Leiðin til nýrra lesenda Hrefna Haraldsdóttir skrifar 21. nóvember 2018 07:00 Við skrifum á fámennis tungumáli og treystum á þýðendur. Þess vegna tileinka ég þeim þessi verðlaun,“ sagði Auður Ava Ólafsdóttir rithöfundur þegar hún tók við bókmenntaverðlaunum Norðurlandaráðs nýlega. Með því að tileinka þýðendum verðlaunin undirstrikar Auður Ava mikilvægi þeirra fyrir höfunda sem skrifa á litlum málsvæðum eins og Íslandi. Með þýðingum bókanna margfaldast lesendahópurinn og hugmyndir og erindi höfundanna ná athygli langt út fyrir landsteinana; röddin berst um heiminn. Áhugi á íslenskum bókmenntum erlendis er mikill og fer vaxandi. Árið í fyrra var metár í þýðingum íslenskra bóka á erlend mál þegar 100 verk voru þýdd á 30 tungumál. Aukna útbreiðslu íslenskra bókmennta um heiminn má að hluta rekja til áhuga á landi og þjóð, en ekki síður til markviss kynningarstarfs erlendis á undanförnum árum, meðal annars með þátttöku í helstu bókasýningum sem haldnar eru árlega víða um heim. Eitt af hlutverkum Miðstöðvar íslenskra bókmennta er að koma íslenskum bókmenntum á framfæri erlendis. Íslenskir bókaútgefendur eru líka mikilvirkir í því starfi. Þá eru höfundarnir sjálfir ötulir við að fylgja eftir þýðingum bóka sinna erlendis, koma fram á ýmsum bókmenntaviðburðum og hitta lesendur. En lykilhlutverki í þessari þróun gegna þýðendur úr íslensku á erlend mál og þess vegna er mikilvægt að treysta böndin við þá og hvetja til enn frekari dáða. Til að sýna í verki hve mikils metin vinna þeirra er, jafnframt því að greiða götu nýrra þýðenda, hélt Miðstöð íslenskra bókmennta alþjóðlegt þýðendaþing hér á landi á síðasta ári, fyrir þýðendur íslenskra bóka víðs vegar um heiminn. Þingið tókst afar vel og þegar er hafinn undirbúningur að næsta þýðendaþingi sem haldið verður vorið 2019. Einnig er Orðstír veittur annað hvert ár, en það er heiðursviðurkenning þýðenda íslenskra bókmennta á erlend tungumál. Góðir þýðendur eru dýrmætir sendiherrar íslenskra bókmennta á erlendri grundu og vinna metnaðarfullt starf í þágu íslenskrar menningar – „með því að skrifa bækurnar okkar aftur á sínum tungumálum“ – eins og Auður Ava orðaði það svo fallega á verðlaunahátíð Norðurlandaráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Tæknitröll í heilbrigðiskerfið Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin 2 - lofað upp í ermina á sér Hjalti Þórisson Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar Skoðun Lækkum álögur á fólk og fyrirtæki á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Tæknitröll í heilbrigðiskerfið Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Valdeflandi endurhæfing Hugarafls styrkt í sessi Auður Axelsdóttir skrifar Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir skrifar Skoðun Kjósum breytingar – Kjósum Pírata Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Þreyttur á vók? Símon Vestarr skrifar Skoðun Áskorun í minnkandi heimi Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun í heilbrigðismálum – bréf frá einstakling með ADHD Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson skrifar Skoðun Einkaframtakinu þarf að fylgja ábyrgð Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Vindorkuver? Ekki svona, ekki núna! Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin 2 - lofað upp í ermina á sér Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri til breytinga með Samfylkingunni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hvernig getur þú stutt þjóðarmorð? Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun Viljum við frjálshyggju? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Af hverju að kjósa Viðreisn - C fyrir frelsi og frið Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Fleiri læk – betra skap Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf undir forystu Sjálfstæðisflokksins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Wybory islandzkie i sprawy polskie Maksymilian Haraldur Frach skrifar Skoðun Grasrótin í brennidepli undir forystu Ásmundar Einars Ólafur Magnússon skrifar Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun 108 ár – hverjum treystir þú? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Róluvallaráðherra Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hveitipoki á fjörutíu þúsund Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Tími til að endurvekja frelsið Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Einkaframtakið í sinni fegurstu mynd Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Viðreisn vakti hjá mér von Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Við skrifum á fámennis tungumáli og treystum á þýðendur. Þess vegna tileinka ég þeim þessi verðlaun,“ sagði Auður Ava Ólafsdóttir rithöfundur þegar hún tók við bókmenntaverðlaunum Norðurlandaráðs nýlega. Með því að tileinka þýðendum verðlaunin undirstrikar Auður Ava mikilvægi þeirra fyrir höfunda sem skrifa á litlum málsvæðum eins og Íslandi. Með þýðingum bókanna margfaldast lesendahópurinn og hugmyndir og erindi höfundanna ná athygli langt út fyrir landsteinana; röddin berst um heiminn. Áhugi á íslenskum bókmenntum erlendis er mikill og fer vaxandi. Árið í fyrra var metár í þýðingum íslenskra bóka á erlend mál þegar 100 verk voru þýdd á 30 tungumál. Aukna útbreiðslu íslenskra bókmennta um heiminn má að hluta rekja til áhuga á landi og þjóð, en ekki síður til markviss kynningarstarfs erlendis á undanförnum árum, meðal annars með þátttöku í helstu bókasýningum sem haldnar eru árlega víða um heim. Eitt af hlutverkum Miðstöðvar íslenskra bókmennta er að koma íslenskum bókmenntum á framfæri erlendis. Íslenskir bókaútgefendur eru líka mikilvirkir í því starfi. Þá eru höfundarnir sjálfir ötulir við að fylgja eftir þýðingum bóka sinna erlendis, koma fram á ýmsum bókmenntaviðburðum og hitta lesendur. En lykilhlutverki í þessari þróun gegna þýðendur úr íslensku á erlend mál og þess vegna er mikilvægt að treysta böndin við þá og hvetja til enn frekari dáða. Til að sýna í verki hve mikils metin vinna þeirra er, jafnframt því að greiða götu nýrra þýðenda, hélt Miðstöð íslenskra bókmennta alþjóðlegt þýðendaþing hér á landi á síðasta ári, fyrir þýðendur íslenskra bóka víðs vegar um heiminn. Þingið tókst afar vel og þegar er hafinn undirbúningur að næsta þýðendaþingi sem haldið verður vorið 2019. Einnig er Orðstír veittur annað hvert ár, en það er heiðursviðurkenning þýðenda íslenskra bókmennta á erlend tungumál. Góðir þýðendur eru dýrmætir sendiherrar íslenskra bókmennta á erlendri grundu og vinna metnaðarfullt starf í þágu íslenskrar menningar – „með því að skrifa bækurnar okkar aftur á sínum tungumálum“ – eins og Auður Ava orðaði það svo fallega á verðlaunahátíð Norðurlandaráðs.
Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar
Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar
Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun