Ostrur teknar af matseðli Skelfisksmarkaðarins vegna nóróveiru Birgir Olgeirsson skrifar 16. nóvember 2018 17:41 Hrefna Rósa Sætran matreiðslumaður sem er ein af eigendum Skelfiskmarkaðarins. Vísir/Stefán Skelfiskmarkaðurinn í Reykjavík hefur tekið ostrur af matseðli sínum eftir að þrettán manns úr átján manna hópi smituðust af nóróveiru eftir að hafa borðað á veitingastaðnum síðastliðinn föstudag.Greint var fyrst frá málinu á vef DV. Algengustu einkenni nóróveiki eru uppköst og/eða niðurgangur sem fylgt geta kviðverkir, beinverkir, höfuðverkur og stundum vægur hiti. Sjúkdómurinn gengur í langflestum tilfellum yfir á einum til tveimur sólarhringum án nokkurrar meðferðar.Á vef embættis landlæknis kemur fram að smit með ostrum sé vel þekkt embættið segir algengt að smitið berist í ostrurnar með nóróveirumenguðu vatni.Ostrurnar frá Húsavík Hrefna Rós Jóhannsdóttir Sætran er einn af eigendum Skelfisksmarkaðarins en eigendur markaðarins eru einnig hluthafar í fyrirtækinu Víkurskel á Húsavík sem ræktar ostrurnar sem eru á matseðli veitingastaðarins. Hrefna segir í samtali við Vísi að búið sé að taka ostrurnar af matseðli Skelfisksmarkaðarins. Ekki er búið að staðfesta hvernig gestirnir sem um ræðir smituðust af nóróveirunni en allir áttu þeir það sameiginlegt að hafa borðað ostrur á veitingastaðnum. Hrefna segir að því sé gengið út frá því að líklegasta skýringin sé að smitið hafi borist með ostrunum. Staðnum bárust símtöl frá umræddum gestum þegar þeir tóku að veikjast. Ekki er vitað nákvæmlega hvort að fleiri en þessir þrettán hafi sýkst af veirunni. Einhverjir þeirra gætu hafa veikst og ekki látið vita á meðan aðrir hafi mögulega ekki fundið fyrir einkennum. Heilbrigðiseftirlitið mætti tvisvar Hún segir heilbrigðiseftirlitið hafa mætt tvisvar á Skelfiskmarkaðinn eftir að málið komst upp. Fulltrúar eftirlitsins tóku staðinn út hátt og lágt og gaf honum toppeinkunn að sögn Hrefnu. Hún segir að ostrurnar hafi ekki sýkst vegna meðhöndlunar á þeim á Skelfiskmarkaðinum, er talið að það eigi rætur sínar að rekja til framleiðsluferlisins. Ekki aftur fyrr en það verður óhætt Hrefna segir starfsmenn heilbrigðiseftirlitsins ekki hafa fundið neitt athugavert þegar rætt var við starfsmenn Skelfiskmarkaðarins og þegar vinnuaðstaðan var skoðuð. „Þetta verður ekki aftur á matseðlinum hjá okkur fyrr en allt verður komið í lag,“ segir Hrefna. Hún tekur fram að ostrurnar séu einungis lítið brot af matseðli Skelfisksmarkaðarins og fólki óhætt að borða aðra rétti staðarins. Heilbrigðismál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Sjá meira
Skelfiskmarkaðurinn í Reykjavík hefur tekið ostrur af matseðli sínum eftir að þrettán manns úr átján manna hópi smituðust af nóróveiru eftir að hafa borðað á veitingastaðnum síðastliðinn föstudag.Greint var fyrst frá málinu á vef DV. Algengustu einkenni nóróveiki eru uppköst og/eða niðurgangur sem fylgt geta kviðverkir, beinverkir, höfuðverkur og stundum vægur hiti. Sjúkdómurinn gengur í langflestum tilfellum yfir á einum til tveimur sólarhringum án nokkurrar meðferðar.Á vef embættis landlæknis kemur fram að smit með ostrum sé vel þekkt embættið segir algengt að smitið berist í ostrurnar með nóróveirumenguðu vatni.Ostrurnar frá Húsavík Hrefna Rós Jóhannsdóttir Sætran er einn af eigendum Skelfisksmarkaðarins en eigendur markaðarins eru einnig hluthafar í fyrirtækinu Víkurskel á Húsavík sem ræktar ostrurnar sem eru á matseðli veitingastaðarins. Hrefna segir í samtali við Vísi að búið sé að taka ostrurnar af matseðli Skelfisksmarkaðarins. Ekki er búið að staðfesta hvernig gestirnir sem um ræðir smituðust af nóróveirunni en allir áttu þeir það sameiginlegt að hafa borðað ostrur á veitingastaðnum. Hrefna segir að því sé gengið út frá því að líklegasta skýringin sé að smitið hafi borist með ostrunum. Staðnum bárust símtöl frá umræddum gestum þegar þeir tóku að veikjast. Ekki er vitað nákvæmlega hvort að fleiri en þessir þrettán hafi sýkst af veirunni. Einhverjir þeirra gætu hafa veikst og ekki látið vita á meðan aðrir hafi mögulega ekki fundið fyrir einkennum. Heilbrigðiseftirlitið mætti tvisvar Hún segir heilbrigðiseftirlitið hafa mætt tvisvar á Skelfiskmarkaðinn eftir að málið komst upp. Fulltrúar eftirlitsins tóku staðinn út hátt og lágt og gaf honum toppeinkunn að sögn Hrefnu. Hún segir að ostrurnar hafi ekki sýkst vegna meðhöndlunar á þeim á Skelfiskmarkaðinum, er talið að það eigi rætur sínar að rekja til framleiðsluferlisins. Ekki aftur fyrr en það verður óhætt Hrefna segir starfsmenn heilbrigðiseftirlitsins ekki hafa fundið neitt athugavert þegar rætt var við starfsmenn Skelfiskmarkaðarins og þegar vinnuaðstaðan var skoðuð. „Þetta verður ekki aftur á matseðlinum hjá okkur fyrr en allt verður komið í lag,“ segir Hrefna. Hún tekur fram að ostrurnar séu einungis lítið brot af matseðli Skelfisksmarkaðarins og fólki óhætt að borða aðra rétti staðarins.
Heilbrigðismál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Sjá meira