndasögum á íslensku um sjálfan Batman. Þýðandinn Haraldur Hrafn Guðmundsson er á þeirri skoðun að ástæða þess að yndislestri barna og unglinga hafi hrakað sé að ekki er nægilegt framboð á skemmtilegu lesefni fyrir þau. Hann leggur sitt af mörkum til að bæta úr því. Mögulegt er að Batman komi til bjargar, hann ætti allavega að hafa alla burði til þess, hafandi heillað umheiminn í áratugi. Æska landsins á sína uppáhaldsrithöfunda eins og sést á vikulegum metsölulista Eymundsson vikurnar fyrir jól. Í síðustu viku voru tvær barnabækur í hópi tíu vinsælustu bóka landsins, Þitt eigið tímaferðalag eftir Ævar Þór Benediktsson sem hefur einstakt lag á því að laða börn að bókum og Fíasól gefst aldrei upp eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur sem á stóran aðdáendahóp meðal barna. Rétta lesefnið er þarna greinilega og því ber að halda að æsku landsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Tæknitröll í heilbrigðiskerfið Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin 2 - lofað upp í ermina á sér Hjalti Þórisson Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar Skoðun Lækkum álögur á fólk og fyrirtæki á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Tæknitröll í heilbrigðiskerfið Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Valdeflandi endurhæfing Hugarafls styrkt í sessi Auður Axelsdóttir skrifar Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir skrifar Skoðun Kjósum breytingar – Kjósum Pírata Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Þreyttur á vók? Símon Vestarr skrifar Skoðun Áskorun í minnkandi heimi Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun í heilbrigðismálum – bréf frá einstakling með ADHD Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson skrifar Skoðun Einkaframtakinu þarf að fylgja ábyrgð Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Vindorkuver? Ekki svona, ekki núna! Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin 2 - lofað upp í ermina á sér Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri til breytinga með Samfylkingunni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hvernig getur þú stutt þjóðarmorð? Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun Viljum við frjálshyggju? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Af hverju að kjósa Viðreisn - C fyrir frelsi og frið Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Fleiri læk – betra skap Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf undir forystu Sjálfstæðisflokksins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Wybory islandzkie i sprawy polskie Maksymilian Haraldur Frach skrifar Skoðun Grasrótin í brennidepli undir forystu Ásmundar Einars Ólafur Magnússon skrifar Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun 108 ár – hverjum treystir þú? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Róluvallaráðherra Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hveitipoki á fjörutíu þúsund Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Tími til að endurvekja frelsið Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Einkaframtakið í sinni fegurstu mynd Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Viðreisn vakti hjá mér von Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Oft er nauðsynlegt að berjast fyrir því sem manni er kært þannig að það eyðist ekki og hverfi. Þannig þurfa Íslendingar að standa vörð um íslenska tungu, vernda hana og hlúa að henni svo áfram þyki sjálfsagt að tjá sig á íslensku. Þar hafa allir skyldur. Ekki hafa margir rækt þessa skyldu sína af jafn miklum krafti og elju og Eiríkur Rögnvaldsson prófessor sem nýlega hlaut Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar á degi íslenskrar tungu fyrir hið mikilvæga framtak sitt. Í áratugi hefur hann verið óþreytandi við að benda á hætturnar sem steðja að tungumálinu meðal annars vegna áhrifa frá ensku sem er víða ráðandi, ekki síst í tölvu- og tækniheimum. Það er ekki eins og orð Eiríks hafi fallið í grýtta jörð, á hann hefur verið hlustað og mark á honum tekið – þótt hér eigi það við, eins og svo oft áður, að ráðamenn hefðu átt að bregðast við mun fyrr. Barátta Eiríks á stóran þátt í því að mikilvægum áfanga hefur verið náð með samþykkt áætlunar um nýja máltækni til að styrkja stöðu íslenskunnar í stafrænum heimi. Ef á að viðhalda íslenskunni þarf að halda að æsku landsins efni á þessu fallega máli okkar. Í viðtali hér í Fréttablaðinu sagði Eiríkur að það kæmi ekki í hlut fagurbókmennta að halda íslenskunni lifandi. Þetta er skemmtilega óelítulegt viðhorf og hressilegt, um leið og það einkennist af skynsemi og raunsæju mati. Eins og Eiríkur benti svo réttilega á í þessu sama viðtali verður efni að höfða til barna eigi að fá þau til að lesa. Víst er að höfði efni til barna eru þau tilbúin að leggja þó nokkuð á sig við lesturinn. Ár hvert svolgruðu börn og unglingar þessa lands í sig mörg hundruð blaðsíður af Harry Potter og fengu aldrei nóg. Í gamla daga höfðu íslensk börn slíkt dálæti á íbúum Andabæjar að þau lögðu það á sig að lesa textann í dönsku Andrésblöðunum, og það af mun meiri áhuga og gleði en þau sýndu síðar á skólabekk þegar þeim var gert skylt að læra dönskuna. Börn og unglingar laðast að skemmtilegu og spennandi efni. Á degi íslenskrar tungu, síðastliðinn föstudag, kynnti verslunin Nexus nýja útgáfu á myndasögum á íslensku um sjálfan Batman. Þýðandinn Haraldur Hrafn Guðmundsson er á þeirri skoðun að ástæða þess að yndislestri barna og unglinga hafi hrakað sé að ekki er nægilegt framboð á skemmtilegu lesefni fyrir þau. Hann leggur sitt af mörkum til að bæta úr því. Mögulegt er að Batman komi til bjargar, hann ætti allavega að hafa alla burði til þess, hafandi heillað umheiminn í áratugi. Æska landsins á sína uppáhaldsrithöfunda eins og sést á vikulegum metsölulista Eymundsson vikurnar fyrir jól. Í síðustu viku voru tvær barnabækur í hópi tíu vinsælustu bóka landsins, Þitt eigið tímaferðalag eftir Ævar Þór Benediktsson sem hefur einstakt lag á því að laða börn að bókum og Fíasól gefst aldrei upp eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur sem á stóran aðdáendahóp meðal barna. Rétta lesefnið er þarna greinilega og því ber að halda að æsku landsins.
Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar
Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar
Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun