Þingkonur gengu út undir ræðu Sigmundar: „Þetta var tilfinning sem vaknaði og þurfti að hlýða“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. desember 2018 18:28 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson í pontu. Fyrir aftan hann má sjá forseta Alþingis gjóa augunum út í þingsal en ætla má að hann sé að fylgjast með þingkonunum sem þá voru á leið út úr salnum. Mynd/Skjáskot Fjórar þingkonur gengu út úr sal Alþingis í dag þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins steig í ræðustól. Greint var frá þessu á vef RÚV síðdegis. Halla Signý Kristjánsdóttir, ein þingkvennanna sem gekk út, segir að ákvörðunin hafi verið byggð á tilfinningu sem vaknaði í þingsal og þurfti að hlýða. Atvikið átti sér stað á meðan þingmenn gerðu grein fyrir atkvæði sínu í lokaatkvæðagreiðslu um fjárlög næsta árs sem samþykkt voru í dag.Halla Signý Kristjánsdóttir, þingkona Framsóknar.Vísir/VilhelmMyndavélar RÚV fönguðu atvikið á filmu en á upptöku má sjá Þórunni Egilsdóttur, þingflokksformann Framsóknarflokksins, stíga fyrsta úr sæti og ganga út. Halla Signý Kristjánsdóttir úr Framsóknarflokki fylgdi í kjölfarið, Helga Vala Helgadóttir úr Samfylkingunni og Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, fylgdu á hæla henni í þessari röð. Ekki náðist í Þórunni Egilsdóttur við vinnslu þessarar fréttar en Halla Signý flokkssystir hennar segir í samtali við Vísi að ekkert samráð hafi verið haft um gjörninginn fyrir fram. Þingkonur hafi heldur ekki komið saman til að ræða sérstaklega viðbrögð við Klaustursmálinu og þeim þingmönnum sem hlut eiga að máli. „En þetta var tilfinning sem vaknaði og þurfti að hlýða. Maður er að standa upp fyrir konum, maður getur ekki meira gert.“ Halla Signý sat ekki á þingi þegar Sigmundur var enn í Framsóknarflokknum, en var þó meðlimur flokksins á þeim tíma. Hún segir aðspurð að andrúmsloftið á þingi í kjölfar þess að Klaustursupptökurnar voru birtar hafi verið þungt. „Það er búið að vera erfitt, það er óvissa um það hvernig á að taka á þessu. Mér fannst Lilja ramma þetta mjög vel inn. Hún talaði fyrir hönd þeirra sem þarna urðu fyrir þessu ofbeldi. Það liggur deyfð yfir, það liggur sorg yfir þingheimi.“ Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Óttast ekki lögsókn enda staurblankur öryrki Viðbrögðin við fréttum sem byggja á upptökum Báru hafa fært henni nýja trú á samfélagið. 7. desember 2018 16:59 Vilja losna við sexmenningana en grípa ekki til neinna aðgerða Af þeim sem tóku afstöðu vilja nánast allir alþingismenn að sexmenningarnir á Klaustri taki pokann sinn. Aðeins einn þingmaður segist telja að þau eigi að segja af sér. Andrúmsloftið á Alþingi er sagt vera þrúgandi. 7. desember 2018 06:00 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Fleiri fréttir Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni Sjá meira
Fjórar þingkonur gengu út úr sal Alþingis í dag þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins steig í ræðustól. Greint var frá þessu á vef RÚV síðdegis. Halla Signý Kristjánsdóttir, ein þingkvennanna sem gekk út, segir að ákvörðunin hafi verið byggð á tilfinningu sem vaknaði í þingsal og þurfti að hlýða. Atvikið átti sér stað á meðan þingmenn gerðu grein fyrir atkvæði sínu í lokaatkvæðagreiðslu um fjárlög næsta árs sem samþykkt voru í dag.Halla Signý Kristjánsdóttir, þingkona Framsóknar.Vísir/VilhelmMyndavélar RÚV fönguðu atvikið á filmu en á upptöku má sjá Þórunni Egilsdóttur, þingflokksformann Framsóknarflokksins, stíga fyrsta úr sæti og ganga út. Halla Signý Kristjánsdóttir úr Framsóknarflokki fylgdi í kjölfarið, Helga Vala Helgadóttir úr Samfylkingunni og Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, fylgdu á hæla henni í þessari röð. Ekki náðist í Þórunni Egilsdóttur við vinnslu þessarar fréttar en Halla Signý flokkssystir hennar segir í samtali við Vísi að ekkert samráð hafi verið haft um gjörninginn fyrir fram. Þingkonur hafi heldur ekki komið saman til að ræða sérstaklega viðbrögð við Klaustursmálinu og þeim þingmönnum sem hlut eiga að máli. „En þetta var tilfinning sem vaknaði og þurfti að hlýða. Maður er að standa upp fyrir konum, maður getur ekki meira gert.“ Halla Signý sat ekki á þingi þegar Sigmundur var enn í Framsóknarflokknum, en var þó meðlimur flokksins á þeim tíma. Hún segir aðspurð að andrúmsloftið á þingi í kjölfar þess að Klaustursupptökurnar voru birtar hafi verið þungt. „Það er búið að vera erfitt, það er óvissa um það hvernig á að taka á þessu. Mér fannst Lilja ramma þetta mjög vel inn. Hún talaði fyrir hönd þeirra sem þarna urðu fyrir þessu ofbeldi. Það liggur deyfð yfir, það liggur sorg yfir þingheimi.“
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Óttast ekki lögsókn enda staurblankur öryrki Viðbrögðin við fréttum sem byggja á upptökum Báru hafa fært henni nýja trú á samfélagið. 7. desember 2018 16:59 Vilja losna við sexmenningana en grípa ekki til neinna aðgerða Af þeim sem tóku afstöðu vilja nánast allir alþingismenn að sexmenningarnir á Klaustri taki pokann sinn. Aðeins einn þingmaður segist telja að þau eigi að segja af sér. Andrúmsloftið á Alþingi er sagt vera þrúgandi. 7. desember 2018 06:00 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Fleiri fréttir Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni Sjá meira
Óttast ekki lögsókn enda staurblankur öryrki Viðbrögðin við fréttum sem byggja á upptökum Báru hafa fært henni nýja trú á samfélagið. 7. desember 2018 16:59
Vilja losna við sexmenningana en grípa ekki til neinna aðgerða Af þeim sem tóku afstöðu vilja nánast allir alþingismenn að sexmenningarnir á Klaustri taki pokann sinn. Aðeins einn þingmaður segist telja að þau eigi að segja af sér. Andrúmsloftið á Alþingi er sagt vera þrúgandi. 7. desember 2018 06:00