Trump hótar bandalagsþjóðum eftir Evrópureisuna Kjartan Kjartansson skrifar 12. nóvember 2018 16:18 Vel fór á með Merkel Þýskalandskanslara og Macron Frakklandsforseta. Síður með Trump og leiðtogum helstu bandalagsríkja Bandaríkjanna. Vísir/EPA Donald Trump Bandaríkjaforseti virtist hóta því að draga þjóð sína út úr Atlantshafsbandalaginu (NATO) í röð tísta eftir að hann sneri heim úr heimsókn til Evrópu um helgina þar sem Frakklandsforseti varaði meðal annars við vaxandi þjóðernishyggju. Forsetinn virðist ekki hafa verið vel stemmdur eftir heimsóknina til Evrópu í tilefni af því að öld var liðin frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hafnaði þar stjórnmálasýn Trump þegar hann sagði í ræðu að þjóðernishyggja væri andstæða föðurlandshollustu. Stutt er síðan Trump lýsti sjálfum sér sem „þjóðernissinna“ á kosningafundi með stuðningsmönnum sínum. Macron nefndi Trump þó ekki á nafn í ræðu sinni. Í tístunum í morgun tengdi Trump sameiginlegar varnir vestrænna þjóða við viðskiptahalla Bandaríkjanna við nokkur Evrópulönd. Krafðist hann þess að þau greiddu Bandaríkjunum fyrir hervernd. „Það er kominn tími til að þessi mjög ríku lönd annað hvort borgi Bandaríkjunum fyrir frábæra hervernd eða verji sig sjálf…og [vi]iðskiptin verða að vera gerð FRJÁLS og SANNGJÖRN!“ tísti Trump í morgun. Sagði hann Bandaríkin ekki fá neitt út úr bandalagi sínu við Evrópuþjóðirnar nema „viðskiptahalla og tap“ þrátt fyrir að þau greiði „hundruð milljarða“ dollara til að verja þau.Einangraður frá hinum leiðtogunumWashington Post segir að í Evrópureisunni hafi Trump virst einangraður frá öðrum þjóðarleiðtogum sem hittust í Frakklandi til að minnast stríðslokanna. Ákvörðun hans um að hætta við skoðunarferð um grafreit bandarískra hermanna sem féllu í styrjöldinni vegna veðurs vakti harða gagnrýni um helgina. Sendinefnd bandarískra embættismanna, þar á meðal starfsmannastjóri Hvíta hússins, fóru í hans stað. Þá var hann ekki samferða hinum sextíu leiðtogunum á minningarathöfn við Sigurbogann í París. Bandaríski forsetinn afboðaði sig einnig á friðarráðstefnu sem Macron Frakklandsforseti boðaði til á sunnudeginum. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Trump virðist finna sig illa á fundum með leiðtogum helstu vinaþjóða Bandaríkjanna til áratuga. Forsetinn hleypti upp G7-fundinum sem var haldinn í Kanada í sumar þegar hann hótaði bandalagsþjóðunum viðskiptastríði og neitaði að skrifa undir sameiginlega yfirlýsingu fundarins. Bandaríkin Donald Trump Evrópa Frakkland NATO Tengdar fréttir Hvatti aðra þjóðarleiðtoga til dáða á aldarafmæli stríðsloka Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hvatti þjóðarleiðtoga heimsins til þess að byggja upp vonir í stað þess að ala á ótta í garð annarra þjóða í ræðu í París þar sem þess var minnst að 100 ár eru liðin frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar. 11. nóvember 2018 14:00 Mætti ekki til minningarathafnar vegna rigningar Donald Trump, Bandaríkjaforseti, mætti ekki til minningarathafnar um þá bandaríkjamenn sem létust í fyrri heimsstyrjöldinni. Hvíta húsið segir veðrinu um að kenna. 10. nóvember 2018 20:16 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti virtist hóta því að draga þjóð sína út úr Atlantshafsbandalaginu (NATO) í röð tísta eftir að hann sneri heim úr heimsókn til Evrópu um helgina þar sem Frakklandsforseti varaði meðal annars við vaxandi þjóðernishyggju. Forsetinn virðist ekki hafa verið vel stemmdur eftir heimsóknina til Evrópu í tilefni af því að öld var liðin frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hafnaði þar stjórnmálasýn Trump þegar hann sagði í ræðu að þjóðernishyggja væri andstæða föðurlandshollustu. Stutt er síðan Trump lýsti sjálfum sér sem „þjóðernissinna“ á kosningafundi með stuðningsmönnum sínum. Macron nefndi Trump þó ekki á nafn í ræðu sinni. Í tístunum í morgun tengdi Trump sameiginlegar varnir vestrænna þjóða við viðskiptahalla Bandaríkjanna við nokkur Evrópulönd. Krafðist hann þess að þau greiddu Bandaríkjunum fyrir hervernd. „Það er kominn tími til að þessi mjög ríku lönd annað hvort borgi Bandaríkjunum fyrir frábæra hervernd eða verji sig sjálf…og [vi]iðskiptin verða að vera gerð FRJÁLS og SANNGJÖRN!“ tísti Trump í morgun. Sagði hann Bandaríkin ekki fá neitt út úr bandalagi sínu við Evrópuþjóðirnar nema „viðskiptahalla og tap“ þrátt fyrir að þau greiði „hundruð milljarða“ dollara til að verja þau.Einangraður frá hinum leiðtogunumWashington Post segir að í Evrópureisunni hafi Trump virst einangraður frá öðrum þjóðarleiðtogum sem hittust í Frakklandi til að minnast stríðslokanna. Ákvörðun hans um að hætta við skoðunarferð um grafreit bandarískra hermanna sem féllu í styrjöldinni vegna veðurs vakti harða gagnrýni um helgina. Sendinefnd bandarískra embættismanna, þar á meðal starfsmannastjóri Hvíta hússins, fóru í hans stað. Þá var hann ekki samferða hinum sextíu leiðtogunum á minningarathöfn við Sigurbogann í París. Bandaríski forsetinn afboðaði sig einnig á friðarráðstefnu sem Macron Frakklandsforseti boðaði til á sunnudeginum. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Trump virðist finna sig illa á fundum með leiðtogum helstu vinaþjóða Bandaríkjanna til áratuga. Forsetinn hleypti upp G7-fundinum sem var haldinn í Kanada í sumar þegar hann hótaði bandalagsþjóðunum viðskiptastríði og neitaði að skrifa undir sameiginlega yfirlýsingu fundarins.
Bandaríkin Donald Trump Evrópa Frakkland NATO Tengdar fréttir Hvatti aðra þjóðarleiðtoga til dáða á aldarafmæli stríðsloka Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hvatti þjóðarleiðtoga heimsins til þess að byggja upp vonir í stað þess að ala á ótta í garð annarra þjóða í ræðu í París þar sem þess var minnst að 100 ár eru liðin frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar. 11. nóvember 2018 14:00 Mætti ekki til minningarathafnar vegna rigningar Donald Trump, Bandaríkjaforseti, mætti ekki til minningarathafnar um þá bandaríkjamenn sem létust í fyrri heimsstyrjöldinni. Hvíta húsið segir veðrinu um að kenna. 10. nóvember 2018 20:16 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Hvatti aðra þjóðarleiðtoga til dáða á aldarafmæli stríðsloka Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hvatti þjóðarleiðtoga heimsins til þess að byggja upp vonir í stað þess að ala á ótta í garð annarra þjóða í ræðu í París þar sem þess var minnst að 100 ár eru liðin frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar. 11. nóvember 2018 14:00
Mætti ekki til minningarathafnar vegna rigningar Donald Trump, Bandaríkjaforseti, mætti ekki til minningarathafnar um þá bandaríkjamenn sem létust í fyrri heimsstyrjöldinni. Hvíta húsið segir veðrinu um að kenna. 10. nóvember 2018 20:16