Undirbúa sig fyrir frekari mótmæli Samúel Karl Ólason skrifar 6. desember 2018 15:18 Umfangsmikil mótmæli og óeirðir áttu sér stað í borgum Frakklands um síðustu helgi. Í París er talið að lætin hafi ekki verið meiri frá 1968. AP/Michel Euler Parísarbúar undirbúa sig nú fyrir frekari mótmæli og óeirðir um helginaog hefur ríkisstjórn Frakklands varað sérstaklega við því. Ráðherrar Emmanuel Macron hafa reynt að draga úr spennu með því að breyta orðræðu sinni og lofa því að hlusta á mótmælendur. Þá hafði sérstökum sköttum á eldsneyti verið frestað. Nú hefur verið alfarið hætt við skattana.Samkvæmt Reuters segir franskur embættismaður að ríkisstjórnin hafi heimildir fyrir því að einhverjir ætli sér að ferðast til Parísar um helgina með því markmið að taka þátt í mótmælunum, valda skemmum og jafnvel myrða.Umfangsmikil mótmæli og óeirðir áttu sér stað í borgum Frakklands um síðustu helgi. Í París er talið að lætin hafi ekki verið meiri frá 1968. Kveikt var í bílum, verslanir og kaffihús voru rænd og byggingar skemmdar. Fjöldi fólks slasaðist og voru hundruð handtekin. Ríkisstjórn Macron hefur gert greinarmun á friðsömum mótmælendum annars vegar og skemmdarvörgum og þjófum hins vegar, sem ríkisstjórnin segir að hafi notað sér friðsama mótmælendur. Með því markmiði að koma í veg fyrir frekari mótmæli sagði Edouard Philippe, forsætisráðherra Frakklands, í dag að ríkisstjórnin hefði ákveðið að hætta alfarið við aukna skatta á eldsneyti. Áður hafði þeim eingöngu verið frestað í hálft ár. Þá sagði Bruno Le Maire, fjármálaráðherra, að hann væri tilbúinn til að leggja fram tillögur að skattalækkunum og hann vildi að bónusar verkamanna yrðu ekki skattskyldir. Samhliða því yrði þó að draga úr kostnaði ríkisins. Þá sagði Le Maire einnig að ef Evrópusambandið kæmist ekki að niðurstöðu varðandi skattlagningu tæknifyrirtækja eins og Google og Facebook, myndi ríkisstjórnin skattleggja þessi fyrirtæki einhliða. Varðandi undirbúning í parís hefur verið ákveðið að fresta nokkrum fótboltaleikjum og verðu Louvre safninu og öðrum mögulega lokað. Þá stendur til að hafa minnst 65 þúsund lögregluþjóna í viðbragðsstöðu víðsvegar um Frakkland. Evrópusambandið Frakkland Tengdar fréttir Macron er í töluverðu klandri Fjöldamótmæli síðustu þriggja helga bæta gráu ofan á svart hjá Frakklandsforseta. Mótmælin snúast í auknum mæli um hann sjálfan. 69 prósent Frakka lýsa sig andvíg forseta sínum og stjórnarandstæðingar segja Macron ekki skilja reiðina. 4. desember 2018 06:00 Neyðarfundur í París vegna mótmælanna Yfir fjögur hundruð manns hafa verið handteknir og 130 slasast í mótmælunum sem beinast gegn stjórn forsetans. 2. desember 2018 14:00 Hætta við skattahækkunina Frönsk stjórnvöld hafa ákveðið að hætta við fyrirhugaða díselskattshækkun sem leitt hefur til hatrammra fjöldamótmæla í landinu. 4. desember 2018 07:55 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Parísarbúar undirbúa sig nú fyrir frekari mótmæli og óeirðir um helginaog hefur ríkisstjórn Frakklands varað sérstaklega við því. Ráðherrar Emmanuel Macron hafa reynt að draga úr spennu með því að breyta orðræðu sinni og lofa því að hlusta á mótmælendur. Þá hafði sérstökum sköttum á eldsneyti verið frestað. Nú hefur verið alfarið hætt við skattana.Samkvæmt Reuters segir franskur embættismaður að ríkisstjórnin hafi heimildir fyrir því að einhverjir ætli sér að ferðast til Parísar um helgina með því markmið að taka þátt í mótmælunum, valda skemmum og jafnvel myrða.Umfangsmikil mótmæli og óeirðir áttu sér stað í borgum Frakklands um síðustu helgi. Í París er talið að lætin hafi ekki verið meiri frá 1968. Kveikt var í bílum, verslanir og kaffihús voru rænd og byggingar skemmdar. Fjöldi fólks slasaðist og voru hundruð handtekin. Ríkisstjórn Macron hefur gert greinarmun á friðsömum mótmælendum annars vegar og skemmdarvörgum og þjófum hins vegar, sem ríkisstjórnin segir að hafi notað sér friðsama mótmælendur. Með því markmiði að koma í veg fyrir frekari mótmæli sagði Edouard Philippe, forsætisráðherra Frakklands, í dag að ríkisstjórnin hefði ákveðið að hætta alfarið við aukna skatta á eldsneyti. Áður hafði þeim eingöngu verið frestað í hálft ár. Þá sagði Bruno Le Maire, fjármálaráðherra, að hann væri tilbúinn til að leggja fram tillögur að skattalækkunum og hann vildi að bónusar verkamanna yrðu ekki skattskyldir. Samhliða því yrði þó að draga úr kostnaði ríkisins. Þá sagði Le Maire einnig að ef Evrópusambandið kæmist ekki að niðurstöðu varðandi skattlagningu tæknifyrirtækja eins og Google og Facebook, myndi ríkisstjórnin skattleggja þessi fyrirtæki einhliða. Varðandi undirbúning í parís hefur verið ákveðið að fresta nokkrum fótboltaleikjum og verðu Louvre safninu og öðrum mögulega lokað. Þá stendur til að hafa minnst 65 þúsund lögregluþjóna í viðbragðsstöðu víðsvegar um Frakkland.
Evrópusambandið Frakkland Tengdar fréttir Macron er í töluverðu klandri Fjöldamótmæli síðustu þriggja helga bæta gráu ofan á svart hjá Frakklandsforseta. Mótmælin snúast í auknum mæli um hann sjálfan. 69 prósent Frakka lýsa sig andvíg forseta sínum og stjórnarandstæðingar segja Macron ekki skilja reiðina. 4. desember 2018 06:00 Neyðarfundur í París vegna mótmælanna Yfir fjögur hundruð manns hafa verið handteknir og 130 slasast í mótmælunum sem beinast gegn stjórn forsetans. 2. desember 2018 14:00 Hætta við skattahækkunina Frönsk stjórnvöld hafa ákveðið að hætta við fyrirhugaða díselskattshækkun sem leitt hefur til hatrammra fjöldamótmæla í landinu. 4. desember 2018 07:55 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Macron er í töluverðu klandri Fjöldamótmæli síðustu þriggja helga bæta gráu ofan á svart hjá Frakklandsforseta. Mótmælin snúast í auknum mæli um hann sjálfan. 69 prósent Frakka lýsa sig andvíg forseta sínum og stjórnarandstæðingar segja Macron ekki skilja reiðina. 4. desember 2018 06:00
Neyðarfundur í París vegna mótmælanna Yfir fjögur hundruð manns hafa verið handteknir og 130 slasast í mótmælunum sem beinast gegn stjórn forsetans. 2. desember 2018 14:00
Hætta við skattahækkunina Frönsk stjórnvöld hafa ákveðið að hætta við fyrirhugaða díselskattshækkun sem leitt hefur til hatrammra fjöldamótmæla í landinu. 4. desember 2018 07:55