Skýr skilaboð Rannveig Magnúsdóttir skrifar 22. nóvember 2018 07:00 Landvernd styður heilshugar við bann á burðarplastpokum og öðrum einnota plastvörum. Rökin fyrir því eru skýr. Bann á burðarplastpokum kemur til skila mikilvægum skilaboðum um skaðsemi þeirra og annars einnota plasts. Slík vitundarvakning hefði mun víðtækari áhrif heldur en eingöngu á notkun pokanna og væri þannig mikilvægt skref í átt að því að breyta neysluvenjum Íslendinga, en ofneysla mannsins er rótin að stærstu umhverfisvandamálum heims. Einungis hluti af burðarplastpokum endar í plastendurvinnslu. Urðun á þeim skapar framtíðarvandamál og plastpokar valda miklum skaða þegar þeir lenda úti í náttúrunni. Þótt burðarplastpokar séu ekki stærsti hluti plastmengunar í heiminum þá skipta þeir samt máli í víðara samhengi. Það að banna notkun þeirra sendir skýr skilaboð, nær til flestra heimila og rímar við fyrirhugað bann í Evrópu á öðrum einnota plastvörum. Rétt er að hafa í huga að erlendar lífsferilsgreiningar sem gerðar hafa verið á burðarplastpokum og fjölnota pokum eru ekki hafnar yfir gagnrýni. Í nýlegri danskri lífsferilsgreiningu, sem töluvert hefur verið vitnað til, eru plastpokar sagðir koma best út en þar er gert ráð fyrir að þeir lendi í endurvinnslufarvegi. Aðstæður erlendis eru hins vegar oft afar ólíkar þeim íslensku. Urðun er til dæmis ekki ásættanlegur endurvinnslufarvegur í neinu samhengi, en þar lendir stór hluti íslenskra burðarplastpoka, sem „pokarnir undir ruslið“. Í dönsku lífsferilsgreiningunni vantar einnig algjörlega greiningu á umhverfisáhrifum á þeim pokum sem lenda úti í náttúrunni, þar á meðal í sjó þar sem þeir valda mestum skaða. Fjölnota pokar eru misumhverfisvænir og afar fróðlegt er að bera vistspor þeirra saman. Bómullarpokar eru skiljanlega með hátt vistspor og þannig poka þarf að nota oft til að þeir borgi sig umhverfislega séð. Allt öðru máli gegnir um poka sem unnir eru úr endurnýttu efni, hvort sem það er bómull, plast, lífplast eða annað, en þannig pokar voru ekki settir í samanburð í dönsku lífsferilsgreiningunni. Með stórbættri samræmdri endurvinnslu á öllu landinu, þar sem lífrænum úrgangi yrði safnað sér, ætti næstum ekkert að falla til á heimilum sem færi í almenna ruslið. Og það er einmitt þetta almenna rusl sem virðist vera það sem kallar mest á notkun á burðarplastpokum. Kynslóð eftir kynslóð hefur orðið háð því að nota plastpoka í ruslið og kominn tími til breytinga. Hér geta stjórnvöld svo auðveldlega gripið inn í, með vitundarvakningu um einnota plast, banni á burðarplastpokum og nýjum endurvinnslulausnum í sátt við fólk og náttúru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Tæknitröll í heilbrigðiskerfið Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin 2 - lofað upp í ermina á sér Hjalti Þórisson Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar Skoðun Lækkum álögur á fólk og fyrirtæki á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Tæknitröll í heilbrigðiskerfið Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Valdeflandi endurhæfing Hugarafls styrkt í sessi Auður Axelsdóttir skrifar Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir skrifar Skoðun Kjósum breytingar – Kjósum Pírata Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Þreyttur á vók? Símon Vestarr skrifar Skoðun Áskorun í minnkandi heimi Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun í heilbrigðismálum – bréf frá einstakling með ADHD Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson skrifar Skoðun Einkaframtakinu þarf að fylgja ábyrgð Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Vindorkuver? Ekki svona, ekki núna! Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin 2 - lofað upp í ermina á sér Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri til breytinga með Samfylkingunni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hvernig getur þú stutt þjóðarmorð? Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun Viljum við frjálshyggju? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Af hverju að kjósa Viðreisn - C fyrir frelsi og frið Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Fleiri læk – betra skap Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf undir forystu Sjálfstæðisflokksins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Wybory islandzkie i sprawy polskie Maksymilian Haraldur Frach skrifar Skoðun Grasrótin í brennidepli undir forystu Ásmundar Einars Ólafur Magnússon skrifar Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun 108 ár – hverjum treystir þú? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Róluvallaráðherra Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hveitipoki á fjörutíu þúsund Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Tími til að endurvekja frelsið Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Einkaframtakið í sinni fegurstu mynd Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Viðreisn vakti hjá mér von Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Landvernd styður heilshugar við bann á burðarplastpokum og öðrum einnota plastvörum. Rökin fyrir því eru skýr. Bann á burðarplastpokum kemur til skila mikilvægum skilaboðum um skaðsemi þeirra og annars einnota plasts. Slík vitundarvakning hefði mun víðtækari áhrif heldur en eingöngu á notkun pokanna og væri þannig mikilvægt skref í átt að því að breyta neysluvenjum Íslendinga, en ofneysla mannsins er rótin að stærstu umhverfisvandamálum heims. Einungis hluti af burðarplastpokum endar í plastendurvinnslu. Urðun á þeim skapar framtíðarvandamál og plastpokar valda miklum skaða þegar þeir lenda úti í náttúrunni. Þótt burðarplastpokar séu ekki stærsti hluti plastmengunar í heiminum þá skipta þeir samt máli í víðara samhengi. Það að banna notkun þeirra sendir skýr skilaboð, nær til flestra heimila og rímar við fyrirhugað bann í Evrópu á öðrum einnota plastvörum. Rétt er að hafa í huga að erlendar lífsferilsgreiningar sem gerðar hafa verið á burðarplastpokum og fjölnota pokum eru ekki hafnar yfir gagnrýni. Í nýlegri danskri lífsferilsgreiningu, sem töluvert hefur verið vitnað til, eru plastpokar sagðir koma best út en þar er gert ráð fyrir að þeir lendi í endurvinnslufarvegi. Aðstæður erlendis eru hins vegar oft afar ólíkar þeim íslensku. Urðun er til dæmis ekki ásættanlegur endurvinnslufarvegur í neinu samhengi, en þar lendir stór hluti íslenskra burðarplastpoka, sem „pokarnir undir ruslið“. Í dönsku lífsferilsgreiningunni vantar einnig algjörlega greiningu á umhverfisáhrifum á þeim pokum sem lenda úti í náttúrunni, þar á meðal í sjó þar sem þeir valda mestum skaða. Fjölnota pokar eru misumhverfisvænir og afar fróðlegt er að bera vistspor þeirra saman. Bómullarpokar eru skiljanlega með hátt vistspor og þannig poka þarf að nota oft til að þeir borgi sig umhverfislega séð. Allt öðru máli gegnir um poka sem unnir eru úr endurnýttu efni, hvort sem það er bómull, plast, lífplast eða annað, en þannig pokar voru ekki settir í samanburð í dönsku lífsferilsgreiningunni. Með stórbættri samræmdri endurvinnslu á öllu landinu, þar sem lífrænum úrgangi yrði safnað sér, ætti næstum ekkert að falla til á heimilum sem færi í almenna ruslið. Og það er einmitt þetta almenna rusl sem virðist vera það sem kallar mest á notkun á burðarplastpokum. Kynslóð eftir kynslóð hefur orðið háð því að nota plastpoka í ruslið og kominn tími til breytinga. Hér geta stjórnvöld svo auðveldlega gripið inn í, með vitundarvakningu um einnota plast, banni á burðarplastpokum og nýjum endurvinnslulausnum í sátt við fólk og náttúru.
Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar
Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar
Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun