Heimildirnar eru bensínið Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 15. nóvember 2018 09:00 Hallgrímur á Siglufirði, en þar las hann vitanlega upp úr hinni nýju skáldsögu sinni. Mynd/Albert Gunnlaugsson Sextíu kíló af sólskini er ný skáldsaga Hallgríms Helgasonar. Þar segir frá umbrotatímum í sögu þjóðarinnar og lesandinn fylgist með Eilífi bónda, Gesti syni hans og fólki í Segulfirði. „Ég byrjaði á bókinni í janúar 2016 en þá fór ég til Indlands. Ég hafði sent frá mér bókina Sjóveikur í München haustið 2015, og henni fylgdi erfið umræða, það var því gott að komast burt,“ segir Hallgrímur. „Ég var í Kochi í Keralahéraði í tvo mánuði og dvaldi þar á hóteli sem frænka mín, Þóra Guðmundsdóttir, rekur. Þetta var stórkostlegur tími, frábært að skrifa um vetrarkuldann í 33 gráðum. Það var orðið langt síðan ég hafði farið út til að skrifa, ég gerði það nokkuð oft þegar ég var yngri.“Vannstu mikla heimildavinnu við vinnslu þessarar bókar? „Ég las á þriðja tug bóka. Áður en ég byrjaði að skrifa las ég mikið um sjómennsku, hákarlaveiðar og torfbæjarlíf, þann tíma sem fjallað er um í fyrsta hluta bókarinnar. Þegar ég var búinn með þann hluta þurfti ég svo að lesa aðrar bækur. Við ritun sögulegrar skáldsögu má segja að heimildirnar séu bensínið á tankinn. Ég trúi því að bestu kaflarnir komi þegar maður er búinn að vinna heimildavinnuna vel. Svo var ég líka undir áhrifum frá öðrum verkum. Áður en ég byrjaði las ég Moby Dick og hafði verið að lesa Stríð og frið, var einnig nokkuð nýbúinn að lesa Dalalíf Guðrúnar frá Lundi, sem er okkar Stríð og friður. Í vor fór ég svo í gegnum Vesalingana sem var nú eiginlega best af þessum bókum. Ég skoðaði hvernig svona stórar skáldsögur eru byggðar upp, velti fyrir mér hvernig megi flakka á milli persóna, dvelja nokkra blaðsíðutugi með þessum karakter og svo aðra með hinum, og sýna mörg sjónarhorn jafnvel á sama atburðinn. Ég hef oft verið með fyrstu persónu frásögn í verkum mínum en ákvað nú að vera með þriðju persónu frásögn. Þetta gaf mér meira frelsi og víðari völl til að leika mér á. Þannig að bók sem byrjar á því að horfa á einn dreng og hlutskipti hans verður að breiðari þjóðlífslýsingu. Svo hafði mig alltaf langað til að skrifa um Siglufjörð og síldartímann, en mér tókst það kannski ekki alveg því síldin kemur ekki fyrr en í lok bókar.“Almannlegt auga GuðrúnarÞú minntist á Guðrúnu frá Lundi. Þú hefur oftar en einu sinni hlaupið í vörn fyrir Guðrúnu sem er miklu betri höfundur en margir gera sér grein fyrir. Hvað er það í hennar verkum sem heillar þig? „Hún er svo innanfróð um lífið. Þá gengur framvindan alltaf eins og skilvinda hjá henni. Það er ótrúleg flettiorka í þessum bókum. Svo skapar hún persónur eins og að drekka vatn. Það er einn helsti kostur höfunda að mínu mati að geta búið til góðar persónur. Hún hefur almannlegt auga gagnvart breyskleikum mannsins og getur sett fram galla persóna án þess að dæma þær hart. Fólk er bara eins og það er, takmarkað á sinn hátt. Í sumar var sýning um hana á Amtsbókasafninu á Akureyri. Kvótin í bækurnar hennar voru öll svo brilljant. Man eftir þessu: „Drengurinn óx og dafnaði eins og fífill í túni. Hann tók snemma tennur og gekk um allan bæinn áður en hann varð ársgamall. Allt boðaði þetta skammlífi.“ Stundum setur maður upp fyrirvarann: Já, Guðrún frá Lundi var nú sveitakona sem aldrei fór úr dalnum og það sem hún gerði er ótrúlegt miðað við það. Þetta er samt hálf leiðinlegt að segja því hún er merkilegur höfundur og hefur klárlega orðið fyrir kynja-, aldurs- og búsetufordómum. Sveitakerling á upphlut getur ekki verið merkilegra skáld en feigðarfagurt fyllimennið í bænum.“Skemmtiþörf höfundarVíkjum aftur að þinni bók. Þar er framarlega grótesk lýsing á jarðarför þar sem presturinn er útúrdrukkinn. Nokkuð sláandi kafli, varstu þar með einhverjar fyrirmyndir í huga eða er þar allt skáldað? „Fólk talar um grótesku en fyrir mér er þetta ákveðin tegund af raunsæi. Auðvitað vil ég hafa kaflann eftirminnilegan og þá þarf að ýkja. Á þessum tíma var svakaleg drykkja á prestum, oft þannig að þeir gátu ekki messað. Í bók sinni Í verum lýsir Theodór Friðriksson til dæmis messu í Fjörðum þar sem presturinn var ofurölvi. Erlendur ferðabókaritari segir frá presti í Seyðisfirði sem gerði ekki annað en þvælast á milli bæja með 20 lítra brennivínskút. Þessi kafli er nú skáldaður hjá mér en hefði auðvitað vel getað gerst, hér er teiknuð upp mynd sem er táknræn og talar út fyrir verkið. Þegar presturinn í Segulfirði drepst upp við altarið deyr hann fyrir syndir allra sinna 19. aldar kollega.“Það er mikið um útúrdúra og vangaveltur í bókinni, hvernig gerðist það í vinnuferlinu? „Þetta er kannski einhver skemmtiþörf höfundar sem vill koma með smá stand-up kafla þegar hann er búinn að vinna úr heimildum. Þarna eru hugleiðingar um okkur Íslendinga, af hverju við erum eins og við erum, hvert sé þjóðareðlið og hvort við séum öðruvísi en aðrar þjóðir. Íslenska samfélagið virðist hafa staðið nánast óhaggað öldum saman. Allt var hér pikkfast og frosið. Vistarband, rímur og tóvinna. Allar breytingar komu að utan. Norðmenn kenndu okkur að veiða síld. Bretinn og Kaninn komu svo með nútímann. Og síðan má nefna EES-samninginn, Evróputilskipanir sem neyða okkur upp úr hjólförunum. Við Íslendingar virðumst mjög seinþreyttir til framfara.“Kjöt á beinunumÞú kannt að fara með orð, en hefur leikur þinn að orðum breyst á einhvern hátt með árunum? „Kannski hef ég lært smá þolinmæði. Þegar ég er að skrifa núna vel ég ekki alltaf þann möguleika sem kemur samstundis upp í hugann heldur bíð eftir „seinni bylgjunni“, að það komi eitthvað aðeins betra. Ég held allavega að fimm aurarnir séu á undanhaldi hjá mér.“Þú ert ekkert mikið fyrir fíngerða lýrik, þú vilt hafa mikinn kraft í bókunum þínum, er það ekki rétt? „Stundum byrja ég kafla á fimm línum af fíngerðri lýrik, en það er líka nóg. Fólki finnst svolítið hátíðlegt að fá freyðivínsglas fyrir matinn. En svo kemur aðalrétturinn og þá þarf að vera kjöt á beinunum. Það er ekki hægt að lesa eintóma lýrik, það lifir enginn á freyðivíni einu saman.“ Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Sextíu kíló af sólskini er ný skáldsaga Hallgríms Helgasonar. Þar segir frá umbrotatímum í sögu þjóðarinnar og lesandinn fylgist með Eilífi bónda, Gesti syni hans og fólki í Segulfirði. „Ég byrjaði á bókinni í janúar 2016 en þá fór ég til Indlands. Ég hafði sent frá mér bókina Sjóveikur í München haustið 2015, og henni fylgdi erfið umræða, það var því gott að komast burt,“ segir Hallgrímur. „Ég var í Kochi í Keralahéraði í tvo mánuði og dvaldi þar á hóteli sem frænka mín, Þóra Guðmundsdóttir, rekur. Þetta var stórkostlegur tími, frábært að skrifa um vetrarkuldann í 33 gráðum. Það var orðið langt síðan ég hafði farið út til að skrifa, ég gerði það nokkuð oft þegar ég var yngri.“Vannstu mikla heimildavinnu við vinnslu þessarar bókar? „Ég las á þriðja tug bóka. Áður en ég byrjaði að skrifa las ég mikið um sjómennsku, hákarlaveiðar og torfbæjarlíf, þann tíma sem fjallað er um í fyrsta hluta bókarinnar. Þegar ég var búinn með þann hluta þurfti ég svo að lesa aðrar bækur. Við ritun sögulegrar skáldsögu má segja að heimildirnar séu bensínið á tankinn. Ég trúi því að bestu kaflarnir komi þegar maður er búinn að vinna heimildavinnuna vel. Svo var ég líka undir áhrifum frá öðrum verkum. Áður en ég byrjaði las ég Moby Dick og hafði verið að lesa Stríð og frið, var einnig nokkuð nýbúinn að lesa Dalalíf Guðrúnar frá Lundi, sem er okkar Stríð og friður. Í vor fór ég svo í gegnum Vesalingana sem var nú eiginlega best af þessum bókum. Ég skoðaði hvernig svona stórar skáldsögur eru byggðar upp, velti fyrir mér hvernig megi flakka á milli persóna, dvelja nokkra blaðsíðutugi með þessum karakter og svo aðra með hinum, og sýna mörg sjónarhorn jafnvel á sama atburðinn. Ég hef oft verið með fyrstu persónu frásögn í verkum mínum en ákvað nú að vera með þriðju persónu frásögn. Þetta gaf mér meira frelsi og víðari völl til að leika mér á. Þannig að bók sem byrjar á því að horfa á einn dreng og hlutskipti hans verður að breiðari þjóðlífslýsingu. Svo hafði mig alltaf langað til að skrifa um Siglufjörð og síldartímann, en mér tókst það kannski ekki alveg því síldin kemur ekki fyrr en í lok bókar.“Almannlegt auga GuðrúnarÞú minntist á Guðrúnu frá Lundi. Þú hefur oftar en einu sinni hlaupið í vörn fyrir Guðrúnu sem er miklu betri höfundur en margir gera sér grein fyrir. Hvað er það í hennar verkum sem heillar þig? „Hún er svo innanfróð um lífið. Þá gengur framvindan alltaf eins og skilvinda hjá henni. Það er ótrúleg flettiorka í þessum bókum. Svo skapar hún persónur eins og að drekka vatn. Það er einn helsti kostur höfunda að mínu mati að geta búið til góðar persónur. Hún hefur almannlegt auga gagnvart breyskleikum mannsins og getur sett fram galla persóna án þess að dæma þær hart. Fólk er bara eins og það er, takmarkað á sinn hátt. Í sumar var sýning um hana á Amtsbókasafninu á Akureyri. Kvótin í bækurnar hennar voru öll svo brilljant. Man eftir þessu: „Drengurinn óx og dafnaði eins og fífill í túni. Hann tók snemma tennur og gekk um allan bæinn áður en hann varð ársgamall. Allt boðaði þetta skammlífi.“ Stundum setur maður upp fyrirvarann: Já, Guðrún frá Lundi var nú sveitakona sem aldrei fór úr dalnum og það sem hún gerði er ótrúlegt miðað við það. Þetta er samt hálf leiðinlegt að segja því hún er merkilegur höfundur og hefur klárlega orðið fyrir kynja-, aldurs- og búsetufordómum. Sveitakerling á upphlut getur ekki verið merkilegra skáld en feigðarfagurt fyllimennið í bænum.“Skemmtiþörf höfundarVíkjum aftur að þinni bók. Þar er framarlega grótesk lýsing á jarðarför þar sem presturinn er útúrdrukkinn. Nokkuð sláandi kafli, varstu þar með einhverjar fyrirmyndir í huga eða er þar allt skáldað? „Fólk talar um grótesku en fyrir mér er þetta ákveðin tegund af raunsæi. Auðvitað vil ég hafa kaflann eftirminnilegan og þá þarf að ýkja. Á þessum tíma var svakaleg drykkja á prestum, oft þannig að þeir gátu ekki messað. Í bók sinni Í verum lýsir Theodór Friðriksson til dæmis messu í Fjörðum þar sem presturinn var ofurölvi. Erlendur ferðabókaritari segir frá presti í Seyðisfirði sem gerði ekki annað en þvælast á milli bæja með 20 lítra brennivínskút. Þessi kafli er nú skáldaður hjá mér en hefði auðvitað vel getað gerst, hér er teiknuð upp mynd sem er táknræn og talar út fyrir verkið. Þegar presturinn í Segulfirði drepst upp við altarið deyr hann fyrir syndir allra sinna 19. aldar kollega.“Það er mikið um útúrdúra og vangaveltur í bókinni, hvernig gerðist það í vinnuferlinu? „Þetta er kannski einhver skemmtiþörf höfundar sem vill koma með smá stand-up kafla þegar hann er búinn að vinna úr heimildum. Þarna eru hugleiðingar um okkur Íslendinga, af hverju við erum eins og við erum, hvert sé þjóðareðlið og hvort við séum öðruvísi en aðrar þjóðir. Íslenska samfélagið virðist hafa staðið nánast óhaggað öldum saman. Allt var hér pikkfast og frosið. Vistarband, rímur og tóvinna. Allar breytingar komu að utan. Norðmenn kenndu okkur að veiða síld. Bretinn og Kaninn komu svo með nútímann. Og síðan má nefna EES-samninginn, Evróputilskipanir sem neyða okkur upp úr hjólförunum. Við Íslendingar virðumst mjög seinþreyttir til framfara.“Kjöt á beinunumÞú kannt að fara með orð, en hefur leikur þinn að orðum breyst á einhvern hátt með árunum? „Kannski hef ég lært smá þolinmæði. Þegar ég er að skrifa núna vel ég ekki alltaf þann möguleika sem kemur samstundis upp í hugann heldur bíð eftir „seinni bylgjunni“, að það komi eitthvað aðeins betra. Ég held allavega að fimm aurarnir séu á undanhaldi hjá mér.“Þú ert ekkert mikið fyrir fíngerða lýrik, þú vilt hafa mikinn kraft í bókunum þínum, er það ekki rétt? „Stundum byrja ég kafla á fimm línum af fíngerðri lýrik, en það er líka nóg. Fólki finnst svolítið hátíðlegt að fá freyðivínsglas fyrir matinn. En svo kemur aðalrétturinn og þá þarf að vera kjöt á beinunum. Það er ekki hægt að lesa eintóma lýrik, það lifir enginn á freyðivíni einu saman.“
Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira